Fjárfesta fyrir 600 milljónir í snjallhring Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Hringurinn frá Oura Ring. Nordicphotos/AFP Finnska sprotafyrirtækið Oura Ring aflaði um sex hundruð milljóna króna í fyrstu fjármögnunarlotu fyrirtækisins. Hyggst fyrirtækið framleiða snjallhring sem fylgist með líkamsstarfsemi þess sem ber hringinn. Á meðal fjársterkra aðila sem fjárfestu í fyrirtækinu eru vísindamenn við MIT, stofnverkfræðingur Skype og stofnandi skráaskiptaforritsins Kazaa. Hringurinn er kominn í almenna sölu en fjármagnið á að nýtast til að hjálpa til við framleiðslu og frekari þróun Oura-hringsins. Um sjötíu prósent allra seldra eintaka hingað til hafa verið seld í Bandaríkjunum. Hringurinn virkar þannig að hann er tengdur með Bluetooth við snjallsíma þess er ber hringinn. Í snjallsímann verður síðan að sækja þar til gert forrit svo hægt sé að skoða upplýsingarnar sem hringurinn aflar. Þar má til dæmis nefna hjartslátt, andardrátt, svefn undanfarinna nátta auk annarra þátta. Út frá þessum upplýsingum mælir hringurinn síðan með líkamsrækt við hæfi fyrir notandann. Segir búnaðurinn notandanum er hann vaknar hvort hann sé úthvíldur eður ei. Ef hann er úthvíldur mælir hringurinn með mikilli áreynslu þann daginn. Í samtali við fréttasíðuna Techcrunch segir forstjórinn, Petteri Lahtela, að næstu skref í þróun hringsins verði stigin í samráði við listamenn og tískuhönnuði. Ljóst er því að áhersla verður lögð á fegurð hringsins á næstunni. Á Techcrunch er sömuleiðis greint frá því að hringurinn eigi auðvelt með að safna upplýsingunum þar sem merki úr æðum í fingrum séu sterkari en úr æðum á úlnlið. Þaðan fá snjallúr sín merki. Oura er hins vegar ekki eina fyrirtækið sem framleiðir snjallhringa en það gerir Ringly sömuleiðis. Hringar Ringly gegna sama hlutverki og Oura, það er að miðla upplýsingum um ástand líkamans í snjallsíma notandans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Finnska sprotafyrirtækið Oura Ring aflaði um sex hundruð milljóna króna í fyrstu fjármögnunarlotu fyrirtækisins. Hyggst fyrirtækið framleiða snjallhring sem fylgist með líkamsstarfsemi þess sem ber hringinn. Á meðal fjársterkra aðila sem fjárfestu í fyrirtækinu eru vísindamenn við MIT, stofnverkfræðingur Skype og stofnandi skráaskiptaforritsins Kazaa. Hringurinn er kominn í almenna sölu en fjármagnið á að nýtast til að hjálpa til við framleiðslu og frekari þróun Oura-hringsins. Um sjötíu prósent allra seldra eintaka hingað til hafa verið seld í Bandaríkjunum. Hringurinn virkar þannig að hann er tengdur með Bluetooth við snjallsíma þess er ber hringinn. Í snjallsímann verður síðan að sækja þar til gert forrit svo hægt sé að skoða upplýsingarnar sem hringurinn aflar. Þar má til dæmis nefna hjartslátt, andardrátt, svefn undanfarinna nátta auk annarra þátta. Út frá þessum upplýsingum mælir hringurinn síðan með líkamsrækt við hæfi fyrir notandann. Segir búnaðurinn notandanum er hann vaknar hvort hann sé úthvíldur eður ei. Ef hann er úthvíldur mælir hringurinn með mikilli áreynslu þann daginn. Í samtali við fréttasíðuna Techcrunch segir forstjórinn, Petteri Lahtela, að næstu skref í þróun hringsins verði stigin í samráði við listamenn og tískuhönnuði. Ljóst er því að áhersla verður lögð á fegurð hringsins á næstunni. Á Techcrunch er sömuleiðis greint frá því að hringurinn eigi auðvelt með að safna upplýsingunum þar sem merki úr æðum í fingrum séu sterkari en úr æðum á úlnlið. Þaðan fá snjallúr sín merki. Oura er hins vegar ekki eina fyrirtækið sem framleiðir snjallhringa en það gerir Ringly sömuleiðis. Hringar Ringly gegna sama hlutverki og Oura, það er að miðla upplýsingum um ástand líkamans í snjallsíma notandans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira