Lengsta Evrópuævintýri íslensks liðs í ellefu ár | Þetta eru hin átta fræknu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Valsmenn fagna sigrinum á HC Sloga Pozega. Vísir/Andri Marinó Serbneska liðið HC Sloga Pozega bættist um helgina í hóp með norska liðinu Haslum og Svartfellingunum í RK Partizan 1949. Engu þessara liða hefur tekist að enda Evrópuævintýri Valsmanna í vetur. Valsmenn fylgdu eftir 30-27 sigri í fyrri leiknum gegn Sloga með 29-26 sigri á Hlíðarenda á laugardagskvöldið. Valsliðið vann því örugglega 59-53 samanlagt. „Okkur hentar vel að vera í svona úrslitaleikjum alltaf, við sýndum það í bikarkeppninni og ég vona að þessi reynsla muni nýtast okkur vel í úrslitakeppninni í Olís-deildinni,“ sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals við íþróttadeild 365 eftir leikinn en nú þarf HSÍ að stilla upp úrslitakeppninni í kringum undanúrslitaleiki Valsliðsins. Það er þétt dagskrá fram undan hjá Val. „Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, glaður í leikslok, og bætti við: „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir fram undan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman.“ Valur mætir Turda frá Rúmeníu í undanúrslitum.Upplifa allan Balkanskagann „Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur við Íþróttadeild 365 í leikslok.Valsmenn komust fyrstir íslenska handboltaliða í undanúrslit í Evrópukeppni fyrir 37 árum og á laugardaginn eignaðist Hlíðarendaliðið sitt þriðja lið sem kemst alla leið í undanúrslit í Evrópu. Ekkert annað lið á fleiri en eitt undanúrslitalið í sögu Evrópukeppnanna. Ellefu ár voru liðin frá því að íslensk lið komst í undanúrslitin í Evrópukeppni og það voru alls liðin sextán ár síðan Ísland átti karlalið svo seint í keppninni.Valur með tvö síðustu liðin Kvennalið Vals og ÍBV áttu stærstu Evrópuævintýrin frá því að karlalið Hauka fór alla leið í undanúrslitin í EHF-bikarnum vorið 2001. Valskonur fóru svo langt í Áskorendakeppninni 2006 eftir sigur á svissneska liðinu Brühl í átta liða úrslitum. Valsliðið féll út á móti rúmensku liði í undanúrslitunum. Tveimur árum fyrr fóru Eyjakonur jafnlangt í sömu keppni eftir sigur á króatísku liði í átta liða úrslitum. ÍBV datt síðan út í undanúrslitunum á móti verðandi meisturum Nürnberg frá Þýskalandi. Haukarnir voru fyrir árangur Valsmanna um helgina eina karlaliðið sem hafði komið í undanúrslit í Evrópu á síðustu þremur áratugum. Haukarnir duttu þá út fyrir Metkovic Jambo frá Króatíu í undanúrslitunum 2001 en landar þeirra hjá Magdeburg, Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson, hefndu fyrir það tap með því að vinna Króatana.Tvö í undanúrslitum vorið 1985 Gullöld íslenskra liða í Evrópukeppninni var þó örugglega 1984-85 tímabilið þegar bæði FH (meistaraliða) og Víkingur (bikarhafa) komust í undanúrslit. FH-ingar áttu þar enga möguleika í verðandi meistara Metaloplastika sem voru langbestir í Evrópu á þessum tíma. Víkingar duttu út þrátt fyrir 20-13 sigur á Barcelona í heimaleiknum eftir ótrúlegan dómaraskandal í seinni leiknum á Spáni sem Börsungar unnu 22-12. Barcelona vann síðan úrslitaleikinn á svipaðan hátt. Þróttarar náðu einnig einstökum árangri 1981-82 tímabilið þegar þeir fóru alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar í fyrstu tilraun sinni við Evrópukeppni.Aðeins eitt lið komist í úrslitaleik Valsmenn fóru alla leið í úrslitaleikinn vorið 1980 og það lið er enn þann dag í dag eina íslenska liðið sem hefur spilað til úrslita um Evrópumeistaratitilinn. Valsmenn slógu þá spænska liðið Atlético Madrid út úr undanúrslitum en steinlágu fyrir Grosswallstadt í úrslitaleiknum. Nú verður spennandi að sjá hvort annað Valslið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni. Eftir tæpa fjóra áratugi er kominn tími á að fá nýtt lið í klúbbinn. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Held ég að við séum búnir að setja mótið í pínulitla hættu Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. 2. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Serbneska liðið HC Sloga Pozega bættist um helgina í hóp með norska liðinu Haslum og Svartfellingunum í RK Partizan 1949. Engu þessara liða hefur tekist að enda Evrópuævintýri Valsmanna í vetur. Valsmenn fylgdu eftir 30-27 sigri í fyrri leiknum gegn Sloga með 29-26 sigri á Hlíðarenda á laugardagskvöldið. Valsliðið vann því örugglega 59-53 samanlagt. „Okkur hentar vel að vera í svona úrslitaleikjum alltaf, við sýndum það í bikarkeppninni og ég vona að þessi reynsla muni nýtast okkur vel í úrslitakeppninni í Olís-deildinni,“ sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals við íþróttadeild 365 eftir leikinn en nú þarf HSÍ að stilla upp úrslitakeppninni í kringum undanúrslitaleiki Valsliðsins. Það er þétt dagskrá fram undan hjá Val. „Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, glaður í leikslok, og bætti við: „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir fram undan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman.“ Valur mætir Turda frá Rúmeníu í undanúrslitum.Upplifa allan Balkanskagann „Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur við Íþróttadeild 365 í leikslok.Valsmenn komust fyrstir íslenska handboltaliða í undanúrslit í Evrópukeppni fyrir 37 árum og á laugardaginn eignaðist Hlíðarendaliðið sitt þriðja lið sem kemst alla leið í undanúrslit í Evrópu. Ekkert annað lið á fleiri en eitt undanúrslitalið í sögu Evrópukeppnanna. Ellefu ár voru liðin frá því að íslensk lið komst í undanúrslitin í Evrópukeppni og það voru alls liðin sextán ár síðan Ísland átti karlalið svo seint í keppninni.Valur með tvö síðustu liðin Kvennalið Vals og ÍBV áttu stærstu Evrópuævintýrin frá því að karlalið Hauka fór alla leið í undanúrslitin í EHF-bikarnum vorið 2001. Valskonur fóru svo langt í Áskorendakeppninni 2006 eftir sigur á svissneska liðinu Brühl í átta liða úrslitum. Valsliðið féll út á móti rúmensku liði í undanúrslitunum. Tveimur árum fyrr fóru Eyjakonur jafnlangt í sömu keppni eftir sigur á króatísku liði í átta liða úrslitum. ÍBV datt síðan út í undanúrslitunum á móti verðandi meisturum Nürnberg frá Þýskalandi. Haukarnir voru fyrir árangur Valsmanna um helgina eina karlaliðið sem hafði komið í undanúrslit í Evrópu á síðustu þremur áratugum. Haukarnir duttu þá út fyrir Metkovic Jambo frá Króatíu í undanúrslitunum 2001 en landar þeirra hjá Magdeburg, Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson, hefndu fyrir það tap með því að vinna Króatana.Tvö í undanúrslitum vorið 1985 Gullöld íslenskra liða í Evrópukeppninni var þó örugglega 1984-85 tímabilið þegar bæði FH (meistaraliða) og Víkingur (bikarhafa) komust í undanúrslit. FH-ingar áttu þar enga möguleika í verðandi meistara Metaloplastika sem voru langbestir í Evrópu á þessum tíma. Víkingar duttu út þrátt fyrir 20-13 sigur á Barcelona í heimaleiknum eftir ótrúlegan dómaraskandal í seinni leiknum á Spáni sem Börsungar unnu 22-12. Barcelona vann síðan úrslitaleikinn á svipaðan hátt. Þróttarar náðu einnig einstökum árangri 1981-82 tímabilið þegar þeir fóru alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar í fyrstu tilraun sinni við Evrópukeppni.Aðeins eitt lið komist í úrslitaleik Valsmenn fóru alla leið í úrslitaleikinn vorið 1980 og það lið er enn þann dag í dag eina íslenska liðið sem hefur spilað til úrslita um Evrópumeistaratitilinn. Valsmenn slógu þá spænska liðið Atlético Madrid út úr undanúrslitum en steinlágu fyrir Grosswallstadt í úrslitaleiknum. Nú verður spennandi að sjá hvort annað Valslið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni. Eftir tæpa fjóra áratugi er kominn tími á að fá nýtt lið í klúbbinn.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Held ég að við séum búnir að setja mótið í pínulitla hættu Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. 2. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Óskar Bjarni: Held ég að við séum búnir að setja mótið í pínulitla hættu Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. 2. apríl 2017 19:30
Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45