Ofmetin Costco-áhrif Stjórnarmaðurinn skrifar 8. maí 2017 13:00 Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á opnun verslunar á Íslandi nú í sumarbyrjun. Ekki er nema gott um það að segja að fjölbreytnin aukist hér á landi. Costco bætist þar í flokk með þekktum erlendum vörumerkjum á borð við Bauhaus, H&M, Lindex og fleirum sem hafa opnað eða hyggja á opnun hér á landi. Bætt úrval og fleiri valkostir getur ekki annað en komið neytendum til góða. Hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að áhrifin af komu Costco á þá sem fyrir eru á markaði séu sennilega nokkuð ofmetin. Bréf í þeim kauphallarfélögum sem að einhverju leyti verða í samkeppni við Costco hafa ekki farið varhluta af þessu. Hagar, sem eru vitaskuld stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafa sennilega mest fundið fyrir þessum Costco-áhrifum en bréf Haga féllu snarpt í verði í upphafi árs, þótt sú lækkun hafi nú gengið til baka og ríflega það eftir kaupin á Olís og Lyfju. Önnur félög eins og N1 virðast sömuleiðis hafa fengið sinn skammt. Ef málið er hins vegar kannað er ekki annað að sjá en að þessi viðbrögð markaðarins séu sennilega fullhastarleg. Eins og Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, benti á um daginn, velta bestu verslanir Costco á heimsvísu milli 10 og 12 milljörðum króna. Með öðrum orðum – þótt verslun Costco yrði á pari við allra söluhæstu verslanir félagsins yrði markaðshlutdeildin einungis um 2,5% í smásölu hér á landi. Það sér hver maður að slíkt veldur ekki straumhvörfum á markaði þar sem 7% hagvöxtur ríkir. Þá er rétt að geta þess að stærstur hluti vöruframboðs íslenskra matvöruverslana er innlendur. Ólíklegt er að erlendur aðili geti náð betra verði en þeir sem fyrir eru á markaðnum. Við skulum fagna auknu vöruframboði og bættum kjörum neytenda. Hvað markaðsaðila varðar er þó sennilega rétt að gera eins og Jón Björnsson segir og leyfa Costco og H&M að opna áður en farið er að fara á taugum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Costco Neytendur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á opnun verslunar á Íslandi nú í sumarbyrjun. Ekki er nema gott um það að segja að fjölbreytnin aukist hér á landi. Costco bætist þar í flokk með þekktum erlendum vörumerkjum á borð við Bauhaus, H&M, Lindex og fleirum sem hafa opnað eða hyggja á opnun hér á landi. Bætt úrval og fleiri valkostir getur ekki annað en komið neytendum til góða. Hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að áhrifin af komu Costco á þá sem fyrir eru á markaði séu sennilega nokkuð ofmetin. Bréf í þeim kauphallarfélögum sem að einhverju leyti verða í samkeppni við Costco hafa ekki farið varhluta af þessu. Hagar, sem eru vitaskuld stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafa sennilega mest fundið fyrir þessum Costco-áhrifum en bréf Haga féllu snarpt í verði í upphafi árs, þótt sú lækkun hafi nú gengið til baka og ríflega það eftir kaupin á Olís og Lyfju. Önnur félög eins og N1 virðast sömuleiðis hafa fengið sinn skammt. Ef málið er hins vegar kannað er ekki annað að sjá en að þessi viðbrögð markaðarins séu sennilega fullhastarleg. Eins og Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, benti á um daginn, velta bestu verslanir Costco á heimsvísu milli 10 og 12 milljörðum króna. Með öðrum orðum – þótt verslun Costco yrði á pari við allra söluhæstu verslanir félagsins yrði markaðshlutdeildin einungis um 2,5% í smásölu hér á landi. Það sér hver maður að slíkt veldur ekki straumhvörfum á markaði þar sem 7% hagvöxtur ríkir. Þá er rétt að geta þess að stærstur hluti vöruframboðs íslenskra matvöruverslana er innlendur. Ólíklegt er að erlendur aðili geti náð betra verði en þeir sem fyrir eru á markaðnum. Við skulum fagna auknu vöruframboði og bættum kjörum neytenda. Hvað markaðsaðila varðar er þó sennilega rétt að gera eins og Jón Björnsson segir og leyfa Costco og H&M að opna áður en farið er að fara á taugum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Costco Neytendur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira