Íslandsmetið skilaði Hlyni viðurkenningu í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 15:30 Hlynur Andrésson. Mynd/emueagles.co Langhlauparinn Hlynur Andrésson hefur verið að gera flotta hluti að undanförnu og hann hefur nú verið útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna eftir frábæran árangur þann 1. apríl síðastliðinn. Frjálsíþróttasamband Íslands segir frá þessu í dag en það má einnig finna frétt um þetta á heimasíðu Eastern Michigan háskólans. Hlynur setti þá nýtt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þegar hann hljóp á 14:00,83 mínútum og var aðeins hársbreidd frá því að komast undir fjórtán mínúturnar. Hlynur varð fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 5000 metrana undir 14:01,00 mínútu. Gamla Íslandsmetið átti Kári Steinn Karlsson en það var 14:01.99 mínútur og sett 26. mars 2010. Hlaupið var frábærlega útfært hjá Hlyni og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili. Hlynur bætti sinn besta tíma um heilar tíu sekúndur. Þetta er í fyrsta sinn sem Hlynur fær þessa viðurkenningu en hann keppir fyrir Eastern Michigan háskólann sem var að eignast í þriðja sinn frjálsíþróttamann vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna. Raunhæft er fyrir Hlyn að rjúfa 14 mínútna múrinn fyrstur íslendinga og ljóst að sá áfangi getur náðst þegar í næsta hlaupi. Það verður því fróðlegt að fylgjast með honum á næstunni.Hlynur Andresson of @EMUMXC_TF was also named @MACSports Track Athlete of the Week!READ: https://t.co/WW6DI2j9xA#EMUTrack #EMUEagles— EMU Athletics (@EMUAthletics) April 4, 2017 Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi féll í dag Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi karla féll í dag þegar Hlynur Andrésson hljóp á 14:00,83 mínútum á Stanford boðsmótinu í Kaliforníu. RÚV greinir frá. 1. apríl 2017 21:20 Aníta og Hlynur keppa fyrir Ísland á EM í Belgrad Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson verða fulltrúar Íslands á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum í byrjun árs. 23. febrúar 2017 12:12 Hlynur heldur áfram að hoppa upp afrekslistann Millivegahlauparinn Hlynur Andrésson er að gera það gott í Bandaríkjunum í byrjun utanhússtímabilsins en hann stundar nám við Eastern Michigan háskólann í Ypsilanti í Michigan fylki. 29. mars 2017 16:30 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira
Langhlauparinn Hlynur Andrésson hefur verið að gera flotta hluti að undanförnu og hann hefur nú verið útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna eftir frábæran árangur þann 1. apríl síðastliðinn. Frjálsíþróttasamband Íslands segir frá þessu í dag en það má einnig finna frétt um þetta á heimasíðu Eastern Michigan háskólans. Hlynur setti þá nýtt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þegar hann hljóp á 14:00,83 mínútum og var aðeins hársbreidd frá því að komast undir fjórtán mínúturnar. Hlynur varð fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 5000 metrana undir 14:01,00 mínútu. Gamla Íslandsmetið átti Kári Steinn Karlsson en það var 14:01.99 mínútur og sett 26. mars 2010. Hlaupið var frábærlega útfært hjá Hlyni og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili. Hlynur bætti sinn besta tíma um heilar tíu sekúndur. Þetta er í fyrsta sinn sem Hlynur fær þessa viðurkenningu en hann keppir fyrir Eastern Michigan háskólann sem var að eignast í þriðja sinn frjálsíþróttamann vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna. Raunhæft er fyrir Hlyn að rjúfa 14 mínútna múrinn fyrstur íslendinga og ljóst að sá áfangi getur náðst þegar í næsta hlaupi. Það verður því fróðlegt að fylgjast með honum á næstunni.Hlynur Andresson of @EMUMXC_TF was also named @MACSports Track Athlete of the Week!READ: https://t.co/WW6DI2j9xA#EMUTrack #EMUEagles— EMU Athletics (@EMUAthletics) April 4, 2017
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi féll í dag Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi karla féll í dag þegar Hlynur Andrésson hljóp á 14:00,83 mínútum á Stanford boðsmótinu í Kaliforníu. RÚV greinir frá. 1. apríl 2017 21:20 Aníta og Hlynur keppa fyrir Ísland á EM í Belgrad Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson verða fulltrúar Íslands á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum í byrjun árs. 23. febrúar 2017 12:12 Hlynur heldur áfram að hoppa upp afrekslistann Millivegahlauparinn Hlynur Andrésson er að gera það gott í Bandaríkjunum í byrjun utanhússtímabilsins en hann stundar nám við Eastern Michigan háskólann í Ypsilanti í Michigan fylki. 29. mars 2017 16:30 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira
Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi féll í dag Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi karla féll í dag þegar Hlynur Andrésson hljóp á 14:00,83 mínútum á Stanford boðsmótinu í Kaliforníu. RÚV greinir frá. 1. apríl 2017 21:20
Aníta og Hlynur keppa fyrir Ísland á EM í Belgrad Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson verða fulltrúar Íslands á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum í byrjun árs. 23. febrúar 2017 12:12
Hlynur heldur áfram að hoppa upp afrekslistann Millivegahlauparinn Hlynur Andrésson er að gera það gott í Bandaríkjunum í byrjun utanhússtímabilsins en hann stundar nám við Eastern Michigan háskólann í Ypsilanti í Michigan fylki. 29. mars 2017 16:30