Netflix býður upp á niðurhal Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Hægt er að hlaða niður House of Cards. Nordicphotos/AFP Streymisveitan Netflix býður nú notendum sínum upp á að hlaða niður völdum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í snjallsíma sína og spjaldtölvur. Einungis verður hægt að nýta möguleikann á fyrrnefndum tækjum en ekki í borð- eða fartölvum þar sem möguleikann er eingöngu að finna í snjallforriti Netflix. Þá nær möguleikinn ekki til alls efnissafns Netflix heldur einungis valins hluta. Möguleikinn mun gera notendum kleift að hlaða niður þáttum og horfa á þá seinna. Það gæti til að mynda komið að gagni þegar notandinn heldur í langt flug eða bílferð án nettengingar. Með þessari ákvörðun er Netflix að verða við kröfu sem gerð hefur verið til fjölda ára. Fyrirtækið hefur alltaf neitað því að gefa notendum þennan möguleika á þeim grundvelli að farsímanet myndi duga notendum til að streyma efni. Hins vegar er ákvörðun Amazon Prime, keppinautar Netflix, um að leyfa niðurhal sögð hafa haft úrslitaáhrif. Umsvif Amazon Prime hafa aukist vegna möguleikans að því er Cnet greinir frá og það hafi skotið Netflix skelk í bringu. Á meðal sjónvarpsþátta sem hægt er að hlaða niður eru ýmsir þættir sem Netflix hefur sjálft kostað framleiðslu á, til að mynda Orange Is the New Black, House of Cards og Stranger Things. Niðurhal annars efnis, það er að segja sjónvarpsþátta og kvikmynda sem Netflix hefur borgað fyrir að fá að birta, er mjög takmarkað. Þó segir í tilkynningu frá Netflix að opnað verði fyrir niðurhal meira efnis á næstunni. Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tækni Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Streymisveitan Netflix býður nú notendum sínum upp á að hlaða niður völdum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í snjallsíma sína og spjaldtölvur. Einungis verður hægt að nýta möguleikann á fyrrnefndum tækjum en ekki í borð- eða fartölvum þar sem möguleikann er eingöngu að finna í snjallforriti Netflix. Þá nær möguleikinn ekki til alls efnissafns Netflix heldur einungis valins hluta. Möguleikinn mun gera notendum kleift að hlaða niður þáttum og horfa á þá seinna. Það gæti til að mynda komið að gagni þegar notandinn heldur í langt flug eða bílferð án nettengingar. Með þessari ákvörðun er Netflix að verða við kröfu sem gerð hefur verið til fjölda ára. Fyrirtækið hefur alltaf neitað því að gefa notendum þennan möguleika á þeim grundvelli að farsímanet myndi duga notendum til að streyma efni. Hins vegar er ákvörðun Amazon Prime, keppinautar Netflix, um að leyfa niðurhal sögð hafa haft úrslitaáhrif. Umsvif Amazon Prime hafa aukist vegna möguleikans að því er Cnet greinir frá og það hafi skotið Netflix skelk í bringu. Á meðal sjónvarpsþátta sem hægt er að hlaða niður eru ýmsir þættir sem Netflix hefur sjálft kostað framleiðslu á, til að mynda Orange Is the New Black, House of Cards og Stranger Things. Niðurhal annars efnis, það er að segja sjónvarpsþátta og kvikmynda sem Netflix hefur borgað fyrir að fá að birta, er mjög takmarkað. Þó segir í tilkynningu frá Netflix að opnað verði fyrir niðurhal meira efnis á næstunni.
Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tækni Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira