Áhangendur Trumps réðust harkalega á mótmælanda nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 16:03 Frá fundi Trumps í Reno. mynd/getty Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkana, var forðað af sviði á kosningafundi í Reno í Nevada-fylki í morgun en öryggisverðir töldu að einhver áhorfendanna hefði dregið fram skotvopn á fundinum. Svo reyndist þó ekki vera. Sjá einnig: Trump forðað af sviðinu í RenoHinn meinti byssumaður var öllu heldur óvopnaður mótmælandi sem hélt á skilti sem á stóð „Repúblíkanar gegn Trump“. Mótmælandinn heitir Austyn Crites og er 33 ára íbúi Nevada-fylkis. Hann sagði í samtali við The Guardian að skiltið sem hann hélt á hafi valdið slíkum usla að fundargestir hafi á endanum ráðist á hann. „Fyrstu viðbrögð fólks voru að púa á mig og ég hafði svo sem búist við því,“ sagði Crites í samtali við The Guardian. „Skyndilega fór fólkið í kringum mig að beita mig ofbeldi. Það greip í handlegginn á mér og reyndi að hrifsa skiltið úr höndum mér,“ sagði Crites. Trump virðist hafa orðið var við stympingarnar og benti í áttina að mótmælandanum. Í kjölfarið var Trump forðað af sviðinu og veittist þá hópur fólks að Crites. Að sögn Crites héldu reiðir fundargestir honum niðri á meðan þeir spörkuðu í hann, kýldu hann, tóku hann kverkataki og klipu þéttingsfast í eistu hans. Crites, sem æfði glímu sem barn og ungur maður, marðist talsvert við átökin en er ekki alvarlega slasaður. Hann telur að ef ekki hefði verið fyrir glímukunnáttu sína, þá hefði hann mögulega getað hlotið alvarlegan skaða af. „Þessir menn tóku mig kverkataki, þeir hefðu auðveldlega getað kyrkt mig til dauða,“ sagði Crites sem náði að halda höfði sínu kyrru á hlið til þess að halda öndunarvegi sínum opnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkana, var forðað af sviði á kosningafundi í Reno í Nevada-fylki í morgun en öryggisverðir töldu að einhver áhorfendanna hefði dregið fram skotvopn á fundinum. Svo reyndist þó ekki vera. Sjá einnig: Trump forðað af sviðinu í RenoHinn meinti byssumaður var öllu heldur óvopnaður mótmælandi sem hélt á skilti sem á stóð „Repúblíkanar gegn Trump“. Mótmælandinn heitir Austyn Crites og er 33 ára íbúi Nevada-fylkis. Hann sagði í samtali við The Guardian að skiltið sem hann hélt á hafi valdið slíkum usla að fundargestir hafi á endanum ráðist á hann. „Fyrstu viðbrögð fólks voru að púa á mig og ég hafði svo sem búist við því,“ sagði Crites í samtali við The Guardian. „Skyndilega fór fólkið í kringum mig að beita mig ofbeldi. Það greip í handlegginn á mér og reyndi að hrifsa skiltið úr höndum mér,“ sagði Crites. Trump virðist hafa orðið var við stympingarnar og benti í áttina að mótmælandanum. Í kjölfarið var Trump forðað af sviðinu og veittist þá hópur fólks að Crites. Að sögn Crites héldu reiðir fundargestir honum niðri á meðan þeir spörkuðu í hann, kýldu hann, tóku hann kverkataki og klipu þéttingsfast í eistu hans. Crites, sem æfði glímu sem barn og ungur maður, marðist talsvert við átökin en er ekki alvarlega slasaður. Hann telur að ef ekki hefði verið fyrir glímukunnáttu sína, þá hefði hann mögulega getað hlotið alvarlegan skaða af. „Þessir menn tóku mig kverkataki, þeir hefðu auðveldlega getað kyrkt mig til dauða,“ sagði Crites sem náði að halda höfði sínu kyrru á hlið til þess að halda öndunarvegi sínum opnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59