Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. október 2016 06:45 Jón Gunnarsson vonar að farsæl lausn finnist á málinu. vísir/pjetur Óljóst er hvað verður um frumvarp iðnaðarráðherra sem heimilar Landsneti að leggja raflínur frá Kröflustöð að Bakka. Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. Skútustaðahreppur gaf leyfið út í apríl. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hefði brotið gegn náttúru-, skipulags- og stjórnsýslulögum.Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra.vísir/ernirSíðustu daga hefur frumvarpið verið eitt helsta bitbein þingmanna. „Það er ljóst að forsendurnar, sem liggja að baki frumvarpinu, eru í uppnámi. Meirihlutinn verður að endurmeta málið frá grunni. Þá væri eðlilegast, og í samræmi við gott réttarríki, að leyfa úrskurðarnefndinni að hafa sinn gang,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Úrskurðurinn tekur til eins þáttar í mjög stórri framkvæmd og eftir sem áður eru mjög ríkir almannahagsmunir að málið haldi áfram,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Hann segir að enn eigi eftir að skýrast hvort frumvarpið taki breytingum í kjölfar úrskurðarins. „Þessu máli var ýtt úr vör af síðustu ríkisstjórn og ég trúi ekki öðru en að þingið nái saman um viðunandi niðurstöðu.“ Snorri Baldursson, formaður Landverndar, fagnar niðurstöðunni. „Þetta er sigur fyrir náttúru Íslands og umhverfisverndarsamtök.“ Guðmundir Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að farið verði yfir úrskurðinn á komandi dögum og næstu skref ákveðin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Kæra lagasetningu á Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 4. október 2016 07:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Óljóst er hvað verður um frumvarp iðnaðarráðherra sem heimilar Landsneti að leggja raflínur frá Kröflustöð að Bakka. Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. Skútustaðahreppur gaf leyfið út í apríl. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hefði brotið gegn náttúru-, skipulags- og stjórnsýslulögum.Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra.vísir/ernirSíðustu daga hefur frumvarpið verið eitt helsta bitbein þingmanna. „Það er ljóst að forsendurnar, sem liggja að baki frumvarpinu, eru í uppnámi. Meirihlutinn verður að endurmeta málið frá grunni. Þá væri eðlilegast, og í samræmi við gott réttarríki, að leyfa úrskurðarnefndinni að hafa sinn gang,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Úrskurðurinn tekur til eins þáttar í mjög stórri framkvæmd og eftir sem áður eru mjög ríkir almannahagsmunir að málið haldi áfram,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Hann segir að enn eigi eftir að skýrast hvort frumvarpið taki breytingum í kjölfar úrskurðarins. „Þessu máli var ýtt úr vör af síðustu ríkisstjórn og ég trúi ekki öðru en að þingið nái saman um viðunandi niðurstöðu.“ Snorri Baldursson, formaður Landverndar, fagnar niðurstöðunni. „Þetta er sigur fyrir náttúru Íslands og umhverfisverndarsamtök.“ Guðmundir Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að farið verði yfir úrskurðinn á komandi dögum og næstu skref ákveðin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Kæra lagasetningu á Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 4. október 2016 07:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31
Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15
Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42
Kæra lagasetningu á Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 4. október 2016 07:00