Íslandsmetið skilaði Hlyni viðurkenningu í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 15:30 Hlynur Andrésson. Mynd/emueagles.co Langhlauparinn Hlynur Andrésson hefur verið að gera flotta hluti að undanförnu og hann hefur nú verið útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna eftir frábæran árangur þann 1. apríl síðastliðinn. Frjálsíþróttasamband Íslands segir frá þessu í dag en það má einnig finna frétt um þetta á heimasíðu Eastern Michigan háskólans. Hlynur setti þá nýtt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þegar hann hljóp á 14:00,83 mínútum og var aðeins hársbreidd frá því að komast undir fjórtán mínúturnar. Hlynur varð fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 5000 metrana undir 14:01,00 mínútu. Gamla Íslandsmetið átti Kári Steinn Karlsson en það var 14:01.99 mínútur og sett 26. mars 2010. Hlaupið var frábærlega útfært hjá Hlyni og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili. Hlynur bætti sinn besta tíma um heilar tíu sekúndur. Þetta er í fyrsta sinn sem Hlynur fær þessa viðurkenningu en hann keppir fyrir Eastern Michigan háskólann sem var að eignast í þriðja sinn frjálsíþróttamann vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna. Raunhæft er fyrir Hlyn að rjúfa 14 mínútna múrinn fyrstur íslendinga og ljóst að sá áfangi getur náðst þegar í næsta hlaupi. Það verður því fróðlegt að fylgjast með honum á næstunni.Hlynur Andresson of @EMUMXC_TF was also named @MACSports Track Athlete of the Week!READ: https://t.co/WW6DI2j9xA#EMUTrack #EMUEagles— EMU Athletics (@EMUAthletics) April 4, 2017 Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi féll í dag Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi karla féll í dag þegar Hlynur Andrésson hljóp á 14:00,83 mínútum á Stanford boðsmótinu í Kaliforníu. RÚV greinir frá. 1. apríl 2017 21:20 Aníta og Hlynur keppa fyrir Ísland á EM í Belgrad Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson verða fulltrúar Íslands á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum í byrjun árs. 23. febrúar 2017 12:12 Hlynur heldur áfram að hoppa upp afrekslistann Millivegahlauparinn Hlynur Andrésson er að gera það gott í Bandaríkjunum í byrjun utanhússtímabilsins en hann stundar nám við Eastern Michigan háskólann í Ypsilanti í Michigan fylki. 29. mars 2017 16:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Fleiri fréttir Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Langhlauparinn Hlynur Andrésson hefur verið að gera flotta hluti að undanförnu og hann hefur nú verið útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna eftir frábæran árangur þann 1. apríl síðastliðinn. Frjálsíþróttasamband Íslands segir frá þessu í dag en það má einnig finna frétt um þetta á heimasíðu Eastern Michigan háskólans. Hlynur setti þá nýtt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þegar hann hljóp á 14:00,83 mínútum og var aðeins hársbreidd frá því að komast undir fjórtán mínúturnar. Hlynur varð fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 5000 metrana undir 14:01,00 mínútu. Gamla Íslandsmetið átti Kári Steinn Karlsson en það var 14:01.99 mínútur og sett 26. mars 2010. Hlaupið var frábærlega útfært hjá Hlyni og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili. Hlynur bætti sinn besta tíma um heilar tíu sekúndur. Þetta er í fyrsta sinn sem Hlynur fær þessa viðurkenningu en hann keppir fyrir Eastern Michigan háskólann sem var að eignast í þriðja sinn frjálsíþróttamann vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna. Raunhæft er fyrir Hlyn að rjúfa 14 mínútna múrinn fyrstur íslendinga og ljóst að sá áfangi getur náðst þegar í næsta hlaupi. Það verður því fróðlegt að fylgjast með honum á næstunni.Hlynur Andresson of @EMUMXC_TF was also named @MACSports Track Athlete of the Week!READ: https://t.co/WW6DI2j9xA#EMUTrack #EMUEagles— EMU Athletics (@EMUAthletics) April 4, 2017
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi féll í dag Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi karla féll í dag þegar Hlynur Andrésson hljóp á 14:00,83 mínútum á Stanford boðsmótinu í Kaliforníu. RÚV greinir frá. 1. apríl 2017 21:20 Aníta og Hlynur keppa fyrir Ísland á EM í Belgrad Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson verða fulltrúar Íslands á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum í byrjun árs. 23. febrúar 2017 12:12 Hlynur heldur áfram að hoppa upp afrekslistann Millivegahlauparinn Hlynur Andrésson er að gera það gott í Bandaríkjunum í byrjun utanhússtímabilsins en hann stundar nám við Eastern Michigan háskólann í Ypsilanti í Michigan fylki. 29. mars 2017 16:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Fleiri fréttir Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi féll í dag Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi karla féll í dag þegar Hlynur Andrésson hljóp á 14:00,83 mínútum á Stanford boðsmótinu í Kaliforníu. RÚV greinir frá. 1. apríl 2017 21:20
Aníta og Hlynur keppa fyrir Ísland á EM í Belgrad Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson verða fulltrúar Íslands á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum í byrjun árs. 23. febrúar 2017 12:12
Hlynur heldur áfram að hoppa upp afrekslistann Millivegahlauparinn Hlynur Andrésson er að gera það gott í Bandaríkjunum í byrjun utanhússtímabilsins en hann stundar nám við Eastern Michigan háskólann í Ypsilanti í Michigan fylki. 29. mars 2017 16:30