„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 11:54 Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 102,3 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. VÍSIR/VILHELM Allt bendir til þess að Ólafur Ólafsson hafi staðið einn í svokallaða S-hópnum að verki þegar hann blekkti stjórnvöld, fjölmiðla og almenning um aðkomu þýska bankans Hauk & Aufhauser að kaup a hlut i Búnaðarbankanum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á 45,8 prósent hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Í skýrslunni kemur fram að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum og var Ólafur Ólafsson eigandi Welling & Partners. Á blaðamannafundi í dag, sem sjá má í heild hér að neðan, sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar, að allt bendi til þess að ráðherrar og starfsfólk stjórnarráðsins höfðu ekki vitneskju um þessa fléttu á tíma sölunnar. „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu fra A til Ö," sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar, á blaðamannafundinum. Hann sagði að eftir viðtöl við aðra í S-hópnum, meðal annars Finn Ingólfsson og Kristjón Loftsson lægi fyrir að aðrir leiðtogar í hópnum vissu ekki um blekkinguna.Fékk 102,3 milljónir dollaraFram kom á fundinum að heildarávinningur Welling & Partners af þessu hafi numið 102,3 milljónum Bandaríkjadala að lágmarki á grundvelli baksamninga. Af þeirri fjárhæð runnu 58 milljónir dollara í aflandsfélag Ólafs Ólafssonar Marine Choice Limited. Ítarlega er fjallað um málavexti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gerð var opinber í dag. Hún er aðgengileg á PDF formi hér að neðan. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Allt bendir til þess að Ólafur Ólafsson hafi staðið einn í svokallaða S-hópnum að verki þegar hann blekkti stjórnvöld, fjölmiðla og almenning um aðkomu þýska bankans Hauk & Aufhauser að kaup a hlut i Búnaðarbankanum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á 45,8 prósent hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Í skýrslunni kemur fram að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum og var Ólafur Ólafsson eigandi Welling & Partners. Á blaðamannafundi í dag, sem sjá má í heild hér að neðan, sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar, að allt bendi til þess að ráðherrar og starfsfólk stjórnarráðsins höfðu ekki vitneskju um þessa fléttu á tíma sölunnar. „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu fra A til Ö," sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar, á blaðamannafundinum. Hann sagði að eftir viðtöl við aðra í S-hópnum, meðal annars Finn Ingólfsson og Kristjón Loftsson lægi fyrir að aðrir leiðtogar í hópnum vissu ekki um blekkinguna.Fékk 102,3 milljónir dollaraFram kom á fundinum að heildarávinningur Welling & Partners af þessu hafi numið 102,3 milljónum Bandaríkjadala að lágmarki á grundvelli baksamninga. Af þeirri fjárhæð runnu 58 milljónir dollara í aflandsfélag Ólafs Ólafssonar Marine Choice Limited. Ítarlega er fjallað um málavexti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gerð var opinber í dag. Hún er aðgengileg á PDF formi hér að neðan.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21