Tré er ekki bara tré Pétur Halldórsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Margt hefur verið sagt um þær endurbætur sem nú eru gerðar á Sundlaug Akureyrar og kosta 300 milljónir. Hér skal ekki rætt um skynsemi fjárútláta, hvort frekar ætti að betrumbæta í Hlíðarfjalli, í skólunum, félagsþjónustunni eða lagfæra bágborið ástand gatna og gangstétta. Hér skal rætt um tré. Fyrir sextíu árum voru gróðursett tré við Þingvallastræti. Þau skyldu fegra sundlaugarsvæðið og veita því skjól. Gróðursett var lerki, greni og fleiri tegundir. Vafalaust áttu þessi tré misjafna daga því þau voru sum nokkuð frjálslega vaxin, einkum lerkitrén. Kannski voru þau ekki af þeim uppruna að best hæfði Íslandi. Það skiptir þó ekki máli. Í þéttbýli er ekki mest um vert að tré séu bein. Þau eru jafnvel elskulegri sem hafa frjálslegar línur eins og lerkitrén stóru sem stóðu við Sundlaugina. Nýlega var mér sagt að nú hefðu öll þessi tré verið felld. Yfir mig þyrmdi. Er þröngsýnin og fáfræðin allsráðandi? Trén sem stóðu við heitu pottana og rennibrautirnar skýldu sundlaugargestum fyrir norðanáttinni en þau gerðu miklu fleira. Eitt stórt barrtré hefur gríðarmikið flatarmál ef allt er lagt saman. Þess vegna getur tréð safnað á sig mjög miklu ryki. Trén hreinsa loftið og ekki veitir af á Akureyri þar sem allt of margir aka bílum með negldum hjólbörðum sem er óþarfi. Þegar rignir skolast rykið af trjánum og rennur út í sjó. Trén bæta fyrir syndir mannanna. Heiminn vantar fleiri tré. Íslendingar hafa enn ekki lært þá list að hanna mannvirki kringum tré. Hönnuðir vilja byrja með autt blað. Burt með trén. Við þurfum að geta teiknað að vild. Sjálfur hefði ég valið minni rennibraut ef það hefði verið leiðin til að bjarga trjánum og njóta áfram umhverfisþjónustu þeirra. Nei, sundlaugarsvæðið skal verða steinsteypuauðn þar sem norðanáttin nístir bera kroppa og ryk svífur yfir vötnum.Fjárhagslegur ábati af trjámÍ New York kunna menn að meta umhverfisþjónustu trjánna. Þar hefur borgin sett upp vefsjá svo allir megi skoða hvert einasta götutré í borginni. Ef smellt er á eitthvert tré kemur upp gluggi. Þar sést hversu mikið regnvatn tréð temprar á hverju ári. Líka hversu mikla orku það sparar, hversu mikla mengun það hreinsar úr andrúmsloftinu og hversu miklu minni koltvísýringur losnar út í andrúmsloftið í borginni vegna tilvistar þessa eina trés. Allir þessir þættir eru metnir til fjár. Samanlagður fjárhagslegur ábati samfélagsins af þessari þjónustu eins trés nemur gjarnan mörg hundruð dollurum á ári. Vefsjáin heitir New York City Tree Map. Og gúgglið nú! Við Sundlaugina á Akureyri stóðu mörg stór tré sem þjónuðu bæjarbúum og gestum þeirra vel og dyggilega í rúma hálfa öld. Þjónustu þeirra mætti meta á margar milljónir króna. Í hugsunarleysi og heimsku voru þessi tré felld og erfitt að sjá að það sem í staðinn kemur sé dýrmætara. Á Akureyri virðist ekki vera trjáræktarstefna sem að gagni kemur. Á Akureyri virðist fólk ekki vilja sjá gömul tré. Stór, falleg og nytsöm tré eru felld um allan bæ á hverju ári. Íslendingar virðast haldnir eyðimerkureðli. Að minnsta kosti er hér til fólk – lítilla sanda og lítilla sæva – sem tekur rangar ákvarðanir afkomendum sínum til ógagns. Verndum trén!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur verið sagt um þær endurbætur sem nú eru gerðar á Sundlaug Akureyrar og kosta 300 milljónir. Hér skal ekki rætt um skynsemi fjárútláta, hvort frekar ætti að betrumbæta í Hlíðarfjalli, í skólunum, félagsþjónustunni eða lagfæra bágborið ástand gatna og gangstétta. Hér skal rætt um tré. Fyrir sextíu árum voru gróðursett tré við Þingvallastræti. Þau skyldu fegra sundlaugarsvæðið og veita því skjól. Gróðursett var lerki, greni og fleiri tegundir. Vafalaust áttu þessi tré misjafna daga því þau voru sum nokkuð frjálslega vaxin, einkum lerkitrén. Kannski voru þau ekki af þeim uppruna að best hæfði Íslandi. Það skiptir þó ekki máli. Í þéttbýli er ekki mest um vert að tré séu bein. Þau eru jafnvel elskulegri sem hafa frjálslegar línur eins og lerkitrén stóru sem stóðu við Sundlaugina. Nýlega var mér sagt að nú hefðu öll þessi tré verið felld. Yfir mig þyrmdi. Er þröngsýnin og fáfræðin allsráðandi? Trén sem stóðu við heitu pottana og rennibrautirnar skýldu sundlaugargestum fyrir norðanáttinni en þau gerðu miklu fleira. Eitt stórt barrtré hefur gríðarmikið flatarmál ef allt er lagt saman. Þess vegna getur tréð safnað á sig mjög miklu ryki. Trén hreinsa loftið og ekki veitir af á Akureyri þar sem allt of margir aka bílum með negldum hjólbörðum sem er óþarfi. Þegar rignir skolast rykið af trjánum og rennur út í sjó. Trén bæta fyrir syndir mannanna. Heiminn vantar fleiri tré. Íslendingar hafa enn ekki lært þá list að hanna mannvirki kringum tré. Hönnuðir vilja byrja með autt blað. Burt með trén. Við þurfum að geta teiknað að vild. Sjálfur hefði ég valið minni rennibraut ef það hefði verið leiðin til að bjarga trjánum og njóta áfram umhverfisþjónustu þeirra. Nei, sundlaugarsvæðið skal verða steinsteypuauðn þar sem norðanáttin nístir bera kroppa og ryk svífur yfir vötnum.Fjárhagslegur ábati af trjámÍ New York kunna menn að meta umhverfisþjónustu trjánna. Þar hefur borgin sett upp vefsjá svo allir megi skoða hvert einasta götutré í borginni. Ef smellt er á eitthvert tré kemur upp gluggi. Þar sést hversu mikið regnvatn tréð temprar á hverju ári. Líka hversu mikla orku það sparar, hversu mikla mengun það hreinsar úr andrúmsloftinu og hversu miklu minni koltvísýringur losnar út í andrúmsloftið í borginni vegna tilvistar þessa eina trés. Allir þessir þættir eru metnir til fjár. Samanlagður fjárhagslegur ábati samfélagsins af þessari þjónustu eins trés nemur gjarnan mörg hundruð dollurum á ári. Vefsjáin heitir New York City Tree Map. Og gúgglið nú! Við Sundlaugina á Akureyri stóðu mörg stór tré sem þjónuðu bæjarbúum og gestum þeirra vel og dyggilega í rúma hálfa öld. Þjónustu þeirra mætti meta á margar milljónir króna. Í hugsunarleysi og heimsku voru þessi tré felld og erfitt að sjá að það sem í staðinn kemur sé dýrmætara. Á Akureyri virðist ekki vera trjáræktarstefna sem að gagni kemur. Á Akureyri virðist fólk ekki vilja sjá gömul tré. Stór, falleg og nytsöm tré eru felld um allan bæ á hverju ári. Íslendingar virðast haldnir eyðimerkureðli. Að minnsta kosti er hér til fólk – lítilla sanda og lítilla sæva – sem tekur rangar ákvarðanir afkomendum sínum til ógagns. Verndum trén!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun