Stjórnarformaður Toshiba segir af sér vegna milljarða taps fyrirtækisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 11:12 Japanska fyrirtækið Toshiba var stofnað árið 1938. vísir/getty Stjórnarformaður japanska stórfyrirtækisins Toshiba hefur sagt af sér í kjölfar milljarða taps. Lækka þurfti bókfært virði eigna fyrirtækisins í kjarnorkustarfsemi þess í Bandaríkjunum um 6,3 billjónir dala en á níu mánaða tímabili í fyrra, frá apríl til desember, tapaði Toshiba 4,4 billjónum dala. Shigenori Shiga, stjórnarformaður fyrirtækisins, ákvað því að segja af sér og taka ábyrgð á vandræðum Toshiba en verð á hlutabréfum þess féll um 10 prósent í dag eftir að fyrirtækið náði ekki að gefa upp hagnað sinn og tekjur innan þess tímaramma sem það hafði sett sér. Fyrst var varað við því í desember síðastliðnum að afkoma fyrirtækisins gæti orðið slæm en tölurnar sem kynntar voru í dag eru verri en búist var við að því er fram kemur í frétt CNN Money. Þá fara áhyggjur vaxandi af mögulegu gjaldþroti fyrirtækisins vegna bágrar fjárhagsstöðu að því er asískir fjölmiðlar greina frá en fyrirtækið hefur neitað að tjá sig um orðróm þess efnis. Toshiba var stofnað árið 1938. Almenningur þekkir fyrirtækið eflaust helst sem raftækjaframleiðanda þar sem það framleiðir meðal annars tölvur og sjónvörp. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnarformaður japanska stórfyrirtækisins Toshiba hefur sagt af sér í kjölfar milljarða taps. Lækka þurfti bókfært virði eigna fyrirtækisins í kjarnorkustarfsemi þess í Bandaríkjunum um 6,3 billjónir dala en á níu mánaða tímabili í fyrra, frá apríl til desember, tapaði Toshiba 4,4 billjónum dala. Shigenori Shiga, stjórnarformaður fyrirtækisins, ákvað því að segja af sér og taka ábyrgð á vandræðum Toshiba en verð á hlutabréfum þess féll um 10 prósent í dag eftir að fyrirtækið náði ekki að gefa upp hagnað sinn og tekjur innan þess tímaramma sem það hafði sett sér. Fyrst var varað við því í desember síðastliðnum að afkoma fyrirtækisins gæti orðið slæm en tölurnar sem kynntar voru í dag eru verri en búist var við að því er fram kemur í frétt CNN Money. Þá fara áhyggjur vaxandi af mögulegu gjaldþroti fyrirtækisins vegna bágrar fjárhagsstöðu að því er asískir fjölmiðlar greina frá en fyrirtækið hefur neitað að tjá sig um orðróm þess efnis. Toshiba var stofnað árið 1938. Almenningur þekkir fyrirtækið eflaust helst sem raftækjaframleiðanda þar sem það framleiðir meðal annars tölvur og sjónvörp.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira