Dagur: Vil að Japan eignist alvöru landslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. ágúst 2017 19:00 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, er nú mættur hingað til lands og mun vera með lið sitt í æfingabúðum á Íslandi næstu tvær vikurnar. Dagur sló í gegn sem þjálfari þýska landsliðsins og gerði liðið óvænt að Evrópumeisturum í fyrra og vann til bronsverðlauna með því á Ólympíuleikunum í Ríó. En svo hætti hann skyndilega og tók við landsliði Japan, sem hann mun stýra til 2024. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur gengið stórvel. Ég hef verið í fjórar vikur í Tókýó við æfingar. Við fengum íslenska stráka meðal annars til að æfa með liðinu í tvær vikur til að gefa þeim meiri reynslu gegn öðrum leikmönnum,“ sagði Dagur. „Svo erum við í tvær vikur hér heima og spilum mikið af æfingaleikjum.“ Dagur var ánægður með að hans menn hafi náð jafntefli við Suður-Kóreu skömmu áður en landsliðið hélt til Íslands. „Það er gott að fá jákvæð úrslit eftir langa æfingatörn. Það gefur strákunum sjálfstraust og þeir sjá að þetta er vonandi að færast í rétta átt.“ „Japan hefur aldrei náð að vinna Suður-Kóreu þegar þeir hafa verið með sitt sterkasta lið. Þetta var því skref í rétta átt.“ Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó árið 2020 og Degi er ætlað að mæta með sterkt japanskt handboltalið til leiks. „Ég horfi þó lengra en það. Ég vil byggja upp lið til framtíðar. Við viljum verða samkeppnishæfir eftir þrjú ár, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, en langtímamarkmiðið er að Japan eigi alvöru landslið.“ Dagur segir að það sé ágætur grunnur í japönskum handbolta en að leikmenn skorti helst reynslu af alþjóðlegum handbolta. Hann vill því nýta tímann vel og spilar sjö æfingaleiki hér á landi á þeim tveimur vikum sem að lið hans dvelur hér. Viðtal Guðjóns má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, er nú mættur hingað til lands og mun vera með lið sitt í æfingabúðum á Íslandi næstu tvær vikurnar. Dagur sló í gegn sem þjálfari þýska landsliðsins og gerði liðið óvænt að Evrópumeisturum í fyrra og vann til bronsverðlauna með því á Ólympíuleikunum í Ríó. En svo hætti hann skyndilega og tók við landsliði Japan, sem hann mun stýra til 2024. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur gengið stórvel. Ég hef verið í fjórar vikur í Tókýó við æfingar. Við fengum íslenska stráka meðal annars til að æfa með liðinu í tvær vikur til að gefa þeim meiri reynslu gegn öðrum leikmönnum,“ sagði Dagur. „Svo erum við í tvær vikur hér heima og spilum mikið af æfingaleikjum.“ Dagur var ánægður með að hans menn hafi náð jafntefli við Suður-Kóreu skömmu áður en landsliðið hélt til Íslands. „Það er gott að fá jákvæð úrslit eftir langa æfingatörn. Það gefur strákunum sjálfstraust og þeir sjá að þetta er vonandi að færast í rétta átt.“ „Japan hefur aldrei náð að vinna Suður-Kóreu þegar þeir hafa verið með sitt sterkasta lið. Þetta var því skref í rétta átt.“ Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó árið 2020 og Degi er ætlað að mæta með sterkt japanskt handboltalið til leiks. „Ég horfi þó lengra en það. Ég vil byggja upp lið til framtíðar. Við viljum verða samkeppnishæfir eftir þrjú ár, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, en langtímamarkmiðið er að Japan eigi alvöru landslið.“ Dagur segir að það sé ágætur grunnur í japönskum handbolta en að leikmenn skorti helst reynslu af alþjóðlegum handbolta. Hann vill því nýta tímann vel og spilar sjö æfingaleiki hér á landi á þeim tveimur vikum sem að lið hans dvelur hér. Viðtal Guðjóns má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Sjá meira