Laun ríkra hækkað mest frá kreppunni Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Bandaríkjamenn hafa barist fyrir hækkun lágmarkslauna; launaójöfnuður er gríðarlegur þar í landi. NordicPhotos/Getty Hinir ríku hafa notið mest góðs af endurreisn alþjóðlega efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar 2008 ef marka má nýja skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Í henni kemur fram að raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með lægstu launin í OECD hafi lækkað um 16,2 prósent milli 2007 og 2010 á meðan raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með hæstu launin lækkuðu um 4,6 prósent. Milli 2010 og 2014 hækkuðu laun þeirra 10 prósenta sem lægstu tekjurnar hafa um einungis 1,6 prósent, en laun þeirra tekjuhæstu hækkuðu um 5,2 prósent. Árið 2014 höfðu því hæstu launin náð sömu hæð og fyrir efnahagskreppuna á meðan þeir sem voru með lægstu launin voru ennþá með 14 prósent lægri laun en fyrir árið 2008. Launamismunur er í sögulegu hámarki. Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem ber saman ráðstöfunartekjur heimila, hefur launaójöfnuður ekki verið meiri síðan á níunda áratug síðustu aldar og mældist 0,318 veturinn 2013/2014. Stuðullinn er hæstur í Síle þar sem hann er 0,46, en er einnig mjög hár í Bandaríkjunum þar sem hann mælist 0,394. Stuðullinn mældist aftur á móti lægstur, eða 0,244, á Íslandi árið 2014 og hafði þá lækkað töluvert frá 2007.Ráðstöfunartekjur árið 2014Bandaríkjamenn sem eru með 20 prósent hæstu launin eru að meðaltali með 8,7 sinnum hærri laun en þeir sem þéna 20 prósent lægstu launin. Á Norðurlöndunum; Íslandi, Noregi og Danmörku, er hins vegar minnstur launamunur. Þeir sem eru með 20 prósent hæstu tekjurnar á Norðurlöndum þéna að jafnaði 3,5 sinnum hærri launa en þeir sem eru með 20 prósent lægstu launin. Launamismunur hefur dregist mest saman í Tyrklandi frá árinu 2010 eða um tvö stig, hann hefur hins vegar aukist mest í Eistlandi, eða um þrjú stig. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á síðustu árum og atvinnuþátttaka hafi aukist haldi ójöfnuður launa áfram að aukast í OECD-löndunum. Langtíma atvinnuleysi og lítið launaskrið hefur komið í veg fyrir að laun hækki hjá hópnum með lægstu launin. Kjarajöfnun í gegnum skatta og bætur hefur að meðaltali 27 prósent áhrif á laun í OECD-ríkjum. Þessi jöfnun mýkti áhrif efnahagskreppunnar á lægstu launin samkvæmt skýrslunni en kjarajöfnun hefur hins vegar veikst í flestum löndum frá árinu 2010. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Hinir ríku hafa notið mest góðs af endurreisn alþjóðlega efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar 2008 ef marka má nýja skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Í henni kemur fram að raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með lægstu launin í OECD hafi lækkað um 16,2 prósent milli 2007 og 2010 á meðan raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með hæstu launin lækkuðu um 4,6 prósent. Milli 2010 og 2014 hækkuðu laun þeirra 10 prósenta sem lægstu tekjurnar hafa um einungis 1,6 prósent, en laun þeirra tekjuhæstu hækkuðu um 5,2 prósent. Árið 2014 höfðu því hæstu launin náð sömu hæð og fyrir efnahagskreppuna á meðan þeir sem voru með lægstu launin voru ennþá með 14 prósent lægri laun en fyrir árið 2008. Launamismunur er í sögulegu hámarki. Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem ber saman ráðstöfunartekjur heimila, hefur launaójöfnuður ekki verið meiri síðan á níunda áratug síðustu aldar og mældist 0,318 veturinn 2013/2014. Stuðullinn er hæstur í Síle þar sem hann er 0,46, en er einnig mjög hár í Bandaríkjunum þar sem hann mælist 0,394. Stuðullinn mældist aftur á móti lægstur, eða 0,244, á Íslandi árið 2014 og hafði þá lækkað töluvert frá 2007.Ráðstöfunartekjur árið 2014Bandaríkjamenn sem eru með 20 prósent hæstu launin eru að meðaltali með 8,7 sinnum hærri laun en þeir sem þéna 20 prósent lægstu launin. Á Norðurlöndunum; Íslandi, Noregi og Danmörku, er hins vegar minnstur launamunur. Þeir sem eru með 20 prósent hæstu tekjurnar á Norðurlöndum þéna að jafnaði 3,5 sinnum hærri launa en þeir sem eru með 20 prósent lægstu launin. Launamismunur hefur dregist mest saman í Tyrklandi frá árinu 2010 eða um tvö stig, hann hefur hins vegar aukist mest í Eistlandi, eða um þrjú stig. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á síðustu árum og atvinnuþátttaka hafi aukist haldi ójöfnuður launa áfram að aukast í OECD-löndunum. Langtíma atvinnuleysi og lítið launaskrið hefur komið í veg fyrir að laun hækki hjá hópnum með lægstu launin. Kjarajöfnun í gegnum skatta og bætur hefur að meðaltali 27 prósent áhrif á laun í OECD-ríkjum. Þessi jöfnun mýkti áhrif efnahagskreppunnar á lægstu launin samkvæmt skýrslunni en kjarajöfnun hefur hins vegar veikst í flestum löndum frá árinu 2010. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira