Afstaða Íslands hafði áhrif – Stórmerkur dómur Evrópudómstólsins Stefán Pálsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Þann 21. desember sl. felldi Evrópudómstóllinn veigamikinn dóm varðandi viðskiptasamning Marokkó og Evrópusambandsins. Dómurinn er á þá leið að samningurinn nái ekki til varnings sem framleiddur er í hinu hernumda landi Vestur-Sahara. Þetta er stórsigur fyrir Saharawi-þjóðina, sem berst gegn hernámi lands síns en að sama skapi mikið áfall fyrir stjórnvöld í Marokkó. Vestur-Sahara hefur verið kallað síðasta nýlendan í Afríku, en Marokkó lagði landið undir sig með hervaldi eftir að spænskum yfirráðum lauk þar árið 1975. Frá þeim tíma hefur gegndarlaus rányrkja á auðlindum Vestur-Sahara átt sér stað, auk þess sem Marokkóstjórn hefur reynt að fá alþjóðasamfélagið til að viðurkenna landvinninga sína. Hernámið er skýlaust brot á alþjóðalögum og fer fram í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, en hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir stórþjóðanna, einkum Frakka, hefur orðið til þess að Marokkó hefur fengið að fara sínu fram. Saharawi-fólkið, hinir réttmætu eigendur landsins, hefur lagt mikla áherslu á að fríverslunarsamningar Marokkó við önnur ríki geti ekki náð til hernuminna svæða og um það var tekist í dómsmáli þessu. Fyrir okkur Íslendinga er áhugavert og um leið gleðilegt að vita að meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar í málflutningnum var yfirlýsing utanríkisráðherra Íslands í umræðum á Alþingi fyrr á þessu ári. Þar staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir þann skilning Íslands að viðskiptasamningar við Marokkó tækju ekki til hernumins lands. Gott er að sjá svo áþreifanlegt dæmi um að afstaða Íslands geti haft bein áhrif til góðs fyrir baráttu valdalausrar smáþjóðar. Alþingi hefur falið utanríkisráðherra að beita sér í málefnum Vestur-Sahara og tryggja að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna verði tryggður. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þann 21. desember sl. felldi Evrópudómstóllinn veigamikinn dóm varðandi viðskiptasamning Marokkó og Evrópusambandsins. Dómurinn er á þá leið að samningurinn nái ekki til varnings sem framleiddur er í hinu hernumda landi Vestur-Sahara. Þetta er stórsigur fyrir Saharawi-þjóðina, sem berst gegn hernámi lands síns en að sama skapi mikið áfall fyrir stjórnvöld í Marokkó. Vestur-Sahara hefur verið kallað síðasta nýlendan í Afríku, en Marokkó lagði landið undir sig með hervaldi eftir að spænskum yfirráðum lauk þar árið 1975. Frá þeim tíma hefur gegndarlaus rányrkja á auðlindum Vestur-Sahara átt sér stað, auk þess sem Marokkóstjórn hefur reynt að fá alþjóðasamfélagið til að viðurkenna landvinninga sína. Hernámið er skýlaust brot á alþjóðalögum og fer fram í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, en hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir stórþjóðanna, einkum Frakka, hefur orðið til þess að Marokkó hefur fengið að fara sínu fram. Saharawi-fólkið, hinir réttmætu eigendur landsins, hefur lagt mikla áherslu á að fríverslunarsamningar Marokkó við önnur ríki geti ekki náð til hernuminna svæða og um það var tekist í dómsmáli þessu. Fyrir okkur Íslendinga er áhugavert og um leið gleðilegt að vita að meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar í málflutningnum var yfirlýsing utanríkisráðherra Íslands í umræðum á Alþingi fyrr á þessu ári. Þar staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir þann skilning Íslands að viðskiptasamningar við Marokkó tækju ekki til hernumins lands. Gott er að sjá svo áþreifanlegt dæmi um að afstaða Íslands geti haft bein áhrif til góðs fyrir baráttu valdalausrar smáþjóðar. Alþingi hefur falið utanríkisráðherra að beita sér í málefnum Vestur-Sahara og tryggja að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna verði tryggður. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun