Microbit og hugrekki í íslensku menntakerfi Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 14. júní 2017 10:58 Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum. Á Íslandi búum við í litlu samfélagi sem m.a. getur skilað árangursríku nábýli menntakerfis og atvinnulífs og, þrátt fyrir allt, eigum við menntakerfi sem stuðlar að jöfnuði og tækifærum til handa öllum börnum. Þetta eru m.a. ástæður þess að menntakerfið okkar ætti að geta brugðist við þróun í samfélaginu með kvikari hætti en aðrar þjóðir og vegna þess hve sterkar stoðir við eigum bæði í menntakerfinu og atvinnulífinu ættum við að geta skilað árangri sem eftir er tekið á heimsvísu. Nauðsynleg þróun á íslensku menntakerfi snýr að aðferðafræði og nálgun fremur en að efla hefðbundna þekkingarmiðlun. Með þessu á ég við að við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsun þegar kemur að því hvernig við bregðumst við þróun og breyttum aðstæðum. Við þurfum að þora að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvert vegferðin leiðir okkur og á sama hátt þurfum við að leyfa börnum að leggja í rannsóknir og leita svara sem við þekkjum ekki. Þannig mun hlutverk þeirra sem að menntun koma í auknu mæli þróast í að skapa vettvang, aðstæður og grunn fyrir nemendur frekar en að miðla með markvissum hætti svörunum við öllum spurningunum sem við vitum. Það eru ekki svörin sem munu skila bestum árangri sem völ er á í íslensku menntakerfi. Á sama hátt verður hæfni í lausnamiðun, hugmyndaauðgi og rökhugsun ekki þjálfuð nema í umhverfi sem er vel til þess fallið að ýta undir slíka færni. Á nýliðnum vetri var farið af stað með mikilvægt verkefni fyrir íslenskt samfélag sem í raun byggir á þeim þáttum sem nefndir eru hér fyrir ofan. Microbit eða Kóðinn 1.0 er sameiginlegt verkefni opinberra aðila, fjölmiðla, atvinnulífs og íslensks menntakerfis. Verkefnið byggir á mikilvægi þess að unnið sé markvisst með forritunarkennslu, skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og lausnamiðun. Aðilar tóku höndum saman um kaup og dreifingu á forritanlegum smátölvum, þróuðu efni og miðluðu þekkingu og hugmyndum eftir því sem framvinda gaf tilefni til. Niðurstaðan er sú að árangurinn fór fram úr björtustu vonum og verkefnið vekur athygli víða um heim, fyrst og fremst vegna aðferðafræðinnar og þeirrar nálgunar sem lögð var til grundvallar. Í upphafi var ekki vitað hver þróunin yrði og við þekktum ekki svörin við öllum spurningum en fjöldi aðila, og þar eru kennarar fremstir í flokki, höfðu hugrekki til að taka af skarið og taka afstöðu með hinu mikilvæga en lítt þekkta viðfangsefni. Það þarf hugrekki til að sleppa tökunum á „kerfinu“ sem við þekkjum og innleiða nýja hugsun. Það þarf líka hugrekki til að horfast í augu við það að svörin sem við þekkjum eru ekki svörin sem börnin okkar þurfa mest á að halda í framtíðinni. Ef við höfum kjark til að horfast í augu við þetta er okkur ekkert að vanbúnaði og við erum stóru skrefi nær því að tryggja börnunum okkar og íslensku atvinnulífi bjarta framtíð. Höfundur er sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum. Á Íslandi búum við í litlu samfélagi sem m.a. getur skilað árangursríku nábýli menntakerfis og atvinnulífs og, þrátt fyrir allt, eigum við menntakerfi sem stuðlar að jöfnuði og tækifærum til handa öllum börnum. Þetta eru m.a. ástæður þess að menntakerfið okkar ætti að geta brugðist við þróun í samfélaginu með kvikari hætti en aðrar þjóðir og vegna þess hve sterkar stoðir við eigum bæði í menntakerfinu og atvinnulífinu ættum við að geta skilað árangri sem eftir er tekið á heimsvísu. Nauðsynleg þróun á íslensku menntakerfi snýr að aðferðafræði og nálgun fremur en að efla hefðbundna þekkingarmiðlun. Með þessu á ég við að við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsun þegar kemur að því hvernig við bregðumst við þróun og breyttum aðstæðum. Við þurfum að þora að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvert vegferðin leiðir okkur og á sama hátt þurfum við að leyfa börnum að leggja í rannsóknir og leita svara sem við þekkjum ekki. Þannig mun hlutverk þeirra sem að menntun koma í auknu mæli þróast í að skapa vettvang, aðstæður og grunn fyrir nemendur frekar en að miðla með markvissum hætti svörunum við öllum spurningunum sem við vitum. Það eru ekki svörin sem munu skila bestum árangri sem völ er á í íslensku menntakerfi. Á sama hátt verður hæfni í lausnamiðun, hugmyndaauðgi og rökhugsun ekki þjálfuð nema í umhverfi sem er vel til þess fallið að ýta undir slíka færni. Á nýliðnum vetri var farið af stað með mikilvægt verkefni fyrir íslenskt samfélag sem í raun byggir á þeim þáttum sem nefndir eru hér fyrir ofan. Microbit eða Kóðinn 1.0 er sameiginlegt verkefni opinberra aðila, fjölmiðla, atvinnulífs og íslensks menntakerfis. Verkefnið byggir á mikilvægi þess að unnið sé markvisst með forritunarkennslu, skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og lausnamiðun. Aðilar tóku höndum saman um kaup og dreifingu á forritanlegum smátölvum, þróuðu efni og miðluðu þekkingu og hugmyndum eftir því sem framvinda gaf tilefni til. Niðurstaðan er sú að árangurinn fór fram úr björtustu vonum og verkefnið vekur athygli víða um heim, fyrst og fremst vegna aðferðafræðinnar og þeirrar nálgunar sem lögð var til grundvallar. Í upphafi var ekki vitað hver þróunin yrði og við þekktum ekki svörin við öllum spurningum en fjöldi aðila, og þar eru kennarar fremstir í flokki, höfðu hugrekki til að taka af skarið og taka afstöðu með hinu mikilvæga en lítt þekkta viðfangsefni. Það þarf hugrekki til að sleppa tökunum á „kerfinu“ sem við þekkjum og innleiða nýja hugsun. Það þarf líka hugrekki til að horfast í augu við það að svörin sem við þekkjum eru ekki svörin sem börnin okkar þurfa mest á að halda í framtíðinni. Ef við höfum kjark til að horfast í augu við þetta er okkur ekkert að vanbúnaði og við erum stóru skrefi nær því að tryggja börnunum okkar og íslensku atvinnulífi bjarta framtíð. Höfundur er sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun