Ísland mun eiga fimm keppendur á Norðurlandameistaramóti í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer á morgun í Tampere í Finnlandi.
Frjálsíþróttasamband Íslands og Danmerkur tefla eins og áður fram sameiginlegu liði á Norðurlandameistaramótinu og nú er búið að velja í liðin.
Íslensku íþróttamennirnir eru fimm, en nokkrir gáfu ekki kost á sér, m.a. Aníta Hinriksdóttir sem keppir í Póllandi um helgina.
FH-ingar eiga fjóra af þessum fimm keppendum en sá fimmti kemur úr ÍR. Þrír karlar og tvær konur eru í íslenska liðinu.
Sameiginlegt lið Íslendinga og Dana keppir á móti liðum Norðmanna, Svía og Finna. Farastjóri og þjálfari í ferðinni er Ragnheiður Ólafsdóttir.
Íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í ár eru:
Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH
(400 metra hlaup og 4x300 m boðhlaup)
Ari Bragi Kárason FH
(200 metra hlaup og aukahlaup í 60 metrum)
Ívar Kristinn Jasonarson ÍR
(400 metra hlaup og 4x300 metra boðhlaup)
María Rún Gunnlaugsdóttir FH
(Langstökk og aukahlaup í 60 metrum)
Trausti Stefánsson FH
(4x300 metra boðhlaup og aukahlaup í 60 metrum)
Aníta upptekin í Póllandi en fimm keppa fyrir hönd Íslands á NM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn