Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir fékk boð um að hlaupa 800 metrana á Demantamóti í Stokkhólmi 18. júní en þetta kemur fram á RÚV.
Aníta var búin að bóka sig í 800 metra hlaupið í á Demantamótinu Ósló 15. júní þannig hún dvelur næstu daga á Norðurlöndum og tekur þátt í þessari sterkustu frjálsíþróttamótaröð heims.
Hlaupið í Stokkhólmi hjá Anítu verður síðasta grein mótsins þannig sviðsljósið verður á þeirri íslensku og stöllum hennar á því móti.

