Sport

30% frjálsíþróttafólks notaði ólögleg efni á HM 2011

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bretinn Jessica Ennis-Hill fékk á dögunum afhent gullverðlaun í sjöþraut frá Heimsmeistaramótinu 2011. Hin rússneska Tatyana Chernova hafði unnið gullið, en titillinn var tekinn af henni eftir að upp komst um lyfjamisnotkun hennar.
Bretinn Jessica Ennis-Hill fékk á dögunum afhent gullverðlaun í sjöþraut frá Heimsmeistaramótinu 2011. Hin rússneska Tatyana Chernova hafði unnið gullið, en titillinn var tekinn af henni eftir að upp komst um lyfjamisnotkun hennar. Vísir/Getty
Yfir 30% frjálsíþróttafólks sem keppti á Heimsmeistaramótinu árið 2011 hafa viðurkennt notkun ólöglegra efna. BBC greinir frá

Þetta kom fram í skýrslu sem var gefin út af WADA (World Anti-Doping Agency). Yfir 5 þúsund íþróttamenn kepptu á mótinu og voru 2167 spurðir hvort þeir hefðu tekið inn ólögleg efni. Allir íþróttamennirnir voru hins vegar teknir í lyfjapróf á mótinu og voru aðeins 0,5% íþróttamannanna sem féllu á því prófi.

„Rannsóknin sýnir að líkamlegar prófanir á blóði og þvagi uppljóstra aðeins um lítið hlutfall lyfjamisnotkunartilfella,“ sagði Harrison Pope, prófessor í læknisfræði við Harvard.

„Það er væntanlega vegna þess að íþróttamenn hafa fundið margar leiðir til þess að svindla á þessum prófum.“

Rannsóknin var samvinnuverkefni háskólans í Tuebingen í Þýskalandi og læknisfræðideildar Harvard háskólans í Bandaríkjunum. Hún var framkvæmd árið 2011 en niðurstöðurnar voru ekki birtar fyrr en nú vegna viðræðna við WADA og Alþjóðlega frjálsíþróttasambandsins yfir hvernig ætti að standa að birtingu niðurstöðunnar.

Umræða vegna ólöglegrar lyfjaneyslu í frjálsum íþróttum hefur farið mikinn undan farið. Þar má helst nefna bann rússneskra íþróttamanna frá þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra sumar. Fyrr á þessu ári voru gömul sýni frá Ólympíuleikunum 2008 og 2012 sett aftur í prófanir og við það fundust meira en 100 tilfelli um lyfjanotkun sem höfðu áður ekki komið upp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×