Sport

Ásdís komin í úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásdís keppir í úrslitum á þriðjudaginn.
Ásdís keppir í úrslitum á þriðjudaginn. vísir/anton
Ásdís Hjálmsdóttir er komin í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í London.

Ásdís kastaði lengst 63,06 metra og var með níunda besta kastið í undanúrslitunum. Íslandsmetið, sem Ásdís setti í síðasta mánuði, er 63,43 metrar.

Ásdís kastaði 59,53 í fyrsta kasti og 57,28 metra í öðru kasti. En þriðja kastið var frábært og tryggði henni sæti í úrslitum.

Huihui Lyu frá Kína var með besta kastið í undanúrslitunum, 67,59 metra.

Úrslitin fara fram klukkan 18:20 á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×