La La Land fékk sjö verðlaun og sló met sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2017 08:04 Hópurinn á bakvið La La Land. vísir/epa Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. Kvikmyndin stóð uppi sem sigurvegari í öllum þeim flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún var valin besta söngleikja- eða gamanmyndin og fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn, handrit, tónlist og lag í kvikmynd. Þá unnu aðalleikararnir Emma Stone og Ryan Gosling í flokki leikara. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir bestu tónlistina, í kvikmyndinni Arrival, en laut líkt og aðrir lægra haldi fyrir La La Land, en það var Justin Hurwitz sem stóð uppi sem sigurvegari í þeim flokki. Moonlight var valin besta dramamyndin og besti aðalleikarinn í þeim flokki var Casey Affleck fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester By The Sea. Franska leikkonan Isabelle Huppert var valin besta aðalleikkonan í þeim sama flokki fyrir leik sinn í Elle, sem var valin besta erlenda kvikmyndin. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. Vísir/Graphic news At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017 Bíó og sjónvarp Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. Kvikmyndin stóð uppi sem sigurvegari í öllum þeim flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún var valin besta söngleikja- eða gamanmyndin og fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn, handrit, tónlist og lag í kvikmynd. Þá unnu aðalleikararnir Emma Stone og Ryan Gosling í flokki leikara. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir bestu tónlistina, í kvikmyndinni Arrival, en laut líkt og aðrir lægra haldi fyrir La La Land, en það var Justin Hurwitz sem stóð uppi sem sigurvegari í þeim flokki. Moonlight var valin besta dramamyndin og besti aðalleikarinn í þeim flokki var Casey Affleck fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester By The Sea. Franska leikkonan Isabelle Huppert var valin besta aðalleikkonan í þeim sama flokki fyrir leik sinn í Elle, sem var valin besta erlenda kvikmyndin. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. Vísir/Graphic news At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017
Bíó og sjónvarp Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira