Ætla að endurnýta fyrstu eldflaugina Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2017 12:15 Ljósmynd af geimskoti SpaceX tekin yfir ákveðið tímabil. Hún sýnir geimskotið og lendinguna. SpaceX Fyrirtækið SpaceX stefnir að því að brjóta blað í sögu geimkönnunar í næstu viku. Þá verður Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins skotið á loft frá Flórída, en sú eldflaug hefur áður verið notuð til að ferja gervihnetti á braut um jörðu og var henni lent aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtir eldflaug. Tilgangur þess að endurnýta eldflaugar er að spara verulega við kostnað geimskota og á endanum að koma upp byggð manna á Mars. Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra, eins og sjá má hér að neðan.Allt í allt hefur SpaceX tekist að lenda átta eldflaugum frá því í desember 2015. Þremur á landi og fimm á sjó, samkvæmt frétt Bloomberg. Þeim hefur verið komið fyrir í vöruskemmu í Kaliforníu. Það tók um fjóra mánuði að gera þessa eldflaug klára fyrir annað geimskot, en markmið SpaceX er að stytta það tímabil niður í einn dag. Starfsmenn fyrirtækisins ætla sér að nota geimflaugar eins og flugvélar eru notaðar. Dýrasti hluti geimskota er eldflaugin, sem yfirleitt er hönnuð til þess að brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt Business Insider kostar hvert skot Falcon 9 eldflaugar um 62 milljónir dala. Þar af fara um 37 milljónir í byggingu eldflaugarinnar. SpaceX hefur gefið út að viðskiptavinir fyrirtækisins sem notast við notaðar eldflaugar fái um 30 prósenta afslátt. Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX stefnir að því að brjóta blað í sögu geimkönnunar í næstu viku. Þá verður Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins skotið á loft frá Flórída, en sú eldflaug hefur áður verið notuð til að ferja gervihnetti á braut um jörðu og var henni lent aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtir eldflaug. Tilgangur þess að endurnýta eldflaugar er að spara verulega við kostnað geimskota og á endanum að koma upp byggð manna á Mars. Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra, eins og sjá má hér að neðan.Allt í allt hefur SpaceX tekist að lenda átta eldflaugum frá því í desember 2015. Þremur á landi og fimm á sjó, samkvæmt frétt Bloomberg. Þeim hefur verið komið fyrir í vöruskemmu í Kaliforníu. Það tók um fjóra mánuði að gera þessa eldflaug klára fyrir annað geimskot, en markmið SpaceX er að stytta það tímabil niður í einn dag. Starfsmenn fyrirtækisins ætla sér að nota geimflaugar eins og flugvélar eru notaðar. Dýrasti hluti geimskota er eldflaugin, sem yfirleitt er hönnuð til þess að brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt Business Insider kostar hvert skot Falcon 9 eldflaugar um 62 milljónir dala. Þar af fara um 37 milljónir í byggingu eldflaugarinnar. SpaceX hefur gefið út að viðskiptavinir fyrirtækisins sem notast við notaðar eldflaugar fái um 30 prósenta afslátt.
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira