Google hættir þróun sjálfkeyrandi bíla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2016 09:00 Sjálfkeyrandi bíll sem Google hefur verið að þróa. Vísir/AFP Tæknirisinn Google hefur hætt að þróa sinn eigin sjálfkeyrandi bíl. Þess í stað mun fyrirtækið einbeita sér að því að vinna með hefðbundnum bílaframleiðendum til að þróa slíka bíla. Frá þessu er greint á tæknifréttasíðunni The Information. Sjálfstýringarverkefni Google, Chauffeur, er sagt vinna að því með bílaframleiðendum að þróa bíla með afmarkaða sjálfstýringu. Ekki er stefnt að því í bráð að losa bílana alveg við stýri og fetla. Nú þegar er unnið að slíkri útgáfu af bifreiðum Fiat Chrysler, en um það var tilkynnt í maí síðastliðnum. Fram að þessu hefur Google unnið að þróun eigin sjálfkeyrandi bíls og hefur fyrirtækið prufukeyrt slíka bíla rúmlega þrjár milljónir kílómetra. Hins vegar er sagt að forstjóranum, Larry Page, hafi fundist sú nálgun óhagkvæm. Sergey Brin, sem stofnaði Google með Page, er sagður ósammála. Þrátt fyrir það segir í frétt Information að Google hyggist enn þróa áfram sjálfkeyrandi leigubílaþjónustu og á fyrirtækið von á því að hún verði opin neytendum fyrir árslok 2017. Hins vegar er Google ekki eina fyrirtækið með slík áform og eru önnur fyrirtæki komin lengra á þeirri vegferð. Uber prufar nú slíka þjónustu í Pittsburgh í Bandaríkjunum og það gerir fyrirtækið nuTonomy einnig í Singapúr og Boston.Uppfært 14. desember klukkan 10:18: Heimildir The Information reyndust að mestu rangar. Sérstakt fyrirtæki hefur nú verið stofnað utan um sjálfkeyrandi verkefni Google og nefnist það Waymo. Tengdar fréttir Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Apple fyrirtækið hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. 5. desember 2016 21:09 Sjálfkeyrandi leigubílar í Boston Fyrirtækið áætlar að fyrir lok árs muni prufur hefjast. 23. nóvember 2016 08:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur hætt að þróa sinn eigin sjálfkeyrandi bíl. Þess í stað mun fyrirtækið einbeita sér að því að vinna með hefðbundnum bílaframleiðendum til að þróa slíka bíla. Frá þessu er greint á tæknifréttasíðunni The Information. Sjálfstýringarverkefni Google, Chauffeur, er sagt vinna að því með bílaframleiðendum að þróa bíla með afmarkaða sjálfstýringu. Ekki er stefnt að því í bráð að losa bílana alveg við stýri og fetla. Nú þegar er unnið að slíkri útgáfu af bifreiðum Fiat Chrysler, en um það var tilkynnt í maí síðastliðnum. Fram að þessu hefur Google unnið að þróun eigin sjálfkeyrandi bíls og hefur fyrirtækið prufukeyrt slíka bíla rúmlega þrjár milljónir kílómetra. Hins vegar er sagt að forstjóranum, Larry Page, hafi fundist sú nálgun óhagkvæm. Sergey Brin, sem stofnaði Google með Page, er sagður ósammála. Þrátt fyrir það segir í frétt Information að Google hyggist enn þróa áfram sjálfkeyrandi leigubílaþjónustu og á fyrirtækið von á því að hún verði opin neytendum fyrir árslok 2017. Hins vegar er Google ekki eina fyrirtækið með slík áform og eru önnur fyrirtæki komin lengra á þeirri vegferð. Uber prufar nú slíka þjónustu í Pittsburgh í Bandaríkjunum og það gerir fyrirtækið nuTonomy einnig í Singapúr og Boston.Uppfært 14. desember klukkan 10:18: Heimildir The Information reyndust að mestu rangar. Sérstakt fyrirtæki hefur nú verið stofnað utan um sjálfkeyrandi verkefni Google og nefnist það Waymo.
Tengdar fréttir Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Apple fyrirtækið hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. 5. desember 2016 21:09 Sjálfkeyrandi leigubílar í Boston Fyrirtækið áætlar að fyrir lok árs muni prufur hefjast. 23. nóvember 2016 08:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Apple fyrirtækið hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. 5. desember 2016 21:09
Sjálfkeyrandi leigubílar í Boston Fyrirtækið áætlar að fyrir lok árs muni prufur hefjast. 23. nóvember 2016 08:00