Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 21:09 Ljóst er að tæknirisinn ætlar að beita sér á sjálfkeyrandi bílamarkaðnum. Vísir/EPA Stórfyrirtækið Apple hefur viðurkennt í fyrsta skiptið að það hyggst fjárfesta í tækni tengdri sjálfkeyrandi bílum. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til bandarískra samgönguyfirvalda. BBC greinir frá.Í umræddu bréfi kemur fram að Apple telur að gríðarlegan samfélagslegan ávinning megi hafa af sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. Orðrómar um að fyrirtækið hyggðist beita sér í þessum geira hafa lengi verið uppi, en ekki verið staðfestir þar til nú. Talsmaður Apple sagði að í bréfinu til samgönguyfirvalda hefði fyrirtækið lagt áherslu á mikilvægi þess að ríkisvaldið sýndi hófsemi í reglugerðum fyrir sjálfkeyrandi bíla. Þetta væri nauðsynlegt til að tryggja að gömlum sem og nýjum bílaframleiðendum væri ekki mismunað.Leggja til að fyrirtæki sameini krafta sínaApple lagði jafnframt til að fyrirtæki sem væru að framleiða sjálfkeyrandi bíla eða hyggðust gera slíkt myndu sameina krafta sína. Þannig væri hægt að vinna saman að þróunarstarfi bílanna með því að deila upplýsingum um árekstra og önnur lítilvægari óhöpp. Þetta gæti tryggt betri og öruggari aksturskerfi fyrir bílana. Mikilvægt væri að hið opinbera ætti í samstarfi við fyrirtækin um réttláta deilingu og meðferð slíkra upplýsinga. Ekki er ljóst hvort að Apple hyggst framleiða eigin sjálfkeyrandi bíl. Uppi hafa verið kenningar um að fyrirtækið hafi hætt við þau plön til þess að einbeita sér þess í stað að því að framleiða hugbúnað fyrir sjálfkeyrandi bíla sem aðrir framleiðendur geta nýtt sér. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stórfyrirtækið Apple hefur viðurkennt í fyrsta skiptið að það hyggst fjárfesta í tækni tengdri sjálfkeyrandi bílum. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til bandarískra samgönguyfirvalda. BBC greinir frá.Í umræddu bréfi kemur fram að Apple telur að gríðarlegan samfélagslegan ávinning megi hafa af sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. Orðrómar um að fyrirtækið hyggðist beita sér í þessum geira hafa lengi verið uppi, en ekki verið staðfestir þar til nú. Talsmaður Apple sagði að í bréfinu til samgönguyfirvalda hefði fyrirtækið lagt áherslu á mikilvægi þess að ríkisvaldið sýndi hófsemi í reglugerðum fyrir sjálfkeyrandi bíla. Þetta væri nauðsynlegt til að tryggja að gömlum sem og nýjum bílaframleiðendum væri ekki mismunað.Leggja til að fyrirtæki sameini krafta sínaApple lagði jafnframt til að fyrirtæki sem væru að framleiða sjálfkeyrandi bíla eða hyggðust gera slíkt myndu sameina krafta sína. Þannig væri hægt að vinna saman að þróunarstarfi bílanna með því að deila upplýsingum um árekstra og önnur lítilvægari óhöpp. Þetta gæti tryggt betri og öruggari aksturskerfi fyrir bílana. Mikilvægt væri að hið opinbera ætti í samstarfi við fyrirtækin um réttláta deilingu og meðferð slíkra upplýsinga. Ekki er ljóst hvort að Apple hyggst framleiða eigin sjálfkeyrandi bíl. Uppi hafa verið kenningar um að fyrirtækið hafi hætt við þau plön til þess að einbeita sér þess í stað að því að framleiða hugbúnað fyrir sjálfkeyrandi bíla sem aðrir framleiðendur geta nýtt sér.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira