Walker fór illa með víking í jólaboði Iceland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 15:07 Walker fór létt með að fella víkinginn. Mynd/Skjáskot Malcolm Walker, stofnandi Iceland Foods, virðist ekkert sérstaklega stressaður yfir því að íslensk yfirvöld ætli sér að halda lagalegum aðgerðum sínum til streytu eftir fund fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Iceland Foods fyrir helgi. Um helgina var árlegt jólaboð fyrirtækisins haldið og þar barðist Walker við víking, sem líklega á að tákna Ísland. Tókst honum fyrir rest að fella víkinginn við mikinn fögnuð starfsmanna fyrirtækisins líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Víkingaþema var í veislunni og sagði Walker við starfsmenn sína áður en hann lagði til atlögu gegn víkingnum að hann hefði ekki hugmynd um hver hefði átt þá „fáránlegu hugmynd“ að hafa víkingaþema á meðan fyrirtækið stæði í deilum við íslenska ríkið. Í frétt Daily Post er haft eftir talsmanni Iceland Foods að þemað hafi löngu verið ákveðið, áður en að deilan við Ísland kom upp. Walker fór létt með víkinginn og sparkaði í hann eftir að hann var felldur. Deila Iceland Foods og Íslands snýst um að verslunarkeðjan hefur beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu. Sendinefnd Iceland Food var stödd hér á landi í síðustu viku til að ræða við íslensk stjórnvöld. Fundir skiluðu þó engri niðurstöðu og tilkynnti utanríkisráðuneytið að áfram yrði sótt að Iceland Foods vegna notkunar á nafninu Iceland. Deila Íslands og Iceland Foods Tengdar fréttir Notkun á orðinu Ísland snýst um grundvallaratriði Íslenska ríkið segir ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu Iceland. 2. desember 2016 18:10 Framkvæmdastjóri Iceland segir nafnadeilu við Ísland byggða á misskilningi Hefði fyrirtækið vitað að slagorðið Inspired by Iceland væri notað af íslenskum stjórnvöldum þá hefði það brugðist við á annan hátt að sögn framkvæmdastjóri Iceland, Nick Canning. 26. nóvember 2016 16:09 Iceland sendir sendinefnd til Íslands til að leysa nafnadeiluna Vilja finna sameiginlega lausn á deilunni. 29. nóvember 2016 14:51 Ísland stefnir Iceland vegna vörumerkisins Utanríkisráðuneytið hefur gripið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods. 25. nóvember 2016 07:00 Samningatilraunir við Iceland „hafa engu skilað“ Utanríkisráðuneytið hefur gripið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods 24. nóvember 2016 15:12 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Malcolm Walker, stofnandi Iceland Foods, virðist ekkert sérstaklega stressaður yfir því að íslensk yfirvöld ætli sér að halda lagalegum aðgerðum sínum til streytu eftir fund fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Iceland Foods fyrir helgi. Um helgina var árlegt jólaboð fyrirtækisins haldið og þar barðist Walker við víking, sem líklega á að tákna Ísland. Tókst honum fyrir rest að fella víkinginn við mikinn fögnuð starfsmanna fyrirtækisins líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Víkingaþema var í veislunni og sagði Walker við starfsmenn sína áður en hann lagði til atlögu gegn víkingnum að hann hefði ekki hugmynd um hver hefði átt þá „fáránlegu hugmynd“ að hafa víkingaþema á meðan fyrirtækið stæði í deilum við íslenska ríkið. Í frétt Daily Post er haft eftir talsmanni Iceland Foods að þemað hafi löngu verið ákveðið, áður en að deilan við Ísland kom upp. Walker fór létt með víkinginn og sparkaði í hann eftir að hann var felldur. Deila Iceland Foods og Íslands snýst um að verslunarkeðjan hefur beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu. Sendinefnd Iceland Food var stödd hér á landi í síðustu viku til að ræða við íslensk stjórnvöld. Fundir skiluðu þó engri niðurstöðu og tilkynnti utanríkisráðuneytið að áfram yrði sótt að Iceland Foods vegna notkunar á nafninu Iceland.
Deila Íslands og Iceland Foods Tengdar fréttir Notkun á orðinu Ísland snýst um grundvallaratriði Íslenska ríkið segir ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu Iceland. 2. desember 2016 18:10 Framkvæmdastjóri Iceland segir nafnadeilu við Ísland byggða á misskilningi Hefði fyrirtækið vitað að slagorðið Inspired by Iceland væri notað af íslenskum stjórnvöldum þá hefði það brugðist við á annan hátt að sögn framkvæmdastjóri Iceland, Nick Canning. 26. nóvember 2016 16:09 Iceland sendir sendinefnd til Íslands til að leysa nafnadeiluna Vilja finna sameiginlega lausn á deilunni. 29. nóvember 2016 14:51 Ísland stefnir Iceland vegna vörumerkisins Utanríkisráðuneytið hefur gripið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods. 25. nóvember 2016 07:00 Samningatilraunir við Iceland „hafa engu skilað“ Utanríkisráðuneytið hefur gripið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods 24. nóvember 2016 15:12 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Notkun á orðinu Ísland snýst um grundvallaratriði Íslenska ríkið segir ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu Iceland. 2. desember 2016 18:10
Framkvæmdastjóri Iceland segir nafnadeilu við Ísland byggða á misskilningi Hefði fyrirtækið vitað að slagorðið Inspired by Iceland væri notað af íslenskum stjórnvöldum þá hefði það brugðist við á annan hátt að sögn framkvæmdastjóri Iceland, Nick Canning. 26. nóvember 2016 16:09
Iceland sendir sendinefnd til Íslands til að leysa nafnadeiluna Vilja finna sameiginlega lausn á deilunni. 29. nóvember 2016 14:51
Ísland stefnir Iceland vegna vörumerkisins Utanríkisráðuneytið hefur gripið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods. 25. nóvember 2016 07:00
Samningatilraunir við Iceland „hafa engu skilað“ Utanríkisráðuneytið hefur gripið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods 24. nóvember 2016 15:12