Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. apríl 2017 20:15 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til. Vísir/Andri Marinó „Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir sterkari, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og ég gat leyft mér að dreifa álaginu aðeins undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, þeir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
„Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir sterkari, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og ég gat leyft mér að dreifa álaginu aðeins undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, þeir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45