Viðskipti erlent

iPhone 8: Apple sagt ætla að fjarlægja alla takka

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svona sér hönnuður Concepts Iphone fyrir sér að nýji síminn muni líta út.
Svona sér hönnuður Concepts Iphone fyrir sér að nýji síminn muni líta út. Mynd/Concept iPhone
Apple mun fjarlægja alla takka af næstu útgáfu iPhone ef marka má heimildir tímaritsins Fast Company.

Á þessu ári eru tíu ár frá því að fyrsti iPhone-síminn kom á markað og miðað við fregnir erlendra fjölmiðla hyggst Apple fagna því með sérstaklega veglegri útgáfu af símanum, iPhone 8.

Í úttekt Fast Company kemur fram að Apple hyggist fjarlægja „Home“ takkann fremst á símanum og koma þess í stað fyrir snertiskynjara. Tímaritið segir einnig að Apple vinni að því að fjarlægja aðra takka sem finna má á hlið hefðbundins iPhone-síma.

Þar leynast takkar til að hækka og lækka hljóðstillingu símans, kveikja, slökkva og læsa símanum auk þess sem hægt er að stilla símann á hljóðlausa stillingu.

Heimildarmaður Fast Company segir að þess í stað þessara takka vilji Apple koma fyrir snertiskynjurum. Þá er gert ráð fyrir því að bakhlið símans verði gerð úr gleri og notað verði stál í umgjörð símans, í stað áls, sem nú er notað.

Fast Company greinir einnig frá því að síminn verði búinn 5.8 tommu OLED-skjá. Reiknað er því með að síminn verði stærri en Plus útgáfur iPhone sem eru búnar 5,5 tommu skjá.

Reiknað er með að iPhone 8 verði dýrari en fyrri útgáfur. Dýrasti iPhone kostar nú um 969 dollara, um 110 þúsund krónur. Reiknað er með að verð iPhone 8 verði vel yfir þúsund dollara í Bandaríkjunum.

Samhliða iPhone 8 hyggst Apple einnig gefa út nýjar og endurbættar útgáfur af iPhone 7 líkt og venja s


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×