Rukka ekki fyrir gagnareiki innan ESB Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Sé þessi símaeigandi ferðalangur frá Evrópusambandsríki og staddur í Evrópusambandinu eftir 15. júní mun hann ekki þurfa að borga himinhá gjöld fyrir að skoða þær átta tilkynningar sem bíða eftir honum á Facebook. Nordicphotos/AFP Þegnar Evrópusambandsins verða ekki lengur rukkaðir aukalega fyrir að nota gagnareiki í farsímum símum í öðrum ríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og fulltrúar aðildarríkjanna 28 hafa komist að samkomulagi um þetta. Þó á framkvæmdastjórnin, sem og þingið, enn eftir að samþykkja breytinguna með formlegum hætti. Það ætti þó einungis að vera formsatriði fyrst samkomulagi hefur verið náð. Í tilkynningu í gær lýsti Andrus Ansip, einn varaforseta framkvæmdastjórnarinnar sem sér jafnframt um hinn stafræna sameiginlega markað, ákvörðuninni sem síðasta púslinu í spilinu. „Þetta var síðasta púslið. Frá og með 15. júní munu Evrópubúar geta ferðast innan Evrópusambandsins án þess að þeir verði rukkaðir aukalega fyrir að nota gagnareiki,“ sagði Ansip, sem áður var forsætisráðherra Eistlands. Hámark verður einnig sett á aukagjöld fyrir farsímanotkun. Mun hver mínúta símtals að hámarki kosta 3,2 evrusent aukalega, um fjórar krónur, og hvert SMS mun kosta eitt sent aukalega, rúma eina krónu.Andrus Ansip, framkvæmdastjórn ESB. Nordicphotos/AFPHámarksverð niðurhals mun þá lækka ár frá ári. Úr 7,7 evrum aukalega, um 940 krónur, á hvert gígabæti í júní og niður í 2,5 evrur aukalega, um 310 krónur, á hvert gígabæti þann fyrsta janúar árið 2022. Til samanburðar greiða Íslendingar á ferðalagi innan EES nú sex krónur aukalega fyrir símtalsmínútu, 2,5 krónur aukalega fyrir send SMS og um sex þúsund krónur aukalega fyrir hvert gígabæti niðurhals. Evrópusambandið hefur áður reynt að útrýma háum kostnaði notkunar gagnareikis. Áætlun þess efnis var samþykkt árið 2013 og sömuleiðis var ráðist í aðgerðir árið 2007. Ætlunarverkið virðist þó hafa tekist í þetta skiptið. Ákvörðunin er þó ekki óumdeild. Til að mynda hefur hún verið gagnrýnd fyrir að gera fólki kleift að kaupa sér farsímaþjónustu í öðru ríki en heimalandinu og nota hana heima hjá sér án hárra aukagjalda. Hins vegar benti framkvæmdastjórnin á það í gær að regla gegn þess konar athæfi hefði verið samþykkt í desember síðastliðnum. Þannig muni nýja gjaldskráin ekki ná yfir ferðalanga sem nota farsíma sína óeðlilega oft og mikið utan heimalandsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þegnar Evrópusambandsins verða ekki lengur rukkaðir aukalega fyrir að nota gagnareiki í farsímum símum í öðrum ríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og fulltrúar aðildarríkjanna 28 hafa komist að samkomulagi um þetta. Þó á framkvæmdastjórnin, sem og þingið, enn eftir að samþykkja breytinguna með formlegum hætti. Það ætti þó einungis að vera formsatriði fyrst samkomulagi hefur verið náð. Í tilkynningu í gær lýsti Andrus Ansip, einn varaforseta framkvæmdastjórnarinnar sem sér jafnframt um hinn stafræna sameiginlega markað, ákvörðuninni sem síðasta púslinu í spilinu. „Þetta var síðasta púslið. Frá og með 15. júní munu Evrópubúar geta ferðast innan Evrópusambandsins án þess að þeir verði rukkaðir aukalega fyrir að nota gagnareiki,“ sagði Ansip, sem áður var forsætisráðherra Eistlands. Hámark verður einnig sett á aukagjöld fyrir farsímanotkun. Mun hver mínúta símtals að hámarki kosta 3,2 evrusent aukalega, um fjórar krónur, og hvert SMS mun kosta eitt sent aukalega, rúma eina krónu.Andrus Ansip, framkvæmdastjórn ESB. Nordicphotos/AFPHámarksverð niðurhals mun þá lækka ár frá ári. Úr 7,7 evrum aukalega, um 940 krónur, á hvert gígabæti í júní og niður í 2,5 evrur aukalega, um 310 krónur, á hvert gígabæti þann fyrsta janúar árið 2022. Til samanburðar greiða Íslendingar á ferðalagi innan EES nú sex krónur aukalega fyrir símtalsmínútu, 2,5 krónur aukalega fyrir send SMS og um sex þúsund krónur aukalega fyrir hvert gígabæti niðurhals. Evrópusambandið hefur áður reynt að útrýma háum kostnaði notkunar gagnareikis. Áætlun þess efnis var samþykkt árið 2013 og sömuleiðis var ráðist í aðgerðir árið 2007. Ætlunarverkið virðist þó hafa tekist í þetta skiptið. Ákvörðunin er þó ekki óumdeild. Til að mynda hefur hún verið gagnrýnd fyrir að gera fólki kleift að kaupa sér farsímaþjónustu í öðru ríki en heimalandinu og nota hana heima hjá sér án hárra aukagjalda. Hins vegar benti framkvæmdastjórnin á það í gær að regla gegn þess konar athæfi hefði verið samþykkt í desember síðastliðnum. Þannig muni nýja gjaldskráin ekki ná yfir ferðalanga sem nota farsíma sína óeðlilega oft og mikið utan heimalandsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira