Uber bætir þjórfé við þjónustu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 20:54 Frá höfuðstöðvum Uber í Hong Kong. Vísir/AFP Farþegum leigubílaþjónustunnar Uber býðst nú að greiða bílstjórum þjónustunnar þjórfé í gegnum smáforrit fyrirtækisins. Uber kemur þar til móts við bílstjóra sína en þeir hafa lengi barist fyrir því að geta innheimt þjórfé við aksturinn. Bílstjórar Uber hafa beðið lengi eftir því að greiðsla á þjórfé verði innleidd inn í þjónustu fyrirtækisins. Helsti keppinautur Uber, leigubílaþjónustan Lyft, býður upp á þjórfé í smáforriti sínu en bílstjórar Uber hafa löngum sakað vinnuveitanda sinn um að svipta þá greiðslum sem þeir hefðu rétt á að innheimta. Í frétt Guardian segir að leigubílstjórar Uber muni fyrst um sinn aðeins geta tekið við þjórfé í þremur bandarískum borgum, Seattle, Minneapolis og Houston. Breytingin tekur gildi í borgunum frá og með deginum í dag en áætlað er að allir bílstjórar Uber í Bandaríkjunum geti nýtt sér valkostinn í lok næsta mánaðar. Vika er síðan framkvæmdastjóri og einn stofnenda Uber, Travis Kalanick, tilkynnti um að hann ætlaði að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum í kjölfar rannsóknar á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. Þá var á þriðja tug starfsmanna Uber vikið frá störfum vegna málsins. Innleiðing þjórfjártökunnar er liður í nýrri áætlun Uber sem ber heitið “180 dagar af breytingum fyrir bílstjóra.” Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að henni sé ætlað að “laga og bæta akstursupplifunina.” Tengdar fréttir Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56 Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54 Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Farþegum leigubílaþjónustunnar Uber býðst nú að greiða bílstjórum þjónustunnar þjórfé í gegnum smáforrit fyrirtækisins. Uber kemur þar til móts við bílstjóra sína en þeir hafa lengi barist fyrir því að geta innheimt þjórfé við aksturinn. Bílstjórar Uber hafa beðið lengi eftir því að greiðsla á þjórfé verði innleidd inn í þjónustu fyrirtækisins. Helsti keppinautur Uber, leigubílaþjónustan Lyft, býður upp á þjórfé í smáforriti sínu en bílstjórar Uber hafa löngum sakað vinnuveitanda sinn um að svipta þá greiðslum sem þeir hefðu rétt á að innheimta. Í frétt Guardian segir að leigubílstjórar Uber muni fyrst um sinn aðeins geta tekið við þjórfé í þremur bandarískum borgum, Seattle, Minneapolis og Houston. Breytingin tekur gildi í borgunum frá og með deginum í dag en áætlað er að allir bílstjórar Uber í Bandaríkjunum geti nýtt sér valkostinn í lok næsta mánaðar. Vika er síðan framkvæmdastjóri og einn stofnenda Uber, Travis Kalanick, tilkynnti um að hann ætlaði að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum í kjölfar rannsóknar á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. Þá var á þriðja tug starfsmanna Uber vikið frá störfum vegna málsins. Innleiðing þjórfjártökunnar er liður í nýrri áætlun Uber sem ber heitið “180 dagar af breytingum fyrir bílstjóra.” Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að henni sé ætlað að “laga og bæta akstursupplifunina.”
Tengdar fréttir Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56 Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54 Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56
Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54
Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00