Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2016 14:37 Sergey Lavrov. Vísir/AFP Staðhæfingar yfirvalda í Bandaríkjunum um að Rússar hafi gert tölvuárásir á stofnanir og samtök þar í landi til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, „eru fáránlegar“. Þetta segir Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Hann segir Bandaríkin ekki hafa fært sannanir fyrir máli sínu. Yfirvöld í Washington segjast ætla að bregðast við meintum árásum Rússa.Í viðtali við CNN sagði Lavrov að ásakanir Bandaríkjanna væru að vissu leyti hrós, þar sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefði nýverið gert lítið úr mætti Rússlands. „Nú eru allir í Bandaríkjunum að segja að Rússland stýri kosningaumræðunni í Bandaríkjunum.“ Hann sagði Rússa hins vegar ekki hafa séð sannanir. Leyniþjónustur í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi segjast vissir um að Rússar hafi gert umræddir árásir. Spurður frekar út í orð sín sagðist Lavrov ekki hafa neitað því að Rússar hefðu gert tölvuárásir á Bandaríkin með því markmiði að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi. Hann sagði að Bandaríkin hefðu ekki sannað að Rússar væru ábyrgir. Þá sagði hann að það væri ótækt að hugsa út í möguleg viðbrögð Bandaríkjanna. „Ef þeir ákveða að gera eitthvað, þá mega þeir það.“Lavrov var einnig spurður út í myndbandið af Donald Trump frá árinu 2005, þar sem hann stærir sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar. Utanríkisráðherrann benti á að enska væri ekki sitt fyrsta tungumál og hann væri ekki viss hvort hann yrði óviðeigandi. Þá sagði hann: „Það eru of margar píkur (e. pussies) sem koma að forsetakosningunum ykkar, á báðum hliðum, að ég vil ekki tjá mig um það.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lekinn ekki sú sprengja sem Trump-liðar vonuðust eftir Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. 12. október 2016 08:45 Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Saka Rússa opinberlega um tölvuárásir gegn stjórnmálaflokkum Yfirvöld Bandaríkjanna segir umfang og stærðir árása til marks um að aðeins hæstu settu embættismenn Rússlands hefðu getað veitt leyfi fyrir þeim. 7. október 2016 20:15 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 Heita aukinni hernaðarsamvinnu Vladimir Putin og Recep Tayyip Erdogan sögðust sammála um að neyðaraðstoð þyrfti að berast til Aleppo. 11. október 2016 07:38 Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Staðhæfingar yfirvalda í Bandaríkjunum um að Rússar hafi gert tölvuárásir á stofnanir og samtök þar í landi til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, „eru fáránlegar“. Þetta segir Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Hann segir Bandaríkin ekki hafa fært sannanir fyrir máli sínu. Yfirvöld í Washington segjast ætla að bregðast við meintum árásum Rússa.Í viðtali við CNN sagði Lavrov að ásakanir Bandaríkjanna væru að vissu leyti hrós, þar sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefði nýverið gert lítið úr mætti Rússlands. „Nú eru allir í Bandaríkjunum að segja að Rússland stýri kosningaumræðunni í Bandaríkjunum.“ Hann sagði Rússa hins vegar ekki hafa séð sannanir. Leyniþjónustur í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi segjast vissir um að Rússar hafi gert umræddir árásir. Spurður frekar út í orð sín sagðist Lavrov ekki hafa neitað því að Rússar hefðu gert tölvuárásir á Bandaríkin með því markmiði að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi. Hann sagði að Bandaríkin hefðu ekki sannað að Rússar væru ábyrgir. Þá sagði hann að það væri ótækt að hugsa út í möguleg viðbrögð Bandaríkjanna. „Ef þeir ákveða að gera eitthvað, þá mega þeir það.“Lavrov var einnig spurður út í myndbandið af Donald Trump frá árinu 2005, þar sem hann stærir sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar. Utanríkisráðherrann benti á að enska væri ekki sitt fyrsta tungumál og hann væri ekki viss hvort hann yrði óviðeigandi. Þá sagði hann: „Það eru of margar píkur (e. pussies) sem koma að forsetakosningunum ykkar, á báðum hliðum, að ég vil ekki tjá mig um það.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lekinn ekki sú sprengja sem Trump-liðar vonuðust eftir Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. 12. október 2016 08:45 Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Saka Rússa opinberlega um tölvuárásir gegn stjórnmálaflokkum Yfirvöld Bandaríkjanna segir umfang og stærðir árása til marks um að aðeins hæstu settu embættismenn Rússlands hefðu getað veitt leyfi fyrir þeim. 7. október 2016 20:15 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 Heita aukinni hernaðarsamvinnu Vladimir Putin og Recep Tayyip Erdogan sögðust sammála um að neyðaraðstoð þyrfti að berast til Aleppo. 11. október 2016 07:38 Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Lekinn ekki sú sprengja sem Trump-liðar vonuðust eftir Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. 12. október 2016 08:45
Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30
Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39
Saka Rússa opinberlega um tölvuárásir gegn stjórnmálaflokkum Yfirvöld Bandaríkjanna segir umfang og stærðir árása til marks um að aðeins hæstu settu embættismenn Rússlands hefðu getað veitt leyfi fyrir þeim. 7. október 2016 20:15
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
Heita aukinni hernaðarsamvinnu Vladimir Putin og Recep Tayyip Erdogan sögðust sammála um að neyðaraðstoð þyrfti að berast til Aleppo. 11. október 2016 07:38
Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00