Ólafur svarar fyrir sig á miðvikudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2017 14:11 Ólafur Ólafsson, oftast kenndur við Samskip, mun koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd seinni partinn á miðvikudaginn. Verður fundurinn opinn fjölmiðlum. Þar mun Ólafur svara fyrir sig en hann er borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur fór sjálfur fram á að fá að koma fyrir nefndina og útskýra mál sitt. Hann neitar því staðfastlega að hafa staðið í blekkingum við íslenska ríkið við kaupin á bankanum á sínum tíma.Finnur Vilhjálmsson og Kjartan Björgvinsson hafa rannsakað kaupin á Búnaðarbankanum hófu rannsókn sína í júlí 2016.Vísir/Anton BrinkRannsóknarnefndin mun sitja fyrir svörum nefndarinnar í fyrramálið klukkan níu. Þar munu formaðurinn Kjartan Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar og saksóknari hjá héraðssaksóknara, svara spurningum nefndarmanna. Fundurinn með Kjartani og Finni verður ekki opinn fjölmiðlum en það staðfestir Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður nefndarinnar, í samtali við Kjarnann. Sjá einnig: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Sterkur orðrómur hafði verið uppi í áraraðir um að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur annarra félaga við kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýndi blekkingarnar sem beittar voru svart á hvítu. „Niðurstöður skýrslunnar eru studdar þannig gögnum að um þetta verður ekki deilt meir,“ sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis, um söluna á Búnaðarbankanum í samtali við Fréttablaðið. Vorið 2016 fékk Umboðsmaður Alþingis ábendingu um málið sem þótti svo traust að sett var af stað rannsókn á kaupunum. Rannsóknarnefnd var skipuð í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvernig raunverulega var staðið að sölunni. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Ólafur Ólafsson, oftast kenndur við Samskip, mun koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd seinni partinn á miðvikudaginn. Verður fundurinn opinn fjölmiðlum. Þar mun Ólafur svara fyrir sig en hann er borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur fór sjálfur fram á að fá að koma fyrir nefndina og útskýra mál sitt. Hann neitar því staðfastlega að hafa staðið í blekkingum við íslenska ríkið við kaupin á bankanum á sínum tíma.Finnur Vilhjálmsson og Kjartan Björgvinsson hafa rannsakað kaupin á Búnaðarbankanum hófu rannsókn sína í júlí 2016.Vísir/Anton BrinkRannsóknarnefndin mun sitja fyrir svörum nefndarinnar í fyrramálið klukkan níu. Þar munu formaðurinn Kjartan Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar og saksóknari hjá héraðssaksóknara, svara spurningum nefndarmanna. Fundurinn með Kjartani og Finni verður ekki opinn fjölmiðlum en það staðfestir Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður nefndarinnar, í samtali við Kjarnann. Sjá einnig: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Sterkur orðrómur hafði verið uppi í áraraðir um að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur annarra félaga við kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýndi blekkingarnar sem beittar voru svart á hvítu. „Niðurstöður skýrslunnar eru studdar þannig gögnum að um þetta verður ekki deilt meir,“ sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis, um söluna á Búnaðarbankanum í samtali við Fréttablaðið. Vorið 2016 fékk Umboðsmaður Alþingis ábendingu um málið sem þótti svo traust að sett var af stað rannsókn á kaupunum. Rannsóknarnefnd var skipuð í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvernig raunverulega var staðið að sölunni.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00
Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00
Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19