Oddný vill allan viðbótarkvóta á uppboð Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 13:00 Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. Vísir/Anton Þingflokksformaður Samfylkingarinnar vill að viðbótar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði og hvetur sjávarútvegsráðherra til að setja slíkar heimildir á uppboð. Ráðherra segir þverpólitíska nefnd bráðlega hefja störf um tillögur um stjórn fiskveiða og vill bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. En tveir af núverandi stjórnarflokkum hefðu haft þetta mál á stefnuskrám sínum fyrir síðustu kosningar, Björt framtíð og Viðreisn. Beinast lægi við að nota tilboð og tilboðsmarkaði þegar viðbótarveiðiheimildum verði útdeilt samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar.Oddný sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra tíðrætt um að sátt næðist um sjávarauðlindina en hæpið væri að það gerðist fyrr en veiðigjald ákvarðaðist á markaðslegum forsendum. „Þannig fæst sanngjarnt verð og fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar, getur treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni en en það er hægt að taka strax á næsta fiskveiðiári skref í rétta átt,“ sagði Oddný. Þorskkvótinn hafi verið aukinn um 21 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári og um fimm þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt nýjustu mælingum hafi þorskstofninn aldrei verið stærri. Því megi búast við viðbótarkvóta á næsta fiskveiðiári, í það minnsta á kjörtímabilinu. „Ef viðbótarkvótinn yrði boðinn út fengju smærri útgerðir tækifæri til að fá kvóta á lægra en stóru útgerðirnar eru að leigja hann á. Núna gengur kílóið á rúmar 200 krónur frá útgerðunum. En veiðigjaldið sem rennur til ríkisins er aðeins rétt um 11 krónur. Það fengist einnig reynsla af útboðsleiðinni sem sem nýta mætti í sáttaumræðum sem sem ráðherrann hæstvirtur hyggst hrinda af stað. Ég vil því spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra hvort henni finnst það ekki réttlátt og góð tillaga að viðbótarkvótinn, hver sem hann verður, verði boðinn út í stað þess að færa hann þeim útgerðum sem eru með kvóta fyrir,“ spurði Oddný. Sjávarútvegsráðherra sagði að í þessari viku yrði lokið við að skipa nefnd fulltrúa allra flokka á Alþingi sem hefði það hlutverk að sætta sjónarmið varðandi úthlutun veiðiheimilda og gjaldtöku vegna þeirra. Flestir flokka á Alþingi hafi komið að því að móta kerfið sem skilað hafi hagræðingu í greininni og uppbyggingu fiskistofna. „En hvað spurningu háttvirts þingmanns varðar, þá er ýmislegt í henni sem hægt er að taka undir. En ég vil benda á það að á meðan nefndin sem hefur ekki mikinn tíma, hún hefur út þetta ár; að meðan að hún er að störfum tel ég rétt að hún fái svigrúm til að meta hvaða leiðir eru bestar til að stuðla að sem víðtækastri sátt um þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar vill að viðbótar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði og hvetur sjávarútvegsráðherra til að setja slíkar heimildir á uppboð. Ráðherra segir þverpólitíska nefnd bráðlega hefja störf um tillögur um stjórn fiskveiða og vill bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. En tveir af núverandi stjórnarflokkum hefðu haft þetta mál á stefnuskrám sínum fyrir síðustu kosningar, Björt framtíð og Viðreisn. Beinast lægi við að nota tilboð og tilboðsmarkaði þegar viðbótarveiðiheimildum verði útdeilt samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar.Oddný sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra tíðrætt um að sátt næðist um sjávarauðlindina en hæpið væri að það gerðist fyrr en veiðigjald ákvarðaðist á markaðslegum forsendum. „Þannig fæst sanngjarnt verð og fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar, getur treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni en en það er hægt að taka strax á næsta fiskveiðiári skref í rétta átt,“ sagði Oddný. Þorskkvótinn hafi verið aukinn um 21 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári og um fimm þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt nýjustu mælingum hafi þorskstofninn aldrei verið stærri. Því megi búast við viðbótarkvóta á næsta fiskveiðiári, í það minnsta á kjörtímabilinu. „Ef viðbótarkvótinn yrði boðinn út fengju smærri útgerðir tækifæri til að fá kvóta á lægra en stóru útgerðirnar eru að leigja hann á. Núna gengur kílóið á rúmar 200 krónur frá útgerðunum. En veiðigjaldið sem rennur til ríkisins er aðeins rétt um 11 krónur. Það fengist einnig reynsla af útboðsleiðinni sem sem nýta mætti í sáttaumræðum sem sem ráðherrann hæstvirtur hyggst hrinda af stað. Ég vil því spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra hvort henni finnst það ekki réttlátt og góð tillaga að viðbótarkvótinn, hver sem hann verður, verði boðinn út í stað þess að færa hann þeim útgerðum sem eru með kvóta fyrir,“ spurði Oddný. Sjávarútvegsráðherra sagði að í þessari viku yrði lokið við að skipa nefnd fulltrúa allra flokka á Alþingi sem hefði það hlutverk að sætta sjónarmið varðandi úthlutun veiðiheimilda og gjaldtöku vegna þeirra. Flestir flokka á Alþingi hafi komið að því að móta kerfið sem skilað hafi hagræðingu í greininni og uppbyggingu fiskistofna. „En hvað spurningu háttvirts þingmanns varðar, þá er ýmislegt í henni sem hægt er að taka undir. En ég vil benda á það að á meðan nefndin sem hefur ekki mikinn tíma, hún hefur út þetta ár; að meðan að hún er að störfum tel ég rétt að hún fái svigrúm til að meta hvaða leiðir eru bestar til að stuðla að sem víðtækastri sátt um þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira