Vara við alþjóðlegum „þorskastríðum“ vegna loftslagsbreytinga og þjóðernisstefnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2017 23:30 Togari að veiðum. Vísir/AFP Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. Þetta kom fram í máli sérfræðinga á ráðstefnu vísindamanna í Boston í liðinni viku. Vöruðu þeir við því að afleiðingarnar af slíkum átökum gætu orðið geigvænlegar. Ljóst er að fiskitegundir hafa í auknum mæli fært sig um set vegna hækkandi sjávarhita og telja sérfræðingarnir að slík þróun geti ógnað lífsviðurværi og aðgengi sumra ríkja að fæðu. Vöruðu þeir einnig við að með risi þjóðernisstefnu í heiminum gætu ríki í auknum mæli farið að berjast um aflann. Tók Michael Harte, prófessor við Oregon-háskóla til máls á ráðstefnunni. Sagði hann að ríki heims hefði öll tæki og tól til þess að bregðast við þessum mögulega vanda en takist það ekki myndi það hafa slæmar afleiðingar. „Ef við gerum þetta ekki rétt, gætum við séð þorskastríðin snúa aftur, við gætum séð ofveiði og fiskistofna hrynja,“ sagði Harte í samtali við Independent.Varaði hann við því að ris þjóðernisstefnu gæti komið í veg fyrir það að ríki heims kæmu saman til þessa að vernda fiskistofna heimsins og veiða þá á ábyrgan hátt. „Ef við lítum á hvort að Ísland og Bretland snúi aftur til daga þorskastríðanna þá er kannski ekki von á því í augnablikinu,“ sagði Harte. „En það gæti gerst í öðrum hlutum heimsins þar sem samskiptin eru ekki jafn vinaleg.“ Þorskastríðin Loftslagsmál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. Þetta kom fram í máli sérfræðinga á ráðstefnu vísindamanna í Boston í liðinni viku. Vöruðu þeir við því að afleiðingarnar af slíkum átökum gætu orðið geigvænlegar. Ljóst er að fiskitegundir hafa í auknum mæli fært sig um set vegna hækkandi sjávarhita og telja sérfræðingarnir að slík þróun geti ógnað lífsviðurværi og aðgengi sumra ríkja að fæðu. Vöruðu þeir einnig við að með risi þjóðernisstefnu í heiminum gætu ríki í auknum mæli farið að berjast um aflann. Tók Michael Harte, prófessor við Oregon-háskóla til máls á ráðstefnunni. Sagði hann að ríki heims hefði öll tæki og tól til þess að bregðast við þessum mögulega vanda en takist það ekki myndi það hafa slæmar afleiðingar. „Ef við gerum þetta ekki rétt, gætum við séð þorskastríðin snúa aftur, við gætum séð ofveiði og fiskistofna hrynja,“ sagði Harte í samtali við Independent.Varaði hann við því að ris þjóðernisstefnu gæti komið í veg fyrir það að ríki heims kæmu saman til þessa að vernda fiskistofna heimsins og veiða þá á ábyrgan hátt. „Ef við lítum á hvort að Ísland og Bretland snúi aftur til daga þorskastríðanna þá er kannski ekki von á því í augnablikinu,“ sagði Harte. „En það gæti gerst í öðrum hlutum heimsins þar sem samskiptin eru ekki jafn vinaleg.“
Þorskastríðin Loftslagsmál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira