Stjórnarformaður Toshiba segir af sér vegna milljarða taps fyrirtækisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 11:12 Japanska fyrirtækið Toshiba var stofnað árið 1938. vísir/getty Stjórnarformaður japanska stórfyrirtækisins Toshiba hefur sagt af sér í kjölfar milljarða taps. Lækka þurfti bókfært virði eigna fyrirtækisins í kjarnorkustarfsemi þess í Bandaríkjunum um 6,3 billjónir dala en á níu mánaða tímabili í fyrra, frá apríl til desember, tapaði Toshiba 4,4 billjónum dala. Shigenori Shiga, stjórnarformaður fyrirtækisins, ákvað því að segja af sér og taka ábyrgð á vandræðum Toshiba en verð á hlutabréfum þess féll um 10 prósent í dag eftir að fyrirtækið náði ekki að gefa upp hagnað sinn og tekjur innan þess tímaramma sem það hafði sett sér. Fyrst var varað við því í desember síðastliðnum að afkoma fyrirtækisins gæti orðið slæm en tölurnar sem kynntar voru í dag eru verri en búist var við að því er fram kemur í frétt CNN Money. Þá fara áhyggjur vaxandi af mögulegu gjaldþroti fyrirtækisins vegna bágrar fjárhagsstöðu að því er asískir fjölmiðlar greina frá en fyrirtækið hefur neitað að tjá sig um orðróm þess efnis. Toshiba var stofnað árið 1938. Almenningur þekkir fyrirtækið eflaust helst sem raftækjaframleiðanda þar sem það framleiðir meðal annars tölvur og sjónvörp. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnarformaður japanska stórfyrirtækisins Toshiba hefur sagt af sér í kjölfar milljarða taps. Lækka þurfti bókfært virði eigna fyrirtækisins í kjarnorkustarfsemi þess í Bandaríkjunum um 6,3 billjónir dala en á níu mánaða tímabili í fyrra, frá apríl til desember, tapaði Toshiba 4,4 billjónum dala. Shigenori Shiga, stjórnarformaður fyrirtækisins, ákvað því að segja af sér og taka ábyrgð á vandræðum Toshiba en verð á hlutabréfum þess féll um 10 prósent í dag eftir að fyrirtækið náði ekki að gefa upp hagnað sinn og tekjur innan þess tímaramma sem það hafði sett sér. Fyrst var varað við því í desember síðastliðnum að afkoma fyrirtækisins gæti orðið slæm en tölurnar sem kynntar voru í dag eru verri en búist var við að því er fram kemur í frétt CNN Money. Þá fara áhyggjur vaxandi af mögulegu gjaldþroti fyrirtækisins vegna bágrar fjárhagsstöðu að því er asískir fjölmiðlar greina frá en fyrirtækið hefur neitað að tjá sig um orðróm þess efnis. Toshiba var stofnað árið 1938. Almenningur þekkir fyrirtækið eflaust helst sem raftækjaframleiðanda þar sem það framleiðir meðal annars tölvur og sjónvörp.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent