Silfra opnuð á ný Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 12. mars 2017 16:26 Silfra laðar að þúsundir ferðamanna sem sækja Ísland heim. mynd/vísir Tilkynning hefur borist frá þjóðgarðinum á Þingvöllum þess efnis að lokun Silfru hafi verið aflétt. Silfru var lokað á föstudaginn var í kjölfar andláts ferðamanns sem var við yfirborðsköfun í gjánni.Sjá einnig: Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Samgöngustofa funduðu í kjölfar banaslyssins. Þar voru fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgariðnum hert og öryggiskröfur auknar. Í tilkynningu frá þjóðgarðinum segir að fulltrúum köfunarfyrirtækja hafi þegar verið kynnt fyrirmælin og um þau hafi náðst samstaða. Í tilkynningunni segir jafnframt að helstu breytingarnar sem fólgnar eru í nýju fyrirmælunum séu fækkun farþega á hvern leiðsögumann og auknar kröfur til þeirra sem hyggjast kafa eða yfirborðskafa. Þessar kröfur lúta meðal annars að þurrbúningaréttindum kafara, staðfestingu á hæfni, heilbrigðiskröfum kafara og aukinni ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Þá verður köfun í blautbúningum óheimil. Slysið á föstudaginn var fimmta banvæna slysið í Silfru síðan 2010. Síðasta banaslys átti sér stað í febrúar en í kjölfar þess boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í gjánni yrðu hertar. Silfra er afar vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna sem sækja Ísland heim en á síðasta ári köfuðu um fimmtíu þúsund manns í gjánni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Tilkynning hefur borist frá þjóðgarðinum á Þingvöllum þess efnis að lokun Silfru hafi verið aflétt. Silfru var lokað á föstudaginn var í kjölfar andláts ferðamanns sem var við yfirborðsköfun í gjánni.Sjá einnig: Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Samgöngustofa funduðu í kjölfar banaslyssins. Þar voru fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgariðnum hert og öryggiskröfur auknar. Í tilkynningu frá þjóðgarðinum segir að fulltrúum köfunarfyrirtækja hafi þegar verið kynnt fyrirmælin og um þau hafi náðst samstaða. Í tilkynningunni segir jafnframt að helstu breytingarnar sem fólgnar eru í nýju fyrirmælunum séu fækkun farþega á hvern leiðsögumann og auknar kröfur til þeirra sem hyggjast kafa eða yfirborðskafa. Þessar kröfur lúta meðal annars að þurrbúningaréttindum kafara, staðfestingu á hæfni, heilbrigðiskröfum kafara og aukinni ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Þá verður köfun í blautbúningum óheimil. Slysið á föstudaginn var fimmta banvæna slysið í Silfru síðan 2010. Síðasta banaslys átti sér stað í febrúar en í kjölfar þess boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í gjánni yrðu hertar. Silfra er afar vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna sem sækja Ísland heim en á síðasta ári köfuðu um fimmtíu þúsund manns í gjánni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30
Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30