Samþykktu að auka ekki framleiðslu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Svartagullið mun halda áfram að flæða á sama tempói. vísir/epa Stjórnvöld í Írak samþykktu í gær að olíuframleiðsla landsins yrði ekki aukin á næstu níu mánuðum. Aðgerðin er liður í áframhaldandi niðurskurði OPEC-ríkjanna á olíuframleiðslu. Í lok nóvember síðastliðins samþykktu OPEC-ríkin að draga úr olíuframleiðslu um sem nemur 1,2 milljónum tunna á dag. Aðgerðin hófst um áramótin og átti að vara í hálft ár. Nú hefur verið ákveðið að framlengja hana um níu mánuði. Önnur olíuríki, utan OPEC, þar á meðal Rússland, fylgdu í kjölfarið og drógu seglin saman um sem nemur 560 þúsund tunnum á dag. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að viðskiptaþvingunum gagnvart Íran var aflétt. Þá streymdu olíubirgðir Írana inn á markaðinn, framboðið rauk upp úr öllu valdi og olli því að verð lækkaði. „Ákvörðun þessi er tekin í samráði við Sádi-Arabíu. Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að auka ekki framleiðsluna,“ sagði Jabbar al-Luay, olíumálaráðherra Íraks, á fréttamannafundi þar sem niðurstaðan var tilkynnt. Við hlið hans sat Khalid al-Falih, orkumálaráðherra Sáda. Fulltrúar OPEC-ríkjanna og Rússa munu hittast á fimmtudag þar sem samkomulagið verður formlega undirritað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46 Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Stjórnvöld í Írak samþykktu í gær að olíuframleiðsla landsins yrði ekki aukin á næstu níu mánuðum. Aðgerðin er liður í áframhaldandi niðurskurði OPEC-ríkjanna á olíuframleiðslu. Í lok nóvember síðastliðins samþykktu OPEC-ríkin að draga úr olíuframleiðslu um sem nemur 1,2 milljónum tunna á dag. Aðgerðin hófst um áramótin og átti að vara í hálft ár. Nú hefur verið ákveðið að framlengja hana um níu mánuði. Önnur olíuríki, utan OPEC, þar á meðal Rússland, fylgdu í kjölfarið og drógu seglin saman um sem nemur 560 þúsund tunnum á dag. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að viðskiptaþvingunum gagnvart Íran var aflétt. Þá streymdu olíubirgðir Írana inn á markaðinn, framboðið rauk upp úr öllu valdi og olli því að verð lækkaði. „Ákvörðun þessi er tekin í samráði við Sádi-Arabíu. Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að auka ekki framleiðsluna,“ sagði Jabbar al-Luay, olíumálaráðherra Íraks, á fréttamannafundi þar sem niðurstaðan var tilkynnt. Við hlið hans sat Khalid al-Falih, orkumálaráðherra Sáda. Fulltrúar OPEC-ríkjanna og Rússa munu hittast á fimmtudag þar sem samkomulagið verður formlega undirritað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46 Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46