Níu af tólf leikmönnum í karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó eru nýliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2017 14:06 Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður íslenska karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Vísir/Anton Craig Pedersen mun ekki stýra íslenska karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og lykilmenn landsliðsins verða heldur ekki með á leikunum. Níu nýliðar eru í karlalandsliðinu en einn nýliði hjá konunum. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem munu skipa landslið Íslands, hjá konum og körlum, á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Ísland sendir til leiks landslið karla og kvenna í keppnina en þetta eru sautjándu leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði liðin okkar höfnuðu í 2. sæti. Í báðum landsliðunum í þessu verkefni fá leikmenn sem leika í háskólum í Bandaríkjunum tækifæri til að taka þátt, sem er gleðiefni, en margir efnilegir leikmenn, sem hafa verið í yngri landsliðum og A-liðum undanfarin ár, iðka þar nám og leika körfuknattleik um þessar mundir. Landslið kvenna er skipuð öllum þeim bestu leikmönnum sem leikfærir eru. Gunnhildur Gunnardóttir er barnshafandi og í fríi að þessu sinni. Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, völdu 12 leikmenn í þetta verkefni, en fleiri leikmenn hafa verið við æfingar með þeim að undanförnu sem munu fá tækifæri í vináttulandsleikjum í Írlandi um miðjan júní í kjölfar Smáþjóðaleika. Keflvíkingurinn Birna Valgerður Benónýsdóttir er eini nýliðinn í liðinu. Helena Sverrisdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir barnsburðarleyfi. Ákvörðun var tekin af þjálfurum karlaliðsins að nýta þetta mót til að skoða yngri leikmenn og nota nokkra af þeim sem eru að fara á lokamót U20 landsliða í sumar spreyta sig í bland við aðra unga leikmenn. Einungis þrír leikmenn karlaliðsins eiga A-leiki að baki sem eru í hóp að þessu sinni. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, valdi liðið með Finni Frey Stefánssyni og Arnari Guðjónsyni, aðstoðarþjálfurum sínum. Finnur Freyr mun stýra liðinu á leikunum en Finnur er einnig þjálfari U20 liðsins og Baldur Þór er hans aðstoðarþjálfari í báðum verkefnunum. Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður hópsins með 12 leiki en Ólafur Ólafsson hefur spilað 11 leiki og Tryggvi Snær Hlinason átta landsleiki.Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marino 2017:Landslið kvenna Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8 landsleikir) Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (2) Hallveig Jónsdóttir · Valur (5) Helena Sverrisdóttir · Haukar (61) Hildur Björg Kjartansdóttir · UTPA, USA / Snæfell (12) Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík (9) Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan (37) Sandra Lind Þrastardóttir · Horsholms 79’ers, DK (11) Sara Rún Hinriksdóttir · Canisius, USA / Keflavík (9) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (44) Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík (2) (Landsleikir innan sviga), Birna Valgerður er nýliði. Þjálfarar verða Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon.Landslið karla Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn Gunnar Ólafsson · St. Francis, USA / Keflavík Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA / Grindavík Kári Jónsson · Drexler, USA / Haukar Kristinn Pálsson · Marist, USA / Njarðvík Kristófer Acox · KR (12 landsleikir) Maciek Baginski · Þór Þorlákshöfn Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Ólafur Ólafsson · Grindavík (11) Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri (8) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR Þjálfarar verða Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson. FIBA hefur útnefnt tvo dómara frá Íslandi til að dæma á Smáþjóðaleikunum en það eru okkar FIBA dómarar, þeir Leifur S. Garðarsson og Sigmundur Már Herbertsson, sem fara fyrir hönd Íslands og dæma á leikunum. Að auki fer 5 manna fagteymi og fararstjórn frá KKÍ á mótið liðunum til halds og trausts. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Craig Pedersen mun ekki stýra íslenska karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og lykilmenn landsliðsins verða heldur ekki með á leikunum. Níu nýliðar eru í karlalandsliðinu en einn nýliði hjá konunum. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem munu skipa landslið Íslands, hjá konum og körlum, á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Ísland sendir til leiks landslið karla og kvenna í keppnina en þetta eru sautjándu leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði liðin okkar höfnuðu í 2. sæti. Í báðum landsliðunum í þessu verkefni fá leikmenn sem leika í háskólum í Bandaríkjunum tækifæri til að taka þátt, sem er gleðiefni, en margir efnilegir leikmenn, sem hafa verið í yngri landsliðum og A-liðum undanfarin ár, iðka þar nám og leika körfuknattleik um þessar mundir. Landslið kvenna er skipuð öllum þeim bestu leikmönnum sem leikfærir eru. Gunnhildur Gunnardóttir er barnshafandi og í fríi að þessu sinni. Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, völdu 12 leikmenn í þetta verkefni, en fleiri leikmenn hafa verið við æfingar með þeim að undanförnu sem munu fá tækifæri í vináttulandsleikjum í Írlandi um miðjan júní í kjölfar Smáþjóðaleika. Keflvíkingurinn Birna Valgerður Benónýsdóttir er eini nýliðinn í liðinu. Helena Sverrisdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir barnsburðarleyfi. Ákvörðun var tekin af þjálfurum karlaliðsins að nýta þetta mót til að skoða yngri leikmenn og nota nokkra af þeim sem eru að fara á lokamót U20 landsliða í sumar spreyta sig í bland við aðra unga leikmenn. Einungis þrír leikmenn karlaliðsins eiga A-leiki að baki sem eru í hóp að þessu sinni. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, valdi liðið með Finni Frey Stefánssyni og Arnari Guðjónsyni, aðstoðarþjálfurum sínum. Finnur Freyr mun stýra liðinu á leikunum en Finnur er einnig þjálfari U20 liðsins og Baldur Þór er hans aðstoðarþjálfari í báðum verkefnunum. Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður hópsins með 12 leiki en Ólafur Ólafsson hefur spilað 11 leiki og Tryggvi Snær Hlinason átta landsleiki.Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marino 2017:Landslið kvenna Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8 landsleikir) Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (2) Hallveig Jónsdóttir · Valur (5) Helena Sverrisdóttir · Haukar (61) Hildur Björg Kjartansdóttir · UTPA, USA / Snæfell (12) Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík (9) Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan (37) Sandra Lind Þrastardóttir · Horsholms 79’ers, DK (11) Sara Rún Hinriksdóttir · Canisius, USA / Keflavík (9) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (44) Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík (2) (Landsleikir innan sviga), Birna Valgerður er nýliði. Þjálfarar verða Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon.Landslið karla Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn Gunnar Ólafsson · St. Francis, USA / Keflavík Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA / Grindavík Kári Jónsson · Drexler, USA / Haukar Kristinn Pálsson · Marist, USA / Njarðvík Kristófer Acox · KR (12 landsleikir) Maciek Baginski · Þór Þorlákshöfn Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Ólafur Ólafsson · Grindavík (11) Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri (8) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR Þjálfarar verða Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson. FIBA hefur útnefnt tvo dómara frá Íslandi til að dæma á Smáþjóðaleikunum en það eru okkar FIBA dómarar, þeir Leifur S. Garðarsson og Sigmundur Már Herbertsson, sem fara fyrir hönd Íslands og dæma á leikunum. Að auki fer 5 manna fagteymi og fararstjórn frá KKÍ á mótið liðunum til halds og trausts.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira