Viðskipti erlent

Áhyggjur af áhrifum Brexit

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mark Carney, seðlabankastjóri.
Mark Carney, seðlabankastjóri. vísir/EPA
Seðlabankastjóri Bretlands, Mark Carney, varaði við því í gær að óvissa vegna væntanlegrar úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu væri nú þegar farin að hafa alvarleg áhrif á efnahag ríkisins. Lét Carney þau ummæli falla í kjölfar þess að seðlabankinn lækkaði hagvaxtarspár sínar.

Áður var hagvaxtarspá fyrir árið 1,9 prósent en hún var lækkuð í 1,7 prósent í gær. Þá var spáin fyrir árið 2018 lækkuð úr 1,7 prósentum niður í 1,6 prósent. Þá ákvað bankinn að halda stýrivöxtum í 0,25 prósentum en þeir hafa verið jafnháir í um ár.

Breska pundið féll einnig í verði í gær um 0,76 prósent gagnvart evru. Hefur pundið ekki verið lægra gagnvart evru í níu mánuði.

„Það er alveg ljóst af samtölum okkar við fyrirtæki í landinu að óvissan um væntanlegt samband okkar við Evrópusambandið hefur áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja,“ sagði Carney. Hann bætti því við að fjárfestingar á Bretlandi væru minni en áður og að afleiðingar óvissunnar væru að hrannast upp. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×