200 daga vinátta Guðlaugs Þórs og Trumps Smári McCarthy skrifar 19. ágúst 2017 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra má eiga það, hann passar upp á vini sína. En hvort hann vandi valið á þeim, það er önnur spurning. Ég óttast að vanvilji Guðlaugs Þórs til að fordæma Donald Trump Bandaríkjaforseta á grundvelli þess sem hefur átt sér stað undanfarna 200 daga byggist á einhverskonar kjánalegri trú um að hægt sé að vera vinur svona manna. Hversu lengi þessi vinátta endist er önnur spurning. Þjóðernisofstæki mun seint vera launað yfir landamæri, og eftir því sem ofstækið eykst eru birtingarmyndir þess líklegari til að valda öllum skaða, hvort sem það er í formi gælna við nýnasista, niðurbrots dómskerfisins, misbeitingar á valdi, eða tortímingu á viðskiptasamböndum á grundvelli einangrunarhyggju. Mikið hefur verið rætt um það undanfarna daga að Trump virðist furðu tregur til að lýsa andstyggð sinni á nýnasistum og öðrum sem bera hugmyndafræði sem gengur gegn góðu siðferði og nútíma mannréttindum.Fantur og hrotti Í Helgarútgáfunni á Rás 2 sl. sunnudag hélt Guðlaugur Þór því fram að ekki væri hægt, eftir aðeins 200 daga forsetatíð Donalds Trump í Bandaríkjunum, að meta það hverskonar forseti hann yrði. Á sínum 200 dögum sem forseti hefur Donald Trump margsinnis reynt að svipta tugum milljóna manna heilbrigðistryggingu, ítrekað hótað kjarnorkustyrjöld á Kóreuskaga, sett diplómatísk- og viðskiptaleg sambönd Bandaríkjanna við fjölmargar aðrar þjóðir í uppnám, hvatt til ofbeldisglæpa að hálfu lögreglu og haldið skjólshendi yfir KKK, nýnasista og ýmsa aðra öfgahópa. Á meðan hefur starfsmannahald Hvíta Hússins verið í stöðugum sviptingum og sífellt fleiri vísbendingar koma í ljós um ólöglegt athæfi forsetans og nánustu fylgismanna hans í aðdraganda kosninganna. Það er algjörlega augljóst hverskonar forseti Donald Trump er. Hann er fantur, hann er hrotti og hrokagikkur. Hann er allskostar vanhæfur í starfi, enda virðist hann hafa afar takmarkaðan skilning á því hvað starfið raunverulega er. Ekkert af þessu er einstakt: ýmsir sem hafa fengið stór embætti í gegnum tiðina hafa verið kjaftstórir vanvitar með lítt duldar fasískar hneigðir.Vinur er sá er til vamms segir En við þurfum samt sem áður að meta stöðuna út frá því að hér er um að ræða forseta vinaþjóðar okkar, sem er kjarnorkuveldi og efnahagslegt stórveldi; land sem hefur gríðarleg áhrif á heimsbyggðina. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Ísland að halda góðum samskiptum við Bandaríkin, en það gengur einnig beinlínis gegn hagsmunum Íslands að láta eins og hegðun Trumps sé í góðu lagi, og það er skammarlegt að hafa utanríkisráðherra sem skilur þetta ekki. Vinur er sá er til vamms segir. Rétt er að athuga að ríkisstjórn Íslands hefur verið við völd skemur en Trump. Ef ekki er hægt að dæma Trump út frá þessum 200 dögum, eins og Guðlaugur Þór heldur fram, þá er sömuleiðis ekki hægt dæma ríkisstjórn Íslands. Út frá þessum rökum vænti ég að Guðlaugur Þór hyggist ekki hreykja sér af neinu sem ríkisstjórn Íslands gerir fyrr en hann hefur gefið til kynna hverskonar forseti hann telji Trump vera. En ríkisstjórn Íslands hefur nú svo lítið til að hreykja sér af hingað til, að þetta er kannski ágæt leið fyrir Guðlaug Þór að kaupa sér tíma. Hann hefur nefnilega lítið gert. Í ræðu og riti hefur hann lýst meiri áhyggjum af hagsmunum Bretlands en Íslands í sambandi við Brexit og þannig grafið undan samningsstöðu okkar gagnvart Bretlandi. Það hlýtur að þykja skrýtið að á meðan öll Evrópa er að reyna að vinna saman úr þeim skaða sem Brexit mun valda sé utanríkisráðherra Íslands einn valsandi um algjörlega sannfærður um að þetta sé einhverskonar tækifæri. Þetta lýsir einhverskonar trygglyndi fyrrum varaformanns Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna (ACRE) við Breska Íhaldsflokkinn, sem verður seint launað.Niðurbrot mannréttinda Það er hugsanlegt að Guðlaugur Þór þjáist sjálfur af ákveðinni tregðu til að lýsa andstyggð sinni á þeim hugmyndafræðilegum félögum sínum í ACRE hvers hugmyndir engu skárri en hugmyndir nýnasistanna sem Trump heldur verndarhendi yfir. Meðan Guðlaugur Þór vitnaði ítrekað í viðtalinu í Norður-Kóreiska flóttamanninn Park Yeon-mi til vitnisburðar um hrikalegar aðstæður í Norður Kóreu, þar sem fólk er fangelsað af handahófi fyrir minnstu mótlæti gegn ríkisvaldinu og fólk drepið fyrir minniháttar glæpi, þá hefur hann sem utanríkisráðherra ekkert sagt við því að Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi AKP, systurflokks Sjálfstæðisflokksins í Tyrklandi, hafi staðið fyrir fjöldafangelsun tugþúsunda manna án dóms og laga, gríðarlegum mannhvörfum og almennu niðurbroti á mannréttindum innan Tyrklands undanfarin ár. Hann hefur heldur ekkert sagt við niðurbroti mannréttinda innan Evrópu, þrátt fyrir að vera mikill andstæðingur Evrópusambandsins sem vissulega liggur vel við höggi um þessar mundir. Það kann að vera vegna þess að það eru einkum systurflokkar Sjálfstæðisflokksins í ACRE sem standa fyrir slíku niðurbroti. PIS í Póllandi hefur til að mynda gengið hart fram við að grafa undan trúverðugleika dómskerfisins í Póllandi undanfarna mánuði, með raunar nánast sömu aðferðum og Sjálfstæðismenn notuðu til að eignast Landsrétt í vor. Obbosí. NIðurbrot mannréttinda á heimsvísu er staðreynd í dag og við þurfum að taka afstöðu.. Ísland þarf utanríkisráðherra sem er tilbúinn til að standa gegn þessum hneigðum, frekar en að humma þær fram af sér meðan alþjóð horfir gapandi á.Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra má eiga það, hann passar upp á vini sína. En hvort hann vandi valið á þeim, það er önnur spurning. Ég óttast að vanvilji Guðlaugs Þórs til að fordæma Donald Trump Bandaríkjaforseta á grundvelli þess sem hefur átt sér stað undanfarna 200 daga byggist á einhverskonar kjánalegri trú um að hægt sé að vera vinur svona manna. Hversu lengi þessi vinátta endist er önnur spurning. Þjóðernisofstæki mun seint vera launað yfir landamæri, og eftir því sem ofstækið eykst eru birtingarmyndir þess líklegari til að valda öllum skaða, hvort sem það er í formi gælna við nýnasista, niðurbrots dómskerfisins, misbeitingar á valdi, eða tortímingu á viðskiptasamböndum á grundvelli einangrunarhyggju. Mikið hefur verið rætt um það undanfarna daga að Trump virðist furðu tregur til að lýsa andstyggð sinni á nýnasistum og öðrum sem bera hugmyndafræði sem gengur gegn góðu siðferði og nútíma mannréttindum.Fantur og hrotti Í Helgarútgáfunni á Rás 2 sl. sunnudag hélt Guðlaugur Þór því fram að ekki væri hægt, eftir aðeins 200 daga forsetatíð Donalds Trump í Bandaríkjunum, að meta það hverskonar forseti hann yrði. Á sínum 200 dögum sem forseti hefur Donald Trump margsinnis reynt að svipta tugum milljóna manna heilbrigðistryggingu, ítrekað hótað kjarnorkustyrjöld á Kóreuskaga, sett diplómatísk- og viðskiptaleg sambönd Bandaríkjanna við fjölmargar aðrar þjóðir í uppnám, hvatt til ofbeldisglæpa að hálfu lögreglu og haldið skjólshendi yfir KKK, nýnasista og ýmsa aðra öfgahópa. Á meðan hefur starfsmannahald Hvíta Hússins verið í stöðugum sviptingum og sífellt fleiri vísbendingar koma í ljós um ólöglegt athæfi forsetans og nánustu fylgismanna hans í aðdraganda kosninganna. Það er algjörlega augljóst hverskonar forseti Donald Trump er. Hann er fantur, hann er hrotti og hrokagikkur. Hann er allskostar vanhæfur í starfi, enda virðist hann hafa afar takmarkaðan skilning á því hvað starfið raunverulega er. Ekkert af þessu er einstakt: ýmsir sem hafa fengið stór embætti í gegnum tiðina hafa verið kjaftstórir vanvitar með lítt duldar fasískar hneigðir.Vinur er sá er til vamms segir En við þurfum samt sem áður að meta stöðuna út frá því að hér er um að ræða forseta vinaþjóðar okkar, sem er kjarnorkuveldi og efnahagslegt stórveldi; land sem hefur gríðarleg áhrif á heimsbyggðina. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Ísland að halda góðum samskiptum við Bandaríkin, en það gengur einnig beinlínis gegn hagsmunum Íslands að láta eins og hegðun Trumps sé í góðu lagi, og það er skammarlegt að hafa utanríkisráðherra sem skilur þetta ekki. Vinur er sá er til vamms segir. Rétt er að athuga að ríkisstjórn Íslands hefur verið við völd skemur en Trump. Ef ekki er hægt að dæma Trump út frá þessum 200 dögum, eins og Guðlaugur Þór heldur fram, þá er sömuleiðis ekki hægt dæma ríkisstjórn Íslands. Út frá þessum rökum vænti ég að Guðlaugur Þór hyggist ekki hreykja sér af neinu sem ríkisstjórn Íslands gerir fyrr en hann hefur gefið til kynna hverskonar forseti hann telji Trump vera. En ríkisstjórn Íslands hefur nú svo lítið til að hreykja sér af hingað til, að þetta er kannski ágæt leið fyrir Guðlaug Þór að kaupa sér tíma. Hann hefur nefnilega lítið gert. Í ræðu og riti hefur hann lýst meiri áhyggjum af hagsmunum Bretlands en Íslands í sambandi við Brexit og þannig grafið undan samningsstöðu okkar gagnvart Bretlandi. Það hlýtur að þykja skrýtið að á meðan öll Evrópa er að reyna að vinna saman úr þeim skaða sem Brexit mun valda sé utanríkisráðherra Íslands einn valsandi um algjörlega sannfærður um að þetta sé einhverskonar tækifæri. Þetta lýsir einhverskonar trygglyndi fyrrum varaformanns Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna (ACRE) við Breska Íhaldsflokkinn, sem verður seint launað.Niðurbrot mannréttinda Það er hugsanlegt að Guðlaugur Þór þjáist sjálfur af ákveðinni tregðu til að lýsa andstyggð sinni á þeim hugmyndafræðilegum félögum sínum í ACRE hvers hugmyndir engu skárri en hugmyndir nýnasistanna sem Trump heldur verndarhendi yfir. Meðan Guðlaugur Þór vitnaði ítrekað í viðtalinu í Norður-Kóreiska flóttamanninn Park Yeon-mi til vitnisburðar um hrikalegar aðstæður í Norður Kóreu, þar sem fólk er fangelsað af handahófi fyrir minnstu mótlæti gegn ríkisvaldinu og fólk drepið fyrir minniháttar glæpi, þá hefur hann sem utanríkisráðherra ekkert sagt við því að Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi AKP, systurflokks Sjálfstæðisflokksins í Tyrklandi, hafi staðið fyrir fjöldafangelsun tugþúsunda manna án dóms og laga, gríðarlegum mannhvörfum og almennu niðurbroti á mannréttindum innan Tyrklands undanfarin ár. Hann hefur heldur ekkert sagt við niðurbroti mannréttinda innan Evrópu, þrátt fyrir að vera mikill andstæðingur Evrópusambandsins sem vissulega liggur vel við höggi um þessar mundir. Það kann að vera vegna þess að það eru einkum systurflokkar Sjálfstæðisflokksins í ACRE sem standa fyrir slíku niðurbroti. PIS í Póllandi hefur til að mynda gengið hart fram við að grafa undan trúverðugleika dómskerfisins í Póllandi undanfarna mánuði, með raunar nánast sömu aðferðum og Sjálfstæðismenn notuðu til að eignast Landsrétt í vor. Obbosí. NIðurbrot mannréttinda á heimsvísu er staðreynd í dag og við þurfum að taka afstöðu.. Ísland þarf utanríkisráðherra sem er tilbúinn til að standa gegn þessum hneigðum, frekar en að humma þær fram af sér meðan alþjóð horfir gapandi á.Höfundur er þingmaður Pírata
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun