Vill óhræddu stúlkuna burt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. apríl 2017 15:29 Styttunni er ætlað að minna fyrirtæki á að auka vægi kvenna í stjórnum þeirra. Vísir/Getty Arturo Di Modica, listamaðurinn sem hannaði hið fræga naut Wall Street hefur krafist þess að stytta af lítilli stúlku, sem staðið hefur á móti nautinu frá 8. mars síðastliðnum, verði fjarlægð. Styttan af stúlkunni heitir Óhrædda stúlkan og er eftir listakonuna Kristen Visbal. Á merkingu fyrir framan hana stendur „Þekktu máttinn af konum í forystu“ og „hún skiptir máli.“ Styttunni var komið fyrir í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna og fyrst stóð til að hún fengi að standa í einn mánuð. Borgaryfirvöld í New York hafa nú hins vegar gefið leyfi fyrir því að styttan standi út febrúar árið 2018. Norman Siegel, lögfræðingur Di Modica, segir að staðsetning stúlkunnar brjóti höfundarréttarlög og hefur krafist þess að styttan verði færð. „Við erum ekki að segja að hún þurfi að vera færð út fyrir borgina. Hún þarf bara að vera staðsett annars staðar,“ segir Siegel. Styttan af litlu stúlkunni hefur orðið vinsæl meðal ferðamanna í borginni síðan hún var reist en henni er ætlað að minna fyrirtæki á að auka vægi kvenna í stjórnum þeirra. Styttunni af nautinu var komið fyrir í skjóli nætur árið 1989 og átti það aða vera tákn um styrk New York borgar eftir verðbréfahrun ársins 1987. Tengdar fréttir Lítil óhrædd stúlka til höfuðs nauti Wall Street State Street Global Advisors, þriðja stærsta eignastýringafyrirtæki heims, hefur nú látið reisa styttu af ungri stúlku á móti hinu fræga nauti Wall Street í New York. 8. mars 2017 08:51 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Arturo Di Modica, listamaðurinn sem hannaði hið fræga naut Wall Street hefur krafist þess að stytta af lítilli stúlku, sem staðið hefur á móti nautinu frá 8. mars síðastliðnum, verði fjarlægð. Styttan af stúlkunni heitir Óhrædda stúlkan og er eftir listakonuna Kristen Visbal. Á merkingu fyrir framan hana stendur „Þekktu máttinn af konum í forystu“ og „hún skiptir máli.“ Styttunni var komið fyrir í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna og fyrst stóð til að hún fengi að standa í einn mánuð. Borgaryfirvöld í New York hafa nú hins vegar gefið leyfi fyrir því að styttan standi út febrúar árið 2018. Norman Siegel, lögfræðingur Di Modica, segir að staðsetning stúlkunnar brjóti höfundarréttarlög og hefur krafist þess að styttan verði færð. „Við erum ekki að segja að hún þurfi að vera færð út fyrir borgina. Hún þarf bara að vera staðsett annars staðar,“ segir Siegel. Styttan af litlu stúlkunni hefur orðið vinsæl meðal ferðamanna í borginni síðan hún var reist en henni er ætlað að minna fyrirtæki á að auka vægi kvenna í stjórnum þeirra. Styttunni af nautinu var komið fyrir í skjóli nætur árið 1989 og átti það aða vera tákn um styrk New York borgar eftir verðbréfahrun ársins 1987.
Tengdar fréttir Lítil óhrædd stúlka til höfuðs nauti Wall Street State Street Global Advisors, þriðja stærsta eignastýringafyrirtæki heims, hefur nú látið reisa styttu af ungri stúlku á móti hinu fræga nauti Wall Street í New York. 8. mars 2017 08:51 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lítil óhrædd stúlka til höfuðs nauti Wall Street State Street Global Advisors, þriðja stærsta eignastýringafyrirtæki heims, hefur nú látið reisa styttu af ungri stúlku á móti hinu fræga nauti Wall Street í New York. 8. mars 2017 08:51