Óli Björn: „Við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna fasista“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2017 10:30 Myndin er samsett Vísir/Getty/Ernir/Daníel Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ekki sæmandi þingmönnum að líkja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna við fasista líkt og gert var á þingi í gær. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata segir hins vegar að mikilvægt sé að nota rétt orð þegar þau eigi við. „Það finnst mér of langt gengið. Við getum verið ósammála öllu því sem hann segir og öllu því sem hann gerir. En við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna, lýðræðislega kjörinn forseta, fasista,“ sagði Óli Björn sem var gestur í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun.Þar ræddi hann stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum ásamt Ástu Guðrúnu Helgadóttir, þingflokksformanni Pírata. Sérstakar umræður um ástandið fóru fram á Alþingi í gær og þar sagði Ásta Guðrún, ásamt fleirum, meðal annars að Trump væri fasisti.Sjá einnig: „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“Tilskipanir Trump eru umdeildar, sérstaklega tilskipun hans um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Sagði Óli Björn að honum hugnaðist ekki þessi tilskipun og sagði að með umræðu um að fasísk öfl væru komin til valda í Bandaríkjunum væru menn komnir langt út fyrir raunveruleikann. „Við munum þá aldrei ná neinum árangri í umræðum um málefnið. Þá er verið að nálgast málefnið með fordómum. Það eru fordómar að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Bandaríkjunum fasísk,“ sagði Óli Björn.Alþjóðasamfélagið hætti meðvirkniÍ ræðu Ástu Guðrúnar á Alþingi í gær kom fram að mikilvægt væri að nota rétt orð þegar þau ættu við. Sagði hún að fasismi lýsti stjórnarháttum Donald Trump best. Svaraði hún Óla Birni í Morgunútvarpinu á sama hátt. „Þessi hegðun sem Bandaríkjaforseti hefur sýnt, með alræðistilburðum, með því að afneita upplýsingum og sameiginlegum gildum sem bandaríska þjóðin hefur gert með sér, þetta er fasísk tilhneiging,“ sagði Ásta Guðrún. Sagði hún einnig að stundum þyrfti að tala hreint út og að mikilvægt væri að alþjóðasamfélagið myndi hætta meðvirkni sinni í garð Trump. „Fasismi er raunverulegt hugtak, sem á við raunverulegt pólitískt ástand sem á við raunverulegar gjörðir og það sem Donald Trump hefur verið að gera síðustu daga er fasískt.“ Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ekki sæmandi þingmönnum að líkja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna við fasista líkt og gert var á þingi í gær. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata segir hins vegar að mikilvægt sé að nota rétt orð þegar þau eigi við. „Það finnst mér of langt gengið. Við getum verið ósammála öllu því sem hann segir og öllu því sem hann gerir. En við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna, lýðræðislega kjörinn forseta, fasista,“ sagði Óli Björn sem var gestur í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun.Þar ræddi hann stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum ásamt Ástu Guðrúnu Helgadóttir, þingflokksformanni Pírata. Sérstakar umræður um ástandið fóru fram á Alþingi í gær og þar sagði Ásta Guðrún, ásamt fleirum, meðal annars að Trump væri fasisti.Sjá einnig: „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“Tilskipanir Trump eru umdeildar, sérstaklega tilskipun hans um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Sagði Óli Björn að honum hugnaðist ekki þessi tilskipun og sagði að með umræðu um að fasísk öfl væru komin til valda í Bandaríkjunum væru menn komnir langt út fyrir raunveruleikann. „Við munum þá aldrei ná neinum árangri í umræðum um málefnið. Þá er verið að nálgast málefnið með fordómum. Það eru fordómar að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Bandaríkjunum fasísk,“ sagði Óli Björn.Alþjóðasamfélagið hætti meðvirkniÍ ræðu Ástu Guðrúnar á Alþingi í gær kom fram að mikilvægt væri að nota rétt orð þegar þau ættu við. Sagði hún að fasismi lýsti stjórnarháttum Donald Trump best. Svaraði hún Óla Birni í Morgunútvarpinu á sama hátt. „Þessi hegðun sem Bandaríkjaforseti hefur sýnt, með alræðistilburðum, með því að afneita upplýsingum og sameiginlegum gildum sem bandaríska þjóðin hefur gert með sér, þetta er fasísk tilhneiging,“ sagði Ásta Guðrún. Sagði hún einnig að stundum þyrfti að tala hreint út og að mikilvægt væri að alþjóðasamfélagið myndi hætta meðvirkni sinni í garð Trump. „Fasismi er raunverulegt hugtak, sem á við raunverulegt pólitískt ástand sem á við raunverulegar gjörðir og það sem Donald Trump hefur verið að gera síðustu daga er fasískt.“
Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00