Zuckerberg birtir 6000 orða stefnuyfirlýsingu um framtíð Facebook Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 22:16 Mark Zuckerberg. vísir/getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook, birti í dag 6000 orða stefnuyfirlýsinu um framtíð fyrirtækisins og markmið þess á komandi árum. Það verður ekki annað sagt en að þau séu háleit en í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Í dag erum við nálægt næsta skrefi. Stærstu tækifæri okkar eru alþjóðleg, eins og að breiða út velmegun og frelsi, tala fyrir friði og skilningi, stemma stigu við fátækt og auka hraða vísindanna. Stærstu áskoranir okkar eru líka alþjóðlegs eðlis eins og að binda enda á hryðjuverkastarfsemi, berjast gegn loftslagsbreytingum og koma í veg fyrir farsóttir. Framfarir krefjast þess nú að mannkynið komi ekki aðeins saman í borgum eða sem þjóðir heldur sem alþjóðlegt samfélag.“ Zuckerberg segir að þetta sé sérstaklega mikilvægt nú og að Facebook standi fyrir það að færa manneskjur nær hvor annarri og að búa til þetta alþjóðlega samfélag. Síðustu tíu árin hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að tengja saman vini og fjölskyldur en nú er komið að því að þróa félagslega innviði sem nýst geta því alþjóðlega samfélagi sem Facebook vill vera, segir Zuckerberg. Markmiðið er að í þessu samfélagi, þar sem allir eru velkomnir, finni fólk stuðning, öryggi, upplýsingar og geti haft áhrif.Stefnuyfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í umfjöllun um hana á vef Mashable segir að yfirlýsingin komi kjölfar mikillar gagnrýni sem sett hefur fram á Facebook þar sem miðillinn hefur verið sakaður um að hafa ekki gert nóg til þess að koma í veg fyrir dreifingu falskra frétta. Þá er því velt upp hvort að á næstu vikum og mánuðum verði ný tól kynnt til sögunnar á Facebook sem hafi ekki það eina markmið að tengja saman fólk á einhvern hátt. Einnig gæti stefnuyfirlýsing falið í sér yfirlýsingu um að fyrirtækið sjálft ætli nú að fara láta til sín taka beint, eitthvað sem það hefur ekki mikið af hingað til. Facebook Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook, birti í dag 6000 orða stefnuyfirlýsinu um framtíð fyrirtækisins og markmið þess á komandi árum. Það verður ekki annað sagt en að þau séu háleit en í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Í dag erum við nálægt næsta skrefi. Stærstu tækifæri okkar eru alþjóðleg, eins og að breiða út velmegun og frelsi, tala fyrir friði og skilningi, stemma stigu við fátækt og auka hraða vísindanna. Stærstu áskoranir okkar eru líka alþjóðlegs eðlis eins og að binda enda á hryðjuverkastarfsemi, berjast gegn loftslagsbreytingum og koma í veg fyrir farsóttir. Framfarir krefjast þess nú að mannkynið komi ekki aðeins saman í borgum eða sem þjóðir heldur sem alþjóðlegt samfélag.“ Zuckerberg segir að þetta sé sérstaklega mikilvægt nú og að Facebook standi fyrir það að færa manneskjur nær hvor annarri og að búa til þetta alþjóðlega samfélag. Síðustu tíu árin hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að tengja saman vini og fjölskyldur en nú er komið að því að þróa félagslega innviði sem nýst geta því alþjóðlega samfélagi sem Facebook vill vera, segir Zuckerberg. Markmiðið er að í þessu samfélagi, þar sem allir eru velkomnir, finni fólk stuðning, öryggi, upplýsingar og geti haft áhrif.Stefnuyfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í umfjöllun um hana á vef Mashable segir að yfirlýsingin komi kjölfar mikillar gagnrýni sem sett hefur fram á Facebook þar sem miðillinn hefur verið sakaður um að hafa ekki gert nóg til þess að koma í veg fyrir dreifingu falskra frétta. Þá er því velt upp hvort að á næstu vikum og mánuðum verði ný tól kynnt til sögunnar á Facebook sem hafi ekki það eina markmið að tengja saman fólk á einhvern hátt. Einnig gæti stefnuyfirlýsing falið í sér yfirlýsingu um að fyrirtækið sjálft ætli nú að fara láta til sín taka beint, eitthvað sem það hefur ekki mikið af hingað til.
Facebook Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira