Fimm Íslendingar taka þátt á skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum um helgina. Mótið fer fram í Glasgow á Emirates Arena.
María Rún Gunnlaugsdóttir FH er eina konan í hópnum. Hún keppir í fimmtarþraut, en hún varð Íslandsmeistari í greininni í janúar síðastliðnum.
Fjórir karlar keppa svo í sjöþraut. Þetta eru þeir Þeir eru Tristan Freyr Jónsson ÍR, Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki, Ísak Óli Traustason UMSS og Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki. Þeir röðuðu sér í fjögur efstu sætin í karlaflokki á Íslandsmeistaramótinu sem fram fór í janúar.
Keppni hefst klukkan 10:00 báða dagana. Keppni lýkur um klukkan 16:00 á laugardaginn og um klukkan 17:30 á sunnudaginn.

