Fara ótroðnar slóðir með íslenskan bjór á dælum utan á gámi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2017 10:31 Teikning Sam Wood af gámnum, eins og hann mun koma til með að líta út. Sam Wood Bjóráhugafólk á Íslandi á von á öðruvísi sendingu af bjór til landsins í sumar. Maine Brewers’ Guild á Austurströnd Bandaríkjanna og Eimskip hafa efnt til samstarfs sem felur í sér öðruvísi tegund flutninga á öli milli landa. Gámur, fullur af bjór og með utanáliggjandi dælum. Um málið er fjallað í fjölmiðlum í Maine en hugmyndin er að kynna bjór frá Maine á nýjum mörkuðum og um leið að fá íslenskan bjór á bandarískan markað. Sean Sullivan, framkvæmdastjóri hjá Maien Brewers’ Guild, segir verkefnið ekki auðvelt, alls ekki ódýrt og ekki sé verið að apa eftir neinum. Verið sé að fara ótroðnar slóðir. Bjórframleiðendur í Maine vilji vera á undan tískunni og komast á evrópskan markað þar sem bjórþyrstir Evrópubúar vilja í auknum mæli drekka bandarískan bjór. Áfangastaðir Eimskipa eru á fimmta tug og ætla bjórframleiðendur í Maine að nýta skipin til að breiða út fagnaðarerindið um bjórinn sinn. „Amerískur bjór er sjóðandi heit vara í Evrópu sem Evrópubúar sækja af ákafa í,“ segir Sullivan. Gámurinn, sem nefndur er bjórbox (e. beer box), verður fullur af bjórkútum frá bruggverksmiðjum héðan og þaðan í Maine. Hans fyrsti viðkomustaður verður bjórhátíð í Reykjavík þann 24. júní.Í framhaldinu verður bjórboxið, ef að líkum lætur með tómum bjórkútum, fyllt á nýjan leik en nú með íslenskum bjór. Íslenskt öl verður teigað á bjórhátíð í Portland í Maine í lok júlí.Markmiðið er svo að halda áfram útbreiðslu bjórs í Maine í þeim borgum sem Eimskip flytur vörur til. Þær eru á fimmta tug og má sjá á kortinu hér að ofan sem fengið er af vefsíðu Eimskipa. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bjóráhugafólk á Íslandi á von á öðruvísi sendingu af bjór til landsins í sumar. Maine Brewers’ Guild á Austurströnd Bandaríkjanna og Eimskip hafa efnt til samstarfs sem felur í sér öðruvísi tegund flutninga á öli milli landa. Gámur, fullur af bjór og með utanáliggjandi dælum. Um málið er fjallað í fjölmiðlum í Maine en hugmyndin er að kynna bjór frá Maine á nýjum mörkuðum og um leið að fá íslenskan bjór á bandarískan markað. Sean Sullivan, framkvæmdastjóri hjá Maien Brewers’ Guild, segir verkefnið ekki auðvelt, alls ekki ódýrt og ekki sé verið að apa eftir neinum. Verið sé að fara ótroðnar slóðir. Bjórframleiðendur í Maine vilji vera á undan tískunni og komast á evrópskan markað þar sem bjórþyrstir Evrópubúar vilja í auknum mæli drekka bandarískan bjór. Áfangastaðir Eimskipa eru á fimmta tug og ætla bjórframleiðendur í Maine að nýta skipin til að breiða út fagnaðarerindið um bjórinn sinn. „Amerískur bjór er sjóðandi heit vara í Evrópu sem Evrópubúar sækja af ákafa í,“ segir Sullivan. Gámurinn, sem nefndur er bjórbox (e. beer box), verður fullur af bjórkútum frá bruggverksmiðjum héðan og þaðan í Maine. Hans fyrsti viðkomustaður verður bjórhátíð í Reykjavík þann 24. júní.Í framhaldinu verður bjórboxið, ef að líkum lætur með tómum bjórkútum, fyllt á nýjan leik en nú með íslenskum bjór. Íslenskt öl verður teigað á bjórhátíð í Portland í Maine í lok júlí.Markmiðið er svo að halda áfram útbreiðslu bjórs í Maine í þeim borgum sem Eimskip flytur vörur til. Þær eru á fimmta tug og má sjá á kortinu hér að ofan sem fengið er af vefsíðu Eimskipa.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira