Aníta fékk silfur í Póllandi Elías Orri Njarðarson skrifar 15. júlí 2017 16:45 Aníta hefur gert það gott í sumar. vísir/hanna Aníta Hinriksdóttir keppti til úrslita í 800 m hlaupi kvenna á Evrópumóti 23 ára og yngri sem fram fór í Póllandi. Aníta var á fimmtu braut í hlaupinu og byrjaði af miklum krafti. Hlaupið var jafnt fyrstu 150 metrana en eftir þá gaf Aníta í og tók forskotið. Aníta leiddi hlaupið framan af og á eftir henni var Renée Eykens, frá Belgíu. Þær tvær stungu hina keppendurnar af og var keppnin á milli þeirra æsispennandi. Aníta missti síðan forskotið til Eykens, þegar lítið var eftir af hlaupinu, eftir að Belginn setti allt í botn og náði að komast fram úr Anítu. Eykens kom fyrst í mark á tímanum 2:04,73 og Aníta kom á eftir henni á tímanum 2:05,02. Í þriðja sæti var svo Hannah Segrave, frá Bretlandi, á tímanum 2:05,53. Silfur er niðurstaðan fyrir Anítu sem getur verið ánægð með verðlaunasæti en þrátt fyrir það svekkt með að hafa misst af fyrsta sætinu á lokametrunum.
Aníta Hinriksdóttir keppti til úrslita í 800 m hlaupi kvenna á Evrópumóti 23 ára og yngri sem fram fór í Póllandi. Aníta var á fimmtu braut í hlaupinu og byrjaði af miklum krafti. Hlaupið var jafnt fyrstu 150 metrana en eftir þá gaf Aníta í og tók forskotið. Aníta leiddi hlaupið framan af og á eftir henni var Renée Eykens, frá Belgíu. Þær tvær stungu hina keppendurnar af og var keppnin á milli þeirra æsispennandi. Aníta missti síðan forskotið til Eykens, þegar lítið var eftir af hlaupinu, eftir að Belginn setti allt í botn og náði að komast fram úr Anítu. Eykens kom fyrst í mark á tímanum 2:04,73 og Aníta kom á eftir henni á tímanum 2:05,02. Í þriðja sæti var svo Hannah Segrave, frá Bretlandi, á tímanum 2:05,53. Silfur er niðurstaðan fyrir Anítu sem getur verið ánægð með verðlaunasæti en þrátt fyrir það svekkt með að hafa misst af fyrsta sætinu á lokametrunum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn