Fréttaskýring: Trump þyrfti að selja allt Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2017 11:30 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Yfirmaður Siðaskrifstofu Bandaríkjanna, Walter Shaub, segir meint skref Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, til að einangra sig frá rekstri fyrirtækis síns langt frá því að vera fullnægjandi. Hann verði að selja allt sitt og setja það í sérstakan sjóð sem hann hafi engin áhrif á.Shaub segir áætlanir Trump brjóta gegn þeim viðmiðum sem hafi verið sett af öðrum forsetum á síðustu 40 árum. Þrátt fyrir að nýir samningar fyrirtækis Trump verði takmarkað sé það ekki nóg til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Trump er þó í allt annarri stöðu en aðrir forsetar síðustu 40 ára.Hann lýsti því yfir á blaðamannafundi sínum í gær að synir hans, þeir Eric og Don, myndu að mestu sjá um rekstur fyrirtækisins og þeir myndu ekki ræða við hann um reksturinn. Þá sagði lögfræðingur Trump að fyrirtækið myndi ekki gera erlenda samninga í forsetatíð Trump og að innlendir samningar verði kannaðir gaumgæfilega vegna mögulegra hagsmunaárekstra. Þar að auki sagði hann að það sem erlendir erindrekar greiða fyrir gistingu á hótelum Trump, verði endurgreitt til ríkisins.Shaub segir það þó ekki nóg hjá Trump. Ef synir hans segi honum ekkert frá rekstri fyrirtækisins muni hann áfram sjá hvað sé um að vera í fjölmiðlum. Þar að auki viti Trump fullvel hverjar eigur fyrirtækisins eru. Sjálfur segir Trump að aðgerðir hans séu nægjanlegar og mun meiri en hann þarf nauðsynlega að gera samkvæmt lögum.Hvert er vandamálið? Siðferðislögfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að áætlun Trump veiti honum tækifæri til að hafa áhrif á lög, skatta og utanríkisstefnu til að gera sig ríkari og aðrir þjóðarleiðtogar geti jafnvel notað erlenda hluta fyrirtækis Trump til að komast í náðir forsetans verðandi. Meðal annars hefur Trump gert samninga í Tyrklandi, Suður-Kóreu, Úrúgvæ, Filippseyjum og víðar. Þar að auki reki hann hótel og önnur fyrirtæki víða í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki þurfa að fylgja lögum og hægt er að höfða mál gegn þeim fyrir bandarískum dómstólum. Sem forseti getur Trump skipað fólk sem er hliðhollt sér í áhrifastöður á þeim stöðum þar sem hann rekur fyrirtæki. Bandarískir embættismenn og jafnvel dómarar gætu jafnvel séð hag sinn í því að hygla fyrirtækjum Trump. Þrátt fyrir að Trump hagi ákvörðunum sínum ávalt í hag Bandaríkjanna allra, segja sérfræðingarnir að skaði muni verða af fyrirkomulagi Trump. Ávalt verði uppi efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem og löggjöf innanlands. Endurteknar vangaveltur og spurningar geti dregið úr trúverðugleika embættis forseta Bandaríkjanna.Af hverju vill Trump ekki selja? Yfirmaður Siðaskrifstofu Bandaríkjanna og siðferðislögfræðingar vilja að Trump selji allar sínar eigur, setji peningana í sjóð og fái utanaðkomandi aðila til að halda utan um sjóðinn. Eins og fyrri forsetar hafa gert. Það yrði hins vegar langt frá því að vera auðvelt fyrir Trump. Þegar Jimmy Carter varð forseti seldi hann hneturæktun sína og setti í sjóð. Ronald Reagan seldi allar sínar eigur og setti í sjóð, en það voru einungis um 740 þúsund dalir. Fyrirtæki Trump er mun stærra og mun flóknara.Trump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Yfirmaður Siðaskrifstofu Bandaríkjanna, Walter Shaub, segir meint skref Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, til að einangra sig frá rekstri fyrirtækis síns langt frá því að vera fullnægjandi. Hann verði að selja allt sitt og setja það í sérstakan sjóð sem hann hafi engin áhrif á.Shaub segir áætlanir Trump brjóta gegn þeim viðmiðum sem hafi verið sett af öðrum forsetum á síðustu 40 árum. Þrátt fyrir að nýir samningar fyrirtækis Trump verði takmarkað sé það ekki nóg til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Trump er þó í allt annarri stöðu en aðrir forsetar síðustu 40 ára.Hann lýsti því yfir á blaðamannafundi sínum í gær að synir hans, þeir Eric og Don, myndu að mestu sjá um rekstur fyrirtækisins og þeir myndu ekki ræða við hann um reksturinn. Þá sagði lögfræðingur Trump að fyrirtækið myndi ekki gera erlenda samninga í forsetatíð Trump og að innlendir samningar verði kannaðir gaumgæfilega vegna mögulegra hagsmunaárekstra. Þar að auki sagði hann að það sem erlendir erindrekar greiða fyrir gistingu á hótelum Trump, verði endurgreitt til ríkisins.Shaub segir það þó ekki nóg hjá Trump. Ef synir hans segi honum ekkert frá rekstri fyrirtækisins muni hann áfram sjá hvað sé um að vera í fjölmiðlum. Þar að auki viti Trump fullvel hverjar eigur fyrirtækisins eru. Sjálfur segir Trump að aðgerðir hans séu nægjanlegar og mun meiri en hann þarf nauðsynlega að gera samkvæmt lögum.Hvert er vandamálið? Siðferðislögfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að áætlun Trump veiti honum tækifæri til að hafa áhrif á lög, skatta og utanríkisstefnu til að gera sig ríkari og aðrir þjóðarleiðtogar geti jafnvel notað erlenda hluta fyrirtækis Trump til að komast í náðir forsetans verðandi. Meðal annars hefur Trump gert samninga í Tyrklandi, Suður-Kóreu, Úrúgvæ, Filippseyjum og víðar. Þar að auki reki hann hótel og önnur fyrirtæki víða í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki þurfa að fylgja lögum og hægt er að höfða mál gegn þeim fyrir bandarískum dómstólum. Sem forseti getur Trump skipað fólk sem er hliðhollt sér í áhrifastöður á þeim stöðum þar sem hann rekur fyrirtæki. Bandarískir embættismenn og jafnvel dómarar gætu jafnvel séð hag sinn í því að hygla fyrirtækjum Trump. Þrátt fyrir að Trump hagi ákvörðunum sínum ávalt í hag Bandaríkjanna allra, segja sérfræðingarnir að skaði muni verða af fyrirkomulagi Trump. Ávalt verði uppi efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem og löggjöf innanlands. Endurteknar vangaveltur og spurningar geti dregið úr trúverðugleika embættis forseta Bandaríkjanna.Af hverju vill Trump ekki selja? Yfirmaður Siðaskrifstofu Bandaríkjanna og siðferðislögfræðingar vilja að Trump selji allar sínar eigur, setji peningana í sjóð og fái utanaðkomandi aðila til að halda utan um sjóðinn. Eins og fyrri forsetar hafa gert. Það yrði hins vegar langt frá því að vera auðvelt fyrir Trump. Þegar Jimmy Carter varð forseti seldi hann hneturæktun sína og setti í sjóð. Ronald Reagan seldi allar sínar eigur og setti í sjóð, en það voru einungis um 740 þúsund dalir. Fyrirtæki Trump er mun stærra og mun flóknara.Trump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira