Viðskipti erlent

Sony framleiðir vínyl á ný

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sala á vínýlplötum fær hækkandi með ári hverju í heiminum.
Sala á vínýlplötum fær hækkandi með ári hverju í heiminum. Vísir
Sony Music, eitt af þremur stærstu plötuútgáfufyrirtækjum heims, hefur ákveðið að framleiða aftur vínylplötur. Fyrirtækið hætti því árið 1989.

BBC greinir frá því að Sony muni pressa sínar eigin plötur í verksmiðju í Tókýó frá og með næstkomandi mars.

Mikil eftirspurn hefur verið eftir vínyl plötum síðastliðin árin. En vínylplötur hurfu meira eða minna af markaði eftir að geisladiskar urðu vinsælli um níunda áratug síðustu aldar.

Í dag telja þó tónlistaráhugamenn margir hverjir að hljóðið í vínyl sé betra en í geisladiskum og í stafrænni tónlist. Áætlað er að tekjur af vínyl plötum muni nema milljarði dollara á þessu ári, eða rúmlega 100 milljörðum króna, á heimsvísu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×