Gunnhildur: Finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 15:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Mynd/S2/Böddi Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er sannfærð um að hún og stelpurnar nái að hrista af sér tapið út í Slóvakíu á laugardaginn. „Við erum spenntar fyrir þessum leik. Við fengum skell á laugardaginn og erum staðráðnar í því að gera betur á morgun (í kvöld),“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum út í Slóvakíu um helgina en hvað klikkaði í þeim leik? „Ég held bara að við höfum mætt liði sem er miklu miklu betra en við. Við áttum erfitt í sókninni. Þær eru stórar og það er sama hvað við við vorum að reyna á móti þeim inn í teig því það gekk ekki neitt að stoppa þær,“ sagði Gunnhildur. „Við hittum líka illa fyrir utan og töpuðum alltof mikið af boltum. Það gekk bara ekkert upp hjá okkur,“ sagði Gunnhildur. Framundna er úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum á móti Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist úti en þá áttu íslensku stelpurnar ekki góðan leik. „Við erum bara spenntar og tilbúnar í verkefnið á morgun. Mér finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi á laugardaginn,“ sagði Gunnhildur. Íslenska liðið hefur misst marga leikmenn frá því í Evrópukeppninni í fyrra og þar á meðal eru byrjunarliðsmenn eins og Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Sú síðasta til að detta út var Pálína Gunnlaugsdóttir sem meiddist í leiknum á laugardaginn. „Okkur vantar marga góða leikmenn en í stað þeirra eru margir góðir leikmenn að koma inn. Það tekur tíma fyrir okkur að spila okkur saman og læra á hverja aðra. Slóvakarnir voru líka með betra lið núna en í fyrra en fyrir mér er þessi leikur á móti Slóvakíu bara búinn,“ sagði Gunnhildur. „Við förum inn í leikinn til að vinna,“ sagði Gunnhildur og það gerðu þær í síðasta leik á móti Ungverjum í febrúar. „Ætlum við horfum ekki bara á hann í kvöld,“ segir Gunnhildur hlæjandi. „Ungverjaleikurinn var einstakur og þetta var þvílíkur sigur og góður leikur. Ég vona bara að við náum að rífa upp stemmninguna á morgun (í dag) og fylla höllina,“ sagði Gunnhildur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er sannfærð um að hún og stelpurnar nái að hrista af sér tapið út í Slóvakíu á laugardaginn. „Við erum spenntar fyrir þessum leik. Við fengum skell á laugardaginn og erum staðráðnar í því að gera betur á morgun (í kvöld),“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum út í Slóvakíu um helgina en hvað klikkaði í þeim leik? „Ég held bara að við höfum mætt liði sem er miklu miklu betra en við. Við áttum erfitt í sókninni. Þær eru stórar og það er sama hvað við við vorum að reyna á móti þeim inn í teig því það gekk ekki neitt að stoppa þær,“ sagði Gunnhildur. „Við hittum líka illa fyrir utan og töpuðum alltof mikið af boltum. Það gekk bara ekkert upp hjá okkur,“ sagði Gunnhildur. Framundna er úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum á móti Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist úti en þá áttu íslensku stelpurnar ekki góðan leik. „Við erum bara spenntar og tilbúnar í verkefnið á morgun. Mér finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi á laugardaginn,“ sagði Gunnhildur. Íslenska liðið hefur misst marga leikmenn frá því í Evrópukeppninni í fyrra og þar á meðal eru byrjunarliðsmenn eins og Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Sú síðasta til að detta út var Pálína Gunnlaugsdóttir sem meiddist í leiknum á laugardaginn. „Okkur vantar marga góða leikmenn en í stað þeirra eru margir góðir leikmenn að koma inn. Það tekur tíma fyrir okkur að spila okkur saman og læra á hverja aðra. Slóvakarnir voru líka með betra lið núna en í fyrra en fyrir mér er þessi leikur á móti Slóvakíu bara búinn,“ sagði Gunnhildur. „Við förum inn í leikinn til að vinna,“ sagði Gunnhildur og það gerðu þær í síðasta leik á móti Ungverjum í febrúar. „Ætlum við horfum ekki bara á hann í kvöld,“ segir Gunnhildur hlæjandi. „Ungverjaleikurinn var einstakur og þetta var þvílíkur sigur og góður leikur. Ég vona bara að við náum að rífa upp stemmninguna á morgun (í dag) og fylla höllina,“ sagði Gunnhildur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22
Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00
Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30