Endalaus snöpp og töfrabrögð í nýjustu uppfærslu Snapchat Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2017 13:38 Það er ýmislegt hægt í nýjustu uppfærslu Snapchat. Mynd/Snapchat Það kennir ýmissa grasa í nýjustu uppfærslu á samskiptamiðlinum Snapchat sem kom út á dögunum. Hægt er að senda endalaus snöpp, teikna með emoji-táknum og láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri. Hægt er að sækja uppfærsluna með því að uppfæra smáforritið í App Store eða Google Play. Notendur Snapchat munu finna fyrir breytingum og segir í umfjöllun Mashable um uppfærsluna segir að uppfærslan sé ein sú stærsta sem fyrirtækið hefur sent frá sér.Stærsta breytingin er án efa að nú er hægt að senda endalaus snöpp. Þar sem hægt var að velja hversu lengi sá sem tekur á móti snappinu gat horft á það er nú búið að bæta við möguleika sem heitir óendanleiki.Svona lítur hinn nýji möguleiki út.Mynd/SnapchatMun snappið þá lifa á skjám móttakands þangað til að hann vill ekki sjá það lengur. Virkar þessi stilling bæði fyrir snöpp sem eru send til einstakra notenda sem og þau sem eru sett í hið svokallaða Story. Þá er einnig búið að bæta við möguleikanum að láta myndbönd spilast aftur og aftur, keimlíkt myndböndum sem sett voru á samskiptamiðillinn Vine. Viðmótinu hefur einnig verið breytt og er nú búið að setja stiku hægra meginn þar sem hægt er að velja ýmislegt sniðugt til þess að eiga við hvert og eitt snapp. Meðal þess sem þar hefur verið bætt við er að nú er hægt að nota emoji-tákn sem penna auk þess sem hægt er að láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri.Hægt er að láta hluti hverfa.Mynd/SnapchatSnapchat er um þessar mundir í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði. Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt á dögunum. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hafi aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016. Tengdar fréttir Staða Snapchat sögð slæm Gengi félagsins verra en spár gerðu ráð fyrir. 10. maí 2017 21:18 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í nýjustu uppfærslu á samskiptamiðlinum Snapchat sem kom út á dögunum. Hægt er að senda endalaus snöpp, teikna með emoji-táknum og láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri. Hægt er að sækja uppfærsluna með því að uppfæra smáforritið í App Store eða Google Play. Notendur Snapchat munu finna fyrir breytingum og segir í umfjöllun Mashable um uppfærsluna segir að uppfærslan sé ein sú stærsta sem fyrirtækið hefur sent frá sér.Stærsta breytingin er án efa að nú er hægt að senda endalaus snöpp. Þar sem hægt var að velja hversu lengi sá sem tekur á móti snappinu gat horft á það er nú búið að bæta við möguleika sem heitir óendanleiki.Svona lítur hinn nýji möguleiki út.Mynd/SnapchatMun snappið þá lifa á skjám móttakands þangað til að hann vill ekki sjá það lengur. Virkar þessi stilling bæði fyrir snöpp sem eru send til einstakra notenda sem og þau sem eru sett í hið svokallaða Story. Þá er einnig búið að bæta við möguleikanum að láta myndbönd spilast aftur og aftur, keimlíkt myndböndum sem sett voru á samskiptamiðillinn Vine. Viðmótinu hefur einnig verið breytt og er nú búið að setja stiku hægra meginn þar sem hægt er að velja ýmislegt sniðugt til þess að eiga við hvert og eitt snapp. Meðal þess sem þar hefur verið bætt við er að nú er hægt að nota emoji-tákn sem penna auk þess sem hægt er að láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri.Hægt er að láta hluti hverfa.Mynd/SnapchatSnapchat er um þessar mundir í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði. Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt á dögunum. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hafi aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016.
Tengdar fréttir Staða Snapchat sögð slæm Gengi félagsins verra en spár gerðu ráð fyrir. 10. maí 2017 21:18 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira