Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 12:10 Mikil uppbygging er á döfinni á Kársnesi í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. Það sé vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal enda sé markaðurinn erfiður ungu fólki. Félagið hefur ekki áhyggjur af því að lántakar sem þurfi að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé borgunarfólk, það borgi nú þegar meira í leigu. Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Útborgun fyrir minnstu íbúðirnar er 795 þúsund og afborgun á mánuði um 90 þúsund krónur fyrstu 7 árin. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir að greiðslubyrðin komi til með að lækka í um 50 þúsund krónur á mánuði. Fyrir stærri íbúðirnar sé útborgunin um 1150 þúsund krónur og um 140 þúsund krónur á mánuði fyrstu 7 árin, 80 þúsund eftir það. Sverrir Einar Eiríksson hjá Byggingarfélaginu Þaki segir fólk geta valið hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán sé að ræða en gengið sé út frá því að tekið sé 80% verðtryggt bankalán og það sem upp á vantar, 15%, sé óverðtryggt. Seljendalánið er til allt að sjö ára og ber 9,8% vexti. Sverrir Einar EiríkssonVísir/Anton BrinkRæður við þetta ef það ræður við leigu Sverrir segir félagið ekki óttast að fólk sem þarf að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé ekki borgunarfólk fyrir greiðslunum. „Ef fólk getur borgað leigu í dag þá getur það borgað þetta,“ segir Sverrir. Hann tekur sem dæmi að - „ef þú ert að leigja einhvers staðar er ekki óvenjulegt að þú þurfir að borga 200 þúsund krónur á mánuði og jafnvel þrjá mánuði, 600 þúsund, í tryggingu.“ Það sé umtalsvert minna en reiknað er með í dæmunum hér að ofan. Ef allt fari á versta veg yrði félagið bara að leysa til sín íbúðirnar aftur- „en við værum ekki að bjóða upp á þetta ef við hefðum ekki fulla trú á því að fasteignarverð muni hækka,“ bætir Sverrir við. Í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka er til að mynda gert ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka um 30% fram til ársloka 2019. Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi. „Þannig að vonandi er þetta fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal. Það er svo hryllilega erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn og það er sárgrætilegt að vera fastur í leigu einhvers staðar. Geta þannig ekki með nokkru móti losnað án þess að slengja út hönd og fót til þess að kaupa sér eign. Þetta er ekki skemmtilegt," segir Sverrir sem segir fyrirtækið ætla að halda ótrautt áfram ef vel gengur og byggja fleiri íbúðir á þessum kjörum. Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. Það sé vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal enda sé markaðurinn erfiður ungu fólki. Félagið hefur ekki áhyggjur af því að lántakar sem þurfi að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé borgunarfólk, það borgi nú þegar meira í leigu. Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Útborgun fyrir minnstu íbúðirnar er 795 þúsund og afborgun á mánuði um 90 þúsund krónur fyrstu 7 árin. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir að greiðslubyrðin komi til með að lækka í um 50 þúsund krónur á mánuði. Fyrir stærri íbúðirnar sé útborgunin um 1150 þúsund krónur og um 140 þúsund krónur á mánuði fyrstu 7 árin, 80 þúsund eftir það. Sverrir Einar Eiríksson hjá Byggingarfélaginu Þaki segir fólk geta valið hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán sé að ræða en gengið sé út frá því að tekið sé 80% verðtryggt bankalán og það sem upp á vantar, 15%, sé óverðtryggt. Seljendalánið er til allt að sjö ára og ber 9,8% vexti. Sverrir Einar EiríkssonVísir/Anton BrinkRæður við þetta ef það ræður við leigu Sverrir segir félagið ekki óttast að fólk sem þarf að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé ekki borgunarfólk fyrir greiðslunum. „Ef fólk getur borgað leigu í dag þá getur það borgað þetta,“ segir Sverrir. Hann tekur sem dæmi að - „ef þú ert að leigja einhvers staðar er ekki óvenjulegt að þú þurfir að borga 200 þúsund krónur á mánuði og jafnvel þrjá mánuði, 600 þúsund, í tryggingu.“ Það sé umtalsvert minna en reiknað er með í dæmunum hér að ofan. Ef allt fari á versta veg yrði félagið bara að leysa til sín íbúðirnar aftur- „en við værum ekki að bjóða upp á þetta ef við hefðum ekki fulla trú á því að fasteignarverð muni hækka,“ bætir Sverrir við. Í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka er til að mynda gert ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka um 30% fram til ársloka 2019. Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi. „Þannig að vonandi er þetta fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal. Það er svo hryllilega erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn og það er sárgrætilegt að vera fastur í leigu einhvers staðar. Geta þannig ekki með nokkru móti losnað án þess að slengja út hönd og fót til þess að kaupa sér eign. Þetta er ekki skemmtilegt," segir Sverrir sem segir fyrirtækið ætla að halda ótrautt áfram ef vel gengur og byggja fleiri íbúðir á þessum kjörum.
Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira