Leiðtogakjör í Reykjavík Árni Árnason skrifar 15. ágúst 2017 08:00 Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í síðustu viku, var samþykkt tillaga þess efnis, að farin verði blönduð leið við val á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gærmorgun lagði ég fram tillöguna sem felur í sér leiðtogakjör um fyrsta sæti framboðslistans. Einstaka sjálfstæðismenn í Reykjavík virðast telja þessa tillögu ólýðræðislega. Það er misskilningur. Tillagan felur í sér að allir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa kosningarétt í leiðtogakjörinu. Uppstillinganefnd kjörin af fulltrúaráðsmeðlimum mun hins vegar raða í önnur sæti listans. Það eru þrjár meginástæður þess að ég tel þessa leið besta fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík: Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt erfitt uppdráttar í borginni síðustu misserin. Þegar kannanir eru skoðaðar er augljóst að flokkurinn á æ minni samhljóm með konum og yngri kjósendum. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tefldum við fram þremur karlmönnum í efstu sætunum sem skýrir að stóru leyti áhugaleysi þessara tveggja hópa. Nái tillagan mín fram að ganga getum við komið í veg fyrir skertan hlut kvenna og ungs fólks í stjórnmálaþátttöku innan Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi er staðan í borginni með þeim hætti að úthverfi hennar upplifa sig í æ minni tengslum við stjórnsýslu og þjónustustig borgarinnar. Stór hluti borgarfulltrúa sem nú eiga sæti í borgarstjórn takmarkast við miðborgina. Reykjavík er stórborg og hver íbúi er mikilvægur í heildar samhenginu og því ber að tefla fram framboðslista sem tekur tillit til kyns, aldurs og búsetu innan borgarmarkanna til að endurspegla flóru borgarinnar. Í þriðja lagi þarf flokkurinn að sýna þor og áræði til að fara nýjar leiðir og draga lærdóm af deyfð og kosningaósigrum í Reykjavík á undanförnum árum. Vörður hélt fjölmennt, gróskumikið og afar vel heppnað Reykjavíkurþing núna í vor þar sem grasrót flokksins í Reykjavík náði víðtækri samstöðu um meginstefnumál flokksins í borgarmálum. Sú framtíðarsýn sem þar var mótuð er alfarið og augljóslega í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Sá einhugur og styrkleiki sem þar ríkti styrkir mig í þeirri trú að blandaða leiðin muni skila frambærilegum framboðslista sem mun gera Sjálfstæðisflokkinn að raunverulegum valkosti fyrir kjósendur og eiga samleið með þeim í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, einn og sér, hélt meirihluta í bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur frá stofnun flokksins til 1978 og aftur 1982 til 1994. Hann hefur mest náð 10 borgarfulltrúum en hefur nú aðeins fjóra. Sagan sýnir okkur því að stefna Sjálfstæðisflokksins á fullt erindi til kjósenda sem eru orðnir langþreyttir á forsjárhyggju og aðgerðarleysi vinstri flokkanna. Til að ná vopnum okkar og fyrri styrk, þurfum við einungis að sýna vilja, kjark og samstöðu á fulltrúaráðsfundinum, styðja tillöguna og stuðla þar með að farsælum framboðslista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélagnna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í síðustu viku, var samþykkt tillaga þess efnis, að farin verði blönduð leið við val á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gærmorgun lagði ég fram tillöguna sem felur í sér leiðtogakjör um fyrsta sæti framboðslistans. Einstaka sjálfstæðismenn í Reykjavík virðast telja þessa tillögu ólýðræðislega. Það er misskilningur. Tillagan felur í sér að allir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa kosningarétt í leiðtogakjörinu. Uppstillinganefnd kjörin af fulltrúaráðsmeðlimum mun hins vegar raða í önnur sæti listans. Það eru þrjár meginástæður þess að ég tel þessa leið besta fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík: Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt erfitt uppdráttar í borginni síðustu misserin. Þegar kannanir eru skoðaðar er augljóst að flokkurinn á æ minni samhljóm með konum og yngri kjósendum. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tefldum við fram þremur karlmönnum í efstu sætunum sem skýrir að stóru leyti áhugaleysi þessara tveggja hópa. Nái tillagan mín fram að ganga getum við komið í veg fyrir skertan hlut kvenna og ungs fólks í stjórnmálaþátttöku innan Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi er staðan í borginni með þeim hætti að úthverfi hennar upplifa sig í æ minni tengslum við stjórnsýslu og þjónustustig borgarinnar. Stór hluti borgarfulltrúa sem nú eiga sæti í borgarstjórn takmarkast við miðborgina. Reykjavík er stórborg og hver íbúi er mikilvægur í heildar samhenginu og því ber að tefla fram framboðslista sem tekur tillit til kyns, aldurs og búsetu innan borgarmarkanna til að endurspegla flóru borgarinnar. Í þriðja lagi þarf flokkurinn að sýna þor og áræði til að fara nýjar leiðir og draga lærdóm af deyfð og kosningaósigrum í Reykjavík á undanförnum árum. Vörður hélt fjölmennt, gróskumikið og afar vel heppnað Reykjavíkurþing núna í vor þar sem grasrót flokksins í Reykjavík náði víðtækri samstöðu um meginstefnumál flokksins í borgarmálum. Sú framtíðarsýn sem þar var mótuð er alfarið og augljóslega í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Sá einhugur og styrkleiki sem þar ríkti styrkir mig í þeirri trú að blandaða leiðin muni skila frambærilegum framboðslista sem mun gera Sjálfstæðisflokkinn að raunverulegum valkosti fyrir kjósendur og eiga samleið með þeim í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, einn og sér, hélt meirihluta í bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur frá stofnun flokksins til 1978 og aftur 1982 til 1994. Hann hefur mest náð 10 borgarfulltrúum en hefur nú aðeins fjóra. Sagan sýnir okkur því að stefna Sjálfstæðisflokksins á fullt erindi til kjósenda sem eru orðnir langþreyttir á forsjárhyggju og aðgerðarleysi vinstri flokkanna. Til að ná vopnum okkar og fyrri styrk, þurfum við einungis að sýna vilja, kjark og samstöðu á fulltrúaráðsfundinum, styðja tillöguna og stuðla þar með að farsælum framboðslista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélagnna í Reykjavík
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun