Fast skotið á Corbyn fyrir árásarummæli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn saxar nú á forskot Theresu May. Nordicphotos/AFP Kosningabaráttan í Bretlandi er aftur komin á skrið eftir hryðjuverkin í Manchester á mánudag. Eins og við er að búast er þjóðaröryggi eitt mikilvægasta málið í hugum jafnt frambjóðenda sem kjósenda. Kjósa á þann 8. júní. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að undir sinni forystu myndi ríkisstjórnin draga úr hættunni á hryðjuverkum frekar en að auka hana. Ýjaði hann að því að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Theresu May hefði gerst sek um einmitt það. „Fjölmargir sérfræðingar hafa bent á tengsl á milli stríða sem við höfum tekið þátt í erlendis og hryðjuverka hér heima,“ sagði Corbyn. Þá hét Corbyn því að auka fjárveitingar til lögreglu eftir niðurskurð síðustu missera. Hins vegar ítrekaði Corbyn að ábyrgðin á hryðjuverkum lægi alltaf hjá hryðjuverkamönnunum sjálfum. „Mat sérfræðinga dregur á engan hátt úr sök þeirra sem ráðast á börn okkar,“ sagði Corbyn. Íhaldsflokksmenn tóku gagnrýninni ekki þegjandi. Sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, á blaðamannafundi með bandarískum kollega sínum, Rex Tillerson, að það væri „skrímslaháttur“ af Corbyn að reyna að réttlæta gjörðir hryðjuverkamanna. „Mér finnst það algjörlega ótrúlegt og óafsakanlegt að nýta þessa viku af öllum til þess að reyna að réttlæta aðgerðir hryðjuverkamanna,“ sagði Johnson. Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng. Sagði hann Corbyn notfæra sér hina „ógeðfelldu árás“ til að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri. „Þetta sýnir ekki leiðtogahæfni. Þetta snýst um að forgangsraða stjórnmálum framar fólki á hörmungartímum,“ sagði Farron. Þrátt fyrir talsverða gagnrýni á orð Corbyns má þó mæla meðbyr með Verkamannaflokknum nú þegar nær dregur kosningum. Í nýrri könnun YouGov mælist Verkamannaflokkurinn með 38 prósenta stuðning. Mælist hann einungis fimm prósentustigum minni en Íhaldsflokkurinn sem nýtur stuðnings 43 prósenta kjósenda. Könnunin, sem er nýjasta stóra könnunin, sýnir nokkuð mikla breytingu á stöðunni en meðaltal skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman sýnir Íhaldsflokkinn með 45 prósenta stuðning en Verkamannaflokkinn í 34 prósentum. Munar því ellefu prósentustigum. Þó er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur saxað á forskot Íhaldsflokksins frá því Theresa May boðaði óvænt til kosninga þann 18. apríl, þremur árum á undan áætlun. Mældist forskotið þá um 20 prósentustig. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Kosningabaráttan í Bretlandi er aftur komin á skrið eftir hryðjuverkin í Manchester á mánudag. Eins og við er að búast er þjóðaröryggi eitt mikilvægasta málið í hugum jafnt frambjóðenda sem kjósenda. Kjósa á þann 8. júní. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að undir sinni forystu myndi ríkisstjórnin draga úr hættunni á hryðjuverkum frekar en að auka hana. Ýjaði hann að því að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Theresu May hefði gerst sek um einmitt það. „Fjölmargir sérfræðingar hafa bent á tengsl á milli stríða sem við höfum tekið þátt í erlendis og hryðjuverka hér heima,“ sagði Corbyn. Þá hét Corbyn því að auka fjárveitingar til lögreglu eftir niðurskurð síðustu missera. Hins vegar ítrekaði Corbyn að ábyrgðin á hryðjuverkum lægi alltaf hjá hryðjuverkamönnunum sjálfum. „Mat sérfræðinga dregur á engan hátt úr sök þeirra sem ráðast á börn okkar,“ sagði Corbyn. Íhaldsflokksmenn tóku gagnrýninni ekki þegjandi. Sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, á blaðamannafundi með bandarískum kollega sínum, Rex Tillerson, að það væri „skrímslaháttur“ af Corbyn að reyna að réttlæta gjörðir hryðjuverkamanna. „Mér finnst það algjörlega ótrúlegt og óafsakanlegt að nýta þessa viku af öllum til þess að reyna að réttlæta aðgerðir hryðjuverkamanna,“ sagði Johnson. Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng. Sagði hann Corbyn notfæra sér hina „ógeðfelldu árás“ til að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri. „Þetta sýnir ekki leiðtogahæfni. Þetta snýst um að forgangsraða stjórnmálum framar fólki á hörmungartímum,“ sagði Farron. Þrátt fyrir talsverða gagnrýni á orð Corbyns má þó mæla meðbyr með Verkamannaflokknum nú þegar nær dregur kosningum. Í nýrri könnun YouGov mælist Verkamannaflokkurinn með 38 prósenta stuðning. Mælist hann einungis fimm prósentustigum minni en Íhaldsflokkurinn sem nýtur stuðnings 43 prósenta kjósenda. Könnunin, sem er nýjasta stóra könnunin, sýnir nokkuð mikla breytingu á stöðunni en meðaltal skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman sýnir Íhaldsflokkinn með 45 prósenta stuðning en Verkamannaflokkinn í 34 prósentum. Munar því ellefu prósentustigum. Þó er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur saxað á forskot Íhaldsflokksins frá því Theresa May boðaði óvænt til kosninga þann 18. apríl, þremur árum á undan áætlun. Mældist forskotið þá um 20 prósentustig.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira